Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 50

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 50
50 ÓFEIGUR stjórn Framsóknarflokksins. Stóðu fyrir því tveir menn utan flokksins, sem töldu sig kunnáttumenn um skipa- málefni. Það var Sigurður Jónasson og Eggert P. Briem. Vildu sumir ,sem þóttust hafa áhuga fyrir strandferða- málum, selja „Esju“, en kaupa ,,Gullfoss“ frá Eim- skipafélaginu og gera hann að strandferðaskipi og greiða þannig fyrir því, að félagið gæti fengið nýtt skip til Danmerkurferða. Studdi Hermann Jónasson þá stefnu, en með kaupum nýrrar „Esju“ mælti Skúli Guðmundsson, Sigurður Kristinsson og Eysteinn Jóns- son. Ég var þetta sumar á fyrirlestraferð hjá fslend- ingum í Ameríku. En á leiðinni vestur hafði ég, frá Glasgow, skrifað Pálma Loftssyni bréf til Kaupmanna- hafnar og hvatt hann til að láta einskis ófreistað að selja gömlu „Esju“ og fá byggt nýtt skip í Danmörku eða Svíþjóð. Nú var nafn mitt notað til að spilla fyrir skipakaupunum, þar til Pálmi Loftsson lagði bréf mitt fram sem sönnun fyrir atkvæði mínu. Féll þá niður sá söguburður. Málið stóð, svo tæpt, að litlar líkur eru til, að heppileg lausn hefði fengizt nema fyrir atbeina þáverandi atvinnumálaráðherra, Skúla Guðmundsson- ar. Þegar skipið kom, fullgert og glæsilegt að allri gerð, var Ólafur Thors orðinn ráðherra siglingamála. Hann lét ekki dátt um skipakaup þessi og lét ekki frá hálfu landsstjórnarinnar fagna hinu nýja skipi, er það kom fyrst til hafnar í Reykjavík. En þó að til væru í Reykjavík þeir menn, sem tóku nýju „Esju“ fálega, var öðru máli að gegna um alla almenning í landinu. Fundu þeir, sem ferðuðust með skipinu, að betri farkostur hafði þeim aldrei staðið til boða við strendur Islands. „Esja“ var vélskip, annað í röðinni í íslenzka flotanum, hafði tvær skrúfur og var miklu hraðskreiðari en öll hin fyrri skip, er íslendingar höfðu eignazt. Farþegarúm var mikið og gott, kælirúm vegna flutninga og vel séð fyrir húsnæði skipverja. Reynd- ist heppilegt að hafa tvær skrúfur, því að nokkru síð- ar bilaði stýri skipsins úti á rúmsjó, en þá tókst Ás- geiri Sigurðssyni skipstjóra að afstýra hættunni með því að beita haglega og með ákveðnum hætti báðum skrúfunum. Nú bar svo við, í fyrsta sinn í sögu strand- ferðanna, að ekki var tekjuhalli- á slíku skipi. Bar þar margt til í sambandi við gömlu „Esju“. Olían var ódýrari en kolin og nýja skipið miklu hraðskreiðara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.