Ófeigur - 15.12.1950, Page 18

Ófeigur - 15.12.1950, Page 18
18 ÓFEIGUR Kjartan þótti ófær hjá krötum vegna kommúnisma, en fékk þegar til kom fullan stuðning úr háborg íhalds- ins. Þegar þessi málalok fréttust um bæinn var Kjart- ani almennt fagnað eins og manni, sem hefur komizt bæði á norður og suðurpólinn. Þótti hann vera mikill gæfumaður að hafa siglt skipi sínu heilu milli háska- legra boða og blindskerja. Gamall krati, sem hafði séð og heyrt. margt um dagana í mannvirðingaveiðiferðum flokksins sagði, meðan hlutur Kjartans sýndist óvæn- legur, að örlög þessa Hafnfirðings væru furðuleg. Sá sem lengst hefði soltið fyrir flokkinn ætti á gamals aldri að vera sveltur eftir skipun flokksins. # Jón Árnason átti eftir að vera léttvægur fundinn víðar en í trúnaðarráði krata. Hann hefir í meira en 30 ár verið einn af þýðingarmestu úrræðamönnum Framsóknarflokksins og gefið þeim flokki miklu meira af lífvænlegum hugmyndum heldur en allir þeir menn samanlagðir, sem gengt hafa ráðherrastörfum fyrir þann flokk síðustu 18 árin. Alveg sérstaklega hafði Jón Árnason lagt til svo að segja allar skipulagshug- myndir varðandi afurðasöluna, sem Hermann og Ey- steinn flutu á frá 1934—40 En Jón Árnason hafði aldr- ei gengizt undir bolsivikasmjaður þeirra félaga og sagt fyrir um afleiðingarnar af giapráðum þeirra eins og reynslan hefur sýnt. Eysteinn hefir sérstaklega óskað eftir að vera laus við allt aðhald frá manni, sem bar svo glöggt skyn á velferð landsins og hafði í þeim efnum víðtæka reynslu og skarpa dómgreind. Fyrir tilhlutun Eysteins hafði Jón bankastjóri með naum- indum náð kjöri í miðstjórn flokksins á undangengnum flokksþingum. En á flokksþingi Framsóknar í vetur vildu margir hinna óreyndari og óvitrari pilta hreinsa burtu alla þá menn, sem enn voru eftir af því liði sem borið hafði þyngstar byrðar, meðan stefnt var hærra en að valdastreitu og biltingaveiðum. Voru þá um stund vígðir falli Jón Árnason, Sigurður Kristinsson og Vil- hjálmur Þór. Sló nokkrum ugg á hina ráðsettari menn, þegar fréttir bárust um þennan viðbúnað. Kallaði for- sætisráðherra skagfirsku fulltrúana á fund og bað þá hafa bætandi áhrif á mannsöfnuðinn svo að ekki yrði snúist að glapráðum. Var samþykkt á þessari samkomu að höggva ekki upp hin viðamiklu tré úr samvinnuhópn-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.