Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 7

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 7
ÓFEIGTJR 7 beygja sig fyrir kröfu Eyjólfs og Bjarna um 30 þús. kr. útgjöld við flutning til og frá vinnustað á hjúum þessa einstæða fyrirtækis. Engin gagnrýnisrödd heyrðist í stórblöðum landsins í sambandi við Silfurtúnskaup Bjarna Ásgeirssonar eða reksturs þess. Mbl. átti Eyjólf, Tírninn Bjarna, Alþýðublaðið átti Stefán sem stýrði allri þjóðnýtingu auðvaldsflokkanna. Kommúnistar eru mjög velviljaðir þessu samsyndarfyrirtæki. % Bjarni Ásgeirsson átti í vændum ýmiskonar pólitískan mótgang eftir að Hermann hafði komið honum úr ráð- herrastólnum. Þegar búnaðarmálastjóri varð forsætis- ráðherra, losnaði embætti hans í Búnaðarfélagi Islands. Bjarni var formaður félagsins og hafði verið það um langa stund. Honum kom nú til hugar, sem vel mátti vera, að setjast í sæti Steingríms, meðan það væri autt. Tók hann við setningu fyrst í stað. Pólitísk starfsemi, sem er í framkvæmd ekki annað en snúningar á kaffi- húsum og bitlingaveiðar, gerir jafnvel dugandi menn óstarfhæfa. Bjarni var kominn á þetta stig. Á stutt- um tíma voru 300 bréf á skrifstofunni, sem ekki var svarað. Steingrímur reyndi að líta eftir vinnubrögðunum og kom þar flesta daga, en sú hjálp nægði ekki. Bjarni fann að hann þurfti að koma nýju skipulagi á fyrir- tækið og lét sér koma til hugar, að einn af ráðunaut- unum gerði öll störf búnaðarmálastjóra í hjáverkum, en sjálfur framkvæmdastjórinn kæmi í fyrirtækið einu sinni í viku. Þetta fyrirkomulag hefði að líkindum lán- azt, ef ekki hefði viljað svo illa til, að Páll Zophoní- asson hafði misst sem svarar einu kúgildi af ríkisbitl- ingum á hinni löngu eyðimerkurgöngu meðan Fram- sókn var ekki í stjórn. Sá Páll nú í fyrsta sinn hilla undir mannvirðingar, án þess að þær væru beinlínis fengnar með þingmannsaðstöðu hans. Hermann og Páll Zoph. höfðu sýnt bolsivismanum mestan trúnað af öllum ,,meðreiðarmönnum“ kommún- ista hér á landi. Hafði Páll beinlínis greitt atkvæði með þeim móti vörnum landsins, en Hermann setið hjá. Páll stóð í þeirri trú, að ef hann sýndi kommún- istum fyllstu undirgefni, gæti hann tryggt sér 60 rauð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.