Ófeigur - 15.12.1950, Side 34

Ófeigur - 15.12.1950, Side 34
34 ÓFEIGUR ið með lögum, að stjómin skyldi byggja gæzluskip, en ekkert aðhafzt nema að festa byggingarsjóðinn i almennum útgjöldum. Okkur Sveini Ólafssyni var ljóst, að landið mundi geta endurgreitt sjóðinn, en rekstur skipsins yrði þungur baggi. Tillagan um, að skipið sinnti björgunarmálum og að margir af starfsliði þess væru í hagnýtu námi án kaupgjalds, gat leyst vand- ann. En það er af þinginu að segja, að það tók til- lögunni með fullkominni óvild og skilningsleysi. Gengu á móti henni forsætisráðherrann, Sigurður Eggerz; Pétur Ottesen, Jón Auðunn Jónsson, Jón Þorláksson, Halldór Steinsson og Benedikt Sveinsson. I framsögu- ræðu minni var bent á, að Emil Nielsen teldi vel mögu- legt, að gæzluskipið sinnti björgun skipa að talsverðu leyti, þó að það gæti ekki haft allan útbúnað eins og fullkomnasta björgunarskip. Ég leiddi rök að því, að erlenda skipið hefði þá fyrir skömmu fengið 30 þús- und krónur fyrir að aðstoða gæzlubát Vestmannaey- inga, „Þór“, í sjávarháska. Loks kom fram í umræð- unum, að ,,Geir“ hinn danski hafði eitt sinn fengið 650 þúsund krónur fyrir að bjarga erlendu skipi. Hefði sú mikla tekjubót staðið undir útgerð skipsins í nokk- ur ár. Vitað var, að á danska gæzluskipinu voru há- setarnir í þegnskylduvinnu fyrir land sitt og nálega kauplausir. En Halldóri Steinssyni blæddi í augu það ranglæti, að ætla stýrimannaefnunum að hafa verk- nám á gæzluskipinu. Að lokum var tillaga okkar Sveins Ólafssonar felld með því að vísa málinu til ríkis- stjórnarinnar. Sigurður Stefánsson átti þá sæti á þingi, en lagði þessari hugmynd ekki liðsyrði. Var tillagan þó beinlínis eðlilegt framhald af hinni hagnýtu hug- sjón hans um landhelgissjóð. Pétur Ottesen og Hall- dór Steinsson vildu ganga beinni leið og skipa lands- stjóminni að byggja skip og gera það út. En lands- stjórnin hafði enga peninga og lítinn vilja til fram- kvæmda. Sat allt í þessu efni við máttlausar og fá- nýtar kröfur, en engar framkvæmdir. IV. íhaldsstjórn byggir gufuskipið „Óðin“ Veturinn 1924 myndaði Jón Magnússon ráðuneyti. Stóð íhaldsflokkurinn að þeirri stjóm. Afli varð óvenju-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.