Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 8

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 8
8 ÖFEIGUR liðaatkvæði á kjördegi. Framsóknarmennina taldi hann einsætt að fá til brautargengis með snúningum við lántökur og sölu á kálfsbjórum, lambsfeldum og sel- skinnum. Gerðu Hermann og Páll nú samband móti Bjarna og fylgdu í því efni rússneskum undirróðurs- fyrirmyndum. Einn af starfsmönnum félagsins gekk með skjal milli starfsmannanna og bað þá að afsegja formann félagsins þar sem hann vantaði þann lærdóm 4 og atorku, sem framkvæmdastjórinn þyrfti að hafa. Skrifuðu flestir undir þennan furðulega áfellisdóm, nema Páll, sem átti að erfa konungsríkið. Bjarni hafði lít- inn viðnámsþrótt til að rísa gegn þessu ofurefli og veltist úr völdunum. Greip Páll þá tækifærið og fékk mág sinn, Jón í Deildartungu, og Þorstein á Vatns- leysu, samsektarmenn sína um ráðstöfun 8 milljóna af fé bænda haustið 1944, til að veita hinum fræga föður karakulinnflutningsins forystustarf á vegum ís- lenzkra bænda. Hermann taldi Pál Zoph. mestan verð- leikamann, næst sér, til að vera liðsoddur hinna dreifðu bænda. Auk þess gat hann sagt við Bjarna eins og hispursmey við fornan glímuakappa sem beit leiknauta sína á barkann að leikslokum: „Hvað viltu, sveinn, í * sess minn?“ Bjami hafði nú fengið allþunga ráðningu fyrir að leyfa sér að setjast í sæti, sem annar þóttist eiga með réttum erfðalögum. Ef Guðmundur bóndi á Hofi hefði stýrt búnaðar- málum Islands eftir að óþurrkar fóru að herja á land- ið í sumar, hefði hann ekki látið Bjarna sigla til að skoða kolanámur Breta. Hermann hefði heldur ekki fengið leyfi til að sólbaka sig í Rínardalnum eða Páll Zoph. að snúast milli banka í Reykjavík með fram- lengingarvíxla. I stað þess hefði Guðmundur sagt: Ég hefi bjargað heyfeng mínum í vondum sumrum með stöðugri árvekni, með því að nota yfirbreiðslur og grípa hverja stund til að þoka heybjörguninni eitt ^ skref áfram, en fylla að öðru leyti votheyshlöðumar með því, sem ekki var reynt að þurrka. Guðmundur á Hofi mundi hafa talað í útvarp um langa reynslu sína og annarra bænda á óþurrkasvæðum í vondum sumrum. Hann mundi hafa gefið þeim vonbitnu von. Hann mundi hafa sent allan ráðunautaskaran í ó- þurrkahéruðin til að standa fyrir byggingu á votheys- *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.