Ófeigur - 15.12.1950, Page 30
30
ÓFEIGUR
konar rannsókn á forystu Pálma Loftssonar á land-
helgisgæzlunni. Hé^ var sýnilegt, að í þingi og stjórn
var uppi ákveðin löngun til að gerbreyta því skipu-
lagi, sem Pálmi Loftsson hafði myndað og mótað með
tuttugu ára staðfastri og giftudrjúgri vinnu. Þar sem
svo vill til, að ég hef í meira en þrjátíu ár fylgzt með
þróun þessara mála og tel, að Pálmi Loftsson hafi
á þessum umrædda vettvangi verið stórhuga og skap-
andi, en þó gætinn, svo að af ber, þykir mér hann verð-
ur þakklætis og viðurkenningar fyrir dagsverk sitt, en
ekki tortryggni og ofsókna. Hygg ég, að þjóðina skipti
miklu að fá í þessu efni glögg gögn til að byggja á
dóma sína. Hef ég þess vegna talið við eiga, að bera
fram fyrir alþjóð manna heimildir, sem skera úr um
það, hversu unnið hefur verið að strandgæzlu og strand-
siglingamálum síðan um 1920. Þá eiga menn hægra
með að meta starf Pálma Loftssonar í þágu lands og
þjóðar.
II.
Ráðueyti Trjggva Þórhallssonar.
Haustið 1927 komu tveir nýir flokkar, bænda og
verkamanna, til valda á íslandi. Ráðuneyti Tryggva
Þórhallssonar var næstum heilt kjörtímabil stutt af
báðum þessum flokkum. Með nýjum mönnum komu
ný viðhorf um fjölmörg þjóðfélagsmál. Hafði áhrifa
bænda og verkamanna mjög gætt í landsmálum frá
1917. Hélt sú þróun áfram lítt breytt fullan aldar-
fjórðung. Er það mál manna, að í engu landi í álf-
unni hafi á svo skömmum tíma orðið jafngagngerð-
ar breytingar til framfara og hér á landi á árabilinu
1917—1942. Hvíldu framkvæmdir landstjórnarinnar
mjög á okkur Tryggva Þórhallssyni. Unnum við báðir
að því verki, sem hér verður gert að umtalsefni, en
það var alger nýskipun samgöngumála með ströndum
fram og vemdun landhelginnar. Stóðum við báðir að
því þýðingarmikla samkomulagi, sem gert var um for-
stöðu þesesara mála við Pálma Loftsson skömmu fyrir
Alþingishátíðina 1930. Atvik höguðu því svo, að ég
hafði í fyrstu meiri áhuga fyrir strandferðunum en
landhelgisgæzlunni, en strandsiglingamar tilheyrðu at-
vinnumálunum, sem vom undir umsjón Tryggva Þór-