Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 52
52
ÖFEIGUR
langvarandi athafnaleysi ríkisvaldsins, lét Pálmi Lofts-
son engin tækifæri ónotuð til að minna þing og stjórn
á skyldu sína í þessu efni. Finnur Jónsson, þingmað-
ur Isfirðinga, var dómsmálaráðherra, þegar styrjöld-
inni lauk. Vildi hann bæta úr vanrækslusyndum fyrir-
rennara sinna og bað Pálma Loftsson að kynna sér
erlendis, hvort skip eða bátar, hentugir til landhelgis-
gæzluu, væru fáanlegir til kaups. Forstjóri Skipaút-
gerðarinar gaf skýr svör um málið. Hægt mundi að fá
í Englandi hraðbáta, sem gætu verið mjög áhrifamiklir
við gæzlu hér á landi með því að vera staðbundnir í
tilteknum landshlutum, eins og þörf fólksins krefði.
Enska flotamáalstjórnin tók þessu hið bezta. Var hún
velviljuð íslendingum eftir fjölþætta samvinnu í stríð-
inu, ekki sízt við Pálma Loftsson og samverkamenn
hans á sjó og landi. Að lokinni rannsóknarfór í Eng-
landi lagði Pálmi Loftsson til við ríkisstjórnina að
kaupa þrjá enska hraðbáta. Hver þeirra var 148 smá-
lestir að stærð, nákvæmlega eins og bátur Vestfirð-
inga, María Júlía. Þetta voru hinir mestu kjörgripir,
svo að jafn vönduð skip höfðu aldrei fyrr verið í eigu
íslenzkra manna. Grindin var úr samskonar stáli og
notað er í flugvélar og kafbáta. Byrðingurinn var úr
tvöföldu mahogny með þykku, sútuðu leðri á milli laga.
Öll lögin þrjú voru seymd saman, svo að þau þoldu mót-
stöðu hafs og hríða jafnvel og stál, en ólíkt léttari.
Þrjár aflvélar og þrjár skrúfur voru í hverjum bát.
Mátti nota þær allar í einu eða aðeins eina eða tvær
í senn. Til að gera bátana sem léttfærasta, var mikið
af efni gangvélanna úr alminíum. Allur umbúnaður
fyrir skipshafnir var hinn vandaðasti. Legubekkir fóðr-
aðir með vandaðasta skinni til hvíldar hásetum og ann-
ar útbúnaður eftir því. Bátar þessir höfðu á sfríðsár-
unum verið notaðir til hættulegra ferða til að flytja
léttar, en dýrmætar vörur milli Gautaborgar og Eng-
lands. Voru það hinar mestu hættuferðir. Allir bát-
amri höfðu þá verið með mörgum byssum á þiljum
uppi. Á ferðum þessum var skipshöfnin 30—40 manns.
Var það valið lið, enda ekkert til sparað um smíði bát-
anna og útbúnað, hvorki að efni né vinnubrögðum.
Þeir voru meðal þess bezta og fullkomnasta, sem skipa-
fræðingar mestu siglingaþjóðar heimsins höfðu fram-
leitt til að berast flughratt yfir sjóinn. Bátarnir gátu