Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 9

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 9
ÖFEIGUR 9 hlöðum á hverjum bæ, þar sem þeirra var vant og til að kenna fólki að nota þær. Undir slíkum kringum- stæðum hafa bændur áður fyrr gert sér í skyndi vot- heyshlöður úr blautum streng eða hnausum. Landbún- aðarráðherra, formaður Búnaðarfélags Islands og bún- aðarmálastjóri sváfu allt sumarið á svæfli úrræða- leysisins og fóru að veizlum utan lands og innan. Und- ir vetur fóru frambjóðendur Austfirðinga í heimsókn austur og fundu að þeirri ferð lokinni ekki önnur úr- ræði en að stjórnin tæki hálfa fimmtu milljón króna af of litlu veltufé Búnaðarbankans í neyðarlán til hinna vanræktu héraða. Þetta fé situr fast í ríkisskuld um óákveðinn tíma. Þannig lauk bjargráðum Hermanns, Bjarna og Páls Zoph., þegar ekki dugðu veizlur og lán- tökusnatt, sumarið 1950. * Stjórn Búnaðarfélags Islands hafði látið ófriðlega við Gunnar Bjarnason ráðunaut og kennara á Hvann- eyri út af þrem kennslubókum, er hann hafði ritað fyrir nemendur bændaskólanna. Bar þar mest til að Gunnar sagði rétt og hispurslaust frá flutningi kara- kúlpestarinnar hingað til lands. Þótti Páli Zoph. og ýmsum stallbræðrum hans ófýsilegt að horfa í þá skuggsjá sögunnar og var hér þó sýnt lítið eitt af því, sem seinni kynslóðir munu kynnast um þá hörmu- legu frammistöðu. Hafði komið til mála að brenna bæk- ur Gunnars, en þar sem hann er liðsoddur í her Mbl,- manna, þótti það ekki friðvænlegt í núverandi stjórn- arsambúð. Barst líka sú vitneskja, að hinar hættu- legu bækur seldust óðfluga víðsvegar um land eftir að til orða kom að gera þær útlægar úr skólum. Her- mann vildi þó láta Gunnar finna til húsbóndavaldsins og skrifaði til hans sparsemdarbréf. Sagði ráðherra, að þar sem fjárhagur landsins væri erfiður, vildi hann draga af Gunnari, sem kennara, fjórðung launanna, en leyfa honum að halda hálfum launum fyrir að vera ráðujnautur í hrossarækt. Gunnar kvaðst fús að láta lækka enn meira en orðið var þóknun sína fyrir hrossaræktina, þó að slíkt væri ekki siður hjá stjórn- arvöldunum, ef menn gegna tveim störfum, en starfs- laun sín fyrir lögmætt kennlustarf vildi hann hafa án refja. Skildist Hermanni þá, að honum hafði brugð- ist lagakunnáttan, því að stjómin getur ekki eftir geð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.