Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 10
10
ÖFEIGUR
þótta dregið lögmælt laun af starfsliði landsins. Gunn-
ar sýndi hinsvegar þegnskap sinn í því að verða einn
allra starfsmanna ríkisins til að vinna fullkömið starf
í þágu atmennings fyrir minna en hálfa þóknun.
Ólafur bóndi á Hellulandi hafði um 20 ára skeið
verið ráðunautur í lax og silungsrækt, og jafnan unn-
ið fyrir miklu lægri laun en aðrir ráðunautar. Þótti <
það við eiga, af. því að Ólafur átti heima í sveit, en
ekki á mölinni í Reykjavík. Samt hafði Ólafi tekizt á
þessum árum að koma nýju og tiltölulega góðu skipu-
lagi á ræktunarmál ferskvatnsfiska. Hafði hann stofn-
að og haldið við klakfélögum í nálega öllum veiðihverf-
um á landinu, ýtt undir sprengingu fossa á fiskvegum
og hrint í framkvæmd klaki á mörgum stöðum. En
fyrir nokkrum missirum kom frá námi í Ameríku ung-
ur Reykvíkingur að nafni Þór Guðjónsson. Hafði hann
stundað laxafræði vestanhafs með háum ríkisstyrk.
Nú þótti forráðamönnum búnaðarmálanna sjálfsagt að
láta bóndann fá lausn frá störfum, en setja „vís-
indamanninn“ til valda í klakmálum. Ólafur tók þessu
með stillingu sveitamannsins, sem veit að hann til- 4
heyrir ekki forréttindastétt landsins, en tók þá að
gefa sig við fræðslustarfi varðandi alifuglarækt og
tilraunum um bætt vinnubrögð við dúnhreinsun. Tókst
Ólafi með athugunum og aðgerðum í dúnhreinsunar-
málum innanlands og utan að þoka vanræktu máli
nokkuð áleiðis. En af laxafræðingi ríkisstjórnarinnar
er það að segja, að hann fylgdi fordæmi annarra jafn-
aldra á svipuðum leiðum. Setti hann upp skrifstofu
með hjálparliði, nokkrum glösum og gegnsæjum píp-
um. Geymdi hann þar ýms líffæri úr fiskum og sýndi
blaðamönnum en þeir skrifuðu vinsamlegar greinar
um „vísindin“ í klakstarfseminni. Laxafræðingurinn
sinnti að mestu þessum ,,vísindum“ og kom sjaldan ^
út til ,,almúgamanna“ Hermanns. Sinnti hann sama
og ekki klakfélögunum og hafði hvorki áhuga eða verk-
lægni til að vinna með sveitafólkinu. Enga leiðbein-
ingu gat hann heldur gefið bændum um heppileg vinnu-
brögð við að leigja veiðihlunnindi á heppilegan hátt.
Kostnaðurinn við hið „vísindalega“ skrifstofuhald varð
fimmfaldur í samanburði við ráðanautsstarf bóndans
á Hellulandi, meðan hann kom skipulagi og nýju lífi