Ófeigur - 15.12.1950, Page 23

Ófeigur - 15.12.1950, Page 23
ÖFEIGUR 23 brandur Jónsson að fást við útreikninga í Hólakirkju- garði á grunni dómkirkjunnar. Er sennilegt, að Páll Zophoníasson, sem flutti um þetta leyti norður, hafi látið þessar rannsóknir hlutlausar. Ríkisstjórnin veitti Guðbrandi ekki leyfi til að skipta sér á einn eða ann- an hátt af beinum biskups og sona hans. En í kyrþey tekur Guðbrandur sér fyrir hendur að leita að bein- um þeirra Hólafeðga til að flytja þau burtu. Taldi hann sig hafa fundið þrjár beinagrindur á þeim stað, sem líklegt mætti telja að verið hefði gröf þeirra feðga. Svo hljóðlega fór Guðbrandur í þessu máli, að Skag- firðingum virðist hafa verið með öllu ókunnugt um þetta athæfi nema ef vera skyldi einhverjum sárfáum samsektarmönnum. Ekki er vitað, hvar Guðbrandur hef- ur falið beinagrindurnar þrjár fyrstu ár eftir upp- gröftinn, en þær munu þó hafa verið einhversstaðar í höfuðstaðnum. Að lokum spurðist til beinagrind- anna í kaþólsku kirkjunni og voru þær þá geymdar í smekklegri kistu. Hefir Hólabiskup í Landakoti að lík- indum látið gera kistuna og búa veglega að helgum dómi píslarvottanna svo sem er siður k.aþólskra manna. En ekki tóku kaþólsku prestarnir við beinum þeirra feðga til varanlegra geymslu, sennilega af því, að þeir þekktu umráðamanninn og hafa áreiðanlega efast um gildi heimildanna fyrir uppgreftrinum. Þeir hafa viljað búa heiðarlega að minningu hinna frægu feðga, en ekki blandað sér að öðru leyti í þessar framkvæmdir Guð- brandar. Hann mun að vísu telja sig kaþólskan mann. Það er mál manna að af tilteknum og mjög skiljanleg- um ástæðum ætli hin æruverðuga móðurkirkja ekki að veita þessum umsækjanda viðtöku í söfnuðinn fyr en komið er að því augnabliki þegar Guðbrandur yfirgefur í einu lúterskuna og jarðlífið. Stóð málið með þessum hætti þegar Sigurgeir Sigurðsson tók við bisk- upsdómi á íslandi. # Nokkur pati hafði borizt út um uppgröftnn og að Guðbrandur hefði ferðazt með bein Hólafeðga stað úr stað líkt og banamenn Þorgeirs Hávars- sonar með höfuð fornkappans, en að lokum og það ekki alls fyrir löngu hefðu þau hafnað í Landa- kotskirkju. Sigurgeir biskup virðist einn meðal höfð- ingja kirkjunnar, hafa skilið til fulls muninn á mann-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.