Ófeigur - 15.12.1950, Síða 39

Ófeigur - 15.12.1950, Síða 39
ÓFEIGUR 39 son kom á fót, skömmu eftir að ,,Ægir“ tók að sinna björgun skipa og manna, var að láta hinar þýðing- armestu símastöðvar um allt land hafa næturvörzlu, svo að unnt væri að nota símann í þágu björgunar- mála, hvenær sem slys bæri að höndum, þannig að vitneskja fengist og von um hjálp. Hefur forstjórinn haft nætursíma við sæng sína allar nætur í 20 ár og var til viðtals og úrræða, þegar með þurfti. Var þetta ekki lítill ábætir um áhyggjur og erfiði í ofanálag á annir dagsins. En með þessu móti tókst að koma á byrjun að víðtæku björgunarkerfi, sem síðar hefur að öðru en því, sem snertir björgun skipa, flutzt yfir á Slysavarnafélag fslands. En upphaf skipulegra björg- unarmála á íslandi hófst með tilkomu ,,Ægis“ sem björgunarskips og samstarfi Pálma Loftssonar og Ein- ars M. Einarssonar. XVII. Hnignun landhelgisgæzlunnar 1932—34. Þegar Sjálfstæðismenn og sá hluti Framsóknar- manna, sem síðar myndaði Bændaflokkinn, hafði kom- ið á laggir stjórn undir forystu Ásgeirs Ásgeirsson- ar vorið 1932, tók Magnús Guðmundsson við forystu dómgæzlu- og landhelgismála. Hann var gegn maður, góðviljaður og hægur í lund, en lét oftar en skyldi und- an frekjufullum kröfum svokallaðra samflokksmanna. Voru nú gerðar til hans kröfur um að breyta sem mestu í stjórn landhelgisgæzlunnar. Hann flutti for- ystu landhelgisgæzlunnar frá Skipaútgerð ríkisins í dómsmálaráðuneytið, í hendur Guðmundar Sveinbjörns- sonar. Hann lagði niður brauðgerð vegna skipa og spít- ala landsins, hætti að láta ,,Þór“ fiska jafnframt gæzl- unni og lét að jafnaði tvö af þrem varðskipunum liggja á höfn til að eyða ekki kolum. Var þá með réttu borið við óhægum fjárhag. Sannaðist nú, að ég hafði betur séð en andstæðingarnir, hvað landinu hentaði í þessu efni, þegar ég vildi ekki, að landið keypti þriðja gæzlu- skipið 1930. Ándstæðingar mínir höfðu haldð fram, að óþarft væri að setja löggjöf um dulmálsskeyti til veiði- skipa. Því máli mætti bjarga með reglugerð frá dóms- málastjórninni. En dómsmálaráðherrar flokksins, Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson, höfðu ekki reynt

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.