Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 49

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 49
ÖFEIGUR 49‘ in legði út á nýjar brautir um heimsóknir erlendra ferðamanna til Iandsins, var Pálmi Loftsson mjög á- hugasamur um að endurnýja „Esju“„ Hún var allmjög slitin af sífelldum og erfiðum ferðum á ströndina. Katl- ar skipsins höfðu frá upphafi verið veikbyggðir og þurftu mikilla endurbóta. Sýnilegt var, að skipið mundi tæplega þola slit íslenzkra strandferða til lengdar. Konjk Pálmi Loftsson þá að máli við fjárveitinganefnd og óskaði eftir, að nefndin mælti með því við ríkis- stjórn og Alþngi, að ,,Esja“ yrði seld til útlanda og nýtt,- stórt farþegaskip byggt í staðinn. Ég átti þá sæti í fjárveiinganefnd og studdi þessa tillögu eftir föngum. Náði hún samþykki Alþingis og stjórnarvald- anna. Fór Pálmi Loftsson utan til Norðurlanda sum- arið 1938 til að kaupa nýtt skip og selja „Esju“, ef þess væri kostur. En lítil voru fararefnin. Stjórnin lagði fram í þessu skyni 1000 krónur til að standast dvalarkostnað forstjóra erlendis. Pálmi Loftsson bauð „Esju“ fala og fékk að lokum tilboð frá Chile og talaði um verð, 400 þúsund krónur. Jafnframt ræddi hann við skipasmiði í Svíþjóð og Danmörku og leitaði tilboða í nýtt skip. Var sú leið ekki sigurvænleg, því að hann hafði ekkert fé handa milli nema það, sem kynni að fást fyrir gamla skipið. Eftir langa leit komst hann í kynni við skipasmíðastöðina í Álaborg. Voru þar í fyrirsvari vel færir forstöðumenn og sanngjarn- ir í skiptum, og fór þar álitlega um alla samninga. Skipti nú mestu að geta selt gömlu „Esju“. Skjmdi- lega kom snurða á þann þráð. Hafði verið spillt fyrir sölunni af íslenzkum öfundarmönnum. Héldu væntan- legir kaupendur því fram, að þeir hefðu fengið vit- neskju um, að íslenzka stjórnin mundi fús til að selja skipið fyrir hálfu minna verð en forstjórinn hafði boðið. Pálmi Loftsson símaði til Skúla Guðmundsson- ar, sem var atvinnumálaráðherra það ár, og bað um stuðning stjórnarinnar við framburð sinn. Símaði ráð- herrann um hæl, að skipið mundi ekki falt fyrir lægra verð en forstjórinn hafði tiltekið. Eftir allmikið þóf gengu sendimenn Chile að tilboðinu, greiddu 400 þús- und krónur danskar fyrir skipið og sendu menn til Islands eftir því. Ekki var kálið sopið, þótt í ausuna væri komið. Þegar forstjórinn kom heim til Reykja- víkur, var unnið fastlega móti skipakaupunum í mið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.