Ófeigur - 15.12.1950, Page 8

Ófeigur - 15.12.1950, Page 8
8 ÖFEIGUR liðaatkvæði á kjördegi. Framsóknarmennina taldi hann einsætt að fá til brautargengis með snúningum við lántökur og sölu á kálfsbjórum, lambsfeldum og sel- skinnum. Gerðu Hermann og Páll nú samband móti Bjarna og fylgdu í því efni rússneskum undirróðurs- fyrirmyndum. Einn af starfsmönnum félagsins gekk með skjal milli starfsmannanna og bað þá að afsegja formann félagsins þar sem hann vantaði þann lærdóm 4 og atorku, sem framkvæmdastjórinn þyrfti að hafa. Skrifuðu flestir undir þennan furðulega áfellisdóm, nema Páll, sem átti að erfa konungsríkið. Bjarni hafði lít- inn viðnámsþrótt til að rísa gegn þessu ofurefli og veltist úr völdunum. Greip Páll þá tækifærið og fékk mág sinn, Jón í Deildartungu, og Þorstein á Vatns- leysu, samsektarmenn sína um ráðstöfun 8 milljóna af fé bænda haustið 1944, til að veita hinum fræga föður karakulinnflutningsins forystustarf á vegum ís- lenzkra bænda. Hermann taldi Pál Zoph. mestan verð- leikamann, næst sér, til að vera liðsoddur hinna dreifðu bænda. Auk þess gat hann sagt við Bjarna eins og hispursmey við fornan glímuakappa sem beit leiknauta sína á barkann að leikslokum: „Hvað viltu, sveinn, í * sess minn?“ Bjami hafði nú fengið allþunga ráðningu fyrir að leyfa sér að setjast í sæti, sem annar þóttist eiga með réttum erfðalögum. Ef Guðmundur bóndi á Hofi hefði stýrt búnaðar- málum Islands eftir að óþurrkar fóru að herja á land- ið í sumar, hefði hann ekki látið Bjarna sigla til að skoða kolanámur Breta. Hermann hefði heldur ekki fengið leyfi til að sólbaka sig í Rínardalnum eða Páll Zoph. að snúast milli banka í Reykjavík með fram- lengingarvíxla. I stað þess hefði Guðmundur sagt: Ég hefi bjargað heyfeng mínum í vondum sumrum með stöðugri árvekni, með því að nota yfirbreiðslur og grípa hverja stund til að þoka heybjörguninni eitt ^ skref áfram, en fylla að öðru leyti votheyshlöðumar með því, sem ekki var reynt að þurrka. Guðmundur á Hofi mundi hafa talað í útvarp um langa reynslu sína og annarra bænda á óþurrkasvæðum í vondum sumrum. Hann mundi hafa gefið þeim vonbitnu von. Hann mundi hafa sent allan ráðunautaskaran í ó- þurrkahéruðin til að standa fyrir byggingu á votheys- *

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.