Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 34

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 34
34 ÓFEIGUR ið með lögum, að stjómin skyldi byggja gæzluskip, en ekkert aðhafzt nema að festa byggingarsjóðinn i almennum útgjöldum. Okkur Sveini Ólafssyni var ljóst, að landið mundi geta endurgreitt sjóðinn, en rekstur skipsins yrði þungur baggi. Tillagan um, að skipið sinnti björgunarmálum og að margir af starfsliði þess væru í hagnýtu námi án kaupgjalds, gat leyst vand- ann. En það er af þinginu að segja, að það tók til- lögunni með fullkominni óvild og skilningsleysi. Gengu á móti henni forsætisráðherrann, Sigurður Eggerz; Pétur Ottesen, Jón Auðunn Jónsson, Jón Þorláksson, Halldór Steinsson og Benedikt Sveinsson. I framsögu- ræðu minni var bent á, að Emil Nielsen teldi vel mögu- legt, að gæzluskipið sinnti björgun skipa að talsverðu leyti, þó að það gæti ekki haft allan útbúnað eins og fullkomnasta björgunarskip. Ég leiddi rök að því, að erlenda skipið hefði þá fyrir skömmu fengið 30 þús- und krónur fyrir að aðstoða gæzlubát Vestmannaey- inga, „Þór“, í sjávarháska. Loks kom fram í umræð- unum, að ,,Geir“ hinn danski hafði eitt sinn fengið 650 þúsund krónur fyrir að bjarga erlendu skipi. Hefði sú mikla tekjubót staðið undir útgerð skipsins í nokk- ur ár. Vitað var, að á danska gæzluskipinu voru há- setarnir í þegnskylduvinnu fyrir land sitt og nálega kauplausir. En Halldóri Steinssyni blæddi í augu það ranglæti, að ætla stýrimannaefnunum að hafa verk- nám á gæzluskipinu. Að lokum var tillaga okkar Sveins Ólafssonar felld með því að vísa málinu til ríkis- stjórnarinnar. Sigurður Stefánsson átti þá sæti á þingi, en lagði þessari hugmynd ekki liðsyrði. Var tillagan þó beinlínis eðlilegt framhald af hinni hagnýtu hug- sjón hans um landhelgissjóð. Pétur Ottesen og Hall- dór Steinsson vildu ganga beinni leið og skipa lands- stjóminni að byggja skip og gera það út. En lands- stjórnin hafði enga peninga og lítinn vilja til fram- kvæmda. Sat allt í þessu efni við máttlausar og fá- nýtar kröfur, en engar framkvæmdir. IV. íhaldsstjórn byggir gufuskipið „Óðin“ Veturinn 1924 myndaði Jón Magnússon ráðuneyti. Stóð íhaldsflokkurinn að þeirri stjóm. Afli varð óvenju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.