Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 21
ÓFEIGUR
21
ef Gunnar Bjarnason ætti að fá tækifæri til að gera
bændastéttinni gagn og það svo a;ð um munaði og
ekki yrði véfengd þýðing þessa starfsmanns bænda.
Ritaði hann upp á eindæmi bréf til Þýzkalands um
að þetta mál kæmi félaginu ekkert við, en væri ef til
vill einkamál eins af ráðunautum þess, Sagði Páll að
enginn kæmi á fundinn frá Búnaðarfél. Islands. Var
| gustur mikill meðal nákomnustu fylgsmanna P. Z. og
sögðu þeir, að rétt væri að halda Gunnari föstum við
búnaðarkennsluna á Hvanneyri, svo að hann færi ekki
á eigin kostnað að rjála við þetta áhugamál sitt suð-
ur í Rínardal, þar sem landið hafði haft þrjá þing-
skörunga í drepandi hita en aðgerðalausa, í sumar sem
leið. Brátt vitnaðist um tiltæki Páls, og þótti það bera
vott um meiri heimsku og skemmdarverkahneigð held-
ur en jafnvel kunnugir bjuggust við af honum. Kom
málið bæði til athugunar í stjórn Búnaðarfélagsins og
hjá ríkisstjórninni. Ekki er vitað um aðstöðu einstakra
manna, nema að forsætisráðherra og Pétur Ottesen
töldu sjálfsagt, að Gunnar færi á fundinn og héldi
uppi málstað landsins. Varð Páll Zoph. nú, eins og
l endranær, þegar upp kemst um hugarfar hans, að geifla
á saltinu og kyngja fávíslegum ráðagerðum sínum. Fer
Gunnar á fundinn. Er um mikið hagsmunamál að ræða.
Norðmenn og Danir geta sett á markað í stærri lönd-
um álfunnar allt að 30 þús. smáhesta hvor. íslending-
ar gætu ekki, þó að markaður opnaðist, flutt út nema
sem svarar 3000 hesta árlega, nema meiri og full-
komnari hestarækt komi til sögunnar, en að því marki
stefnir Gunnar Bjaruason með öllum aðgerðum sínum
í hrossaræktinni. Hefur honum áunnizt mikið, og er
forysta hans um þessa alþjóðlegu félagsmyndun til
sæmdar honum og landinu. Framkomu P. Z. geta bænd-
ur metið eftir málavöxtum.
^ Löve er mest táknrænn af öllum hinum stofulærðu,
ungu vísindamönnum landsins. Hefur saga hans fram
á síðastliðinn vetur verið rakin í Ófeigi. Um það leyti
hafði hann gengið burt frá Úlfarsá og heimtað af
Bjama Ásgeirssyni nýjan samastað á jarðhitalandi í
Mosfellssveit. Bjarna þótti vísindamennska Löves mjög
hugstæð og lét ríkið útvega gott og mikið hlunninda-
land, nærri Korpúlfsstöðum og stóð til að hýsa þar