Ófeigur - 15.12.1950, Side 27

Ófeigur - 15.12.1950, Side 27
ÖFEIGUR 27 Hann skorti hvorki áhuga eða elju til að leiða málið til lykta á þann hátt, sem hann taldi mest til sóma sínum fræga fyrirrennara. Þess vegna vaknar sú spurning: Hversvegna lætur biskup ekki flytja bein þeirra feðga beint inn í turninn á Hólum? Hversvegna er frægasti píslarvottur íslenzku þjóðarinnar ekki látinn hvíla í eina stórfellda minnismerkinu, sem reist hefur verið yfir nokkurn Islending? Því mun vera fljótsvarað. Álits- Ieysi Guðbrandar var hér sem endranær til hindrun- ar meðferð réttra mála, ef þau snerta hann að ein- hverju leyti. Guðbrandur hefur grafið í kirkjugarðinn í fullu heimildarleysi og tekið þar bein þriggja manna. En fyrir kenningunni, að þetta séu bein Hólafeðga, eru engin rök nema framsláttur þess Islendings, sem hef- ur minna af þeim eiginleikum, sem prýða vísindamann heldur en nokkur annar kunnur maður hér á landi. Niðurstaða allra athugana um þetta mál hlaut því að vera á þá leið, að þetta g æ t u verið bein þeirra feðga, en það g æ t u eins vel verið jarðneskar leif- ar allt annarra manna. Af þessari ástæðu var bisk- upi mörkuð ákveðin leið: Sæmd lands og þjóðar krafð- ist, að ránsfeng Guðbrandar væri skilað aftur í Hóla- kirkjugarð, en að ekki væri treyst á fræðilegar skýr- ingar beinatökumannsins. Voru þetta bein Hólafeðga eða annarra manna, sem grafnir voru í þessum kirkju- garði? Hvort heldur sem var, mátti telja skýlausa skyldu yfirmanns þjóðkirkjunnar að skila beinunum í kirkjugarðinn eftir hinn óvirðulega suðurflutning þeirra. Auk þessara röksemda má telja víst, að Hermann, sem að lokum veitti hið torfengna leyfi, eingöngu vegna turnvígslunnar, hafi lagt áherzlu á að farið væri með mikilli leynd í öllu heimflutningsmálinu. Guðbrandur var brjóstvinur ráðherrans og hann hafði eins og nú er komið, gildar ástæður til að biðja um þögn. Fleiri gátu óskað hins sama. Allir þeir mörgu menn, sem áttu að risa einhuga gegn athæfi Guðbrandar, en höfðu þagað, sér til varanlegrar hneisu, hlutu að gleðjast mest af því, að beinin kæmu sem allra hljóðlegast heim að Hólum og engri Líkaböng væri nú fórnað til hátíð- legrar hringingar til minningar um píslarvottana frá 1550. * .Það er ekki að öllu leyti ánægjulegt fyrir forystu-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.