Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 39

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 39
ÓFEIGUR 39 son kom á fót, skömmu eftir að ,,Ægir“ tók að sinna björgun skipa og manna, var að láta hinar þýðing- armestu símastöðvar um allt land hafa næturvörzlu, svo að unnt væri að nota símann í þágu björgunar- mála, hvenær sem slys bæri að höndum, þannig að vitneskja fengist og von um hjálp. Hefur forstjórinn haft nætursíma við sæng sína allar nætur í 20 ár og var til viðtals og úrræða, þegar með þurfti. Var þetta ekki lítill ábætir um áhyggjur og erfiði í ofanálag á annir dagsins. En með þessu móti tókst að koma á byrjun að víðtæku björgunarkerfi, sem síðar hefur að öðru en því, sem snertir björgun skipa, flutzt yfir á Slysavarnafélag fslands. En upphaf skipulegra björg- unarmála á íslandi hófst með tilkomu ,,Ægis“ sem björgunarskips og samstarfi Pálma Loftssonar og Ein- ars M. Einarssonar. XVII. Hnignun landhelgisgæzlunnar 1932—34. Þegar Sjálfstæðismenn og sá hluti Framsóknar- manna, sem síðar myndaði Bændaflokkinn, hafði kom- ið á laggir stjórn undir forystu Ásgeirs Ásgeirsson- ar vorið 1932, tók Magnús Guðmundsson við forystu dómgæzlu- og landhelgismála. Hann var gegn maður, góðviljaður og hægur í lund, en lét oftar en skyldi und- an frekjufullum kröfum svokallaðra samflokksmanna. Voru nú gerðar til hans kröfur um að breyta sem mestu í stjórn landhelgisgæzlunnar. Hann flutti for- ystu landhelgisgæzlunnar frá Skipaútgerð ríkisins í dómsmálaráðuneytið, í hendur Guðmundar Sveinbjörns- sonar. Hann lagði niður brauðgerð vegna skipa og spít- ala landsins, hætti að láta ,,Þór“ fiska jafnframt gæzl- unni og lét að jafnaði tvö af þrem varðskipunum liggja á höfn til að eyða ekki kolum. Var þá með réttu borið við óhægum fjárhag. Sannaðist nú, að ég hafði betur séð en andstæðingarnir, hvað landinu hentaði í þessu efni, þegar ég vildi ekki, að landið keypti þriðja gæzlu- skipið 1930. Ándstæðingar mínir höfðu haldð fram, að óþarft væri að setja löggjöf um dulmálsskeyti til veiði- skipa. Því máli mætti bjarga með reglugerð frá dóms- málastjórninni. En dómsmálaráðherrar flokksins, Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson, höfðu ekki reynt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.