Ófeigur - 15.12.1950, Page 42

Ófeigur - 15.12.1950, Page 42
42 ÓFEIGUR að stundum veiðist sama og ekki neitt í kasti á tog- ara, en stundum mikið og þess á milli mjög breytilega. Magnús Guðmundsson hreyfði aldrei framar þessa skýrslu og sýndi Pálma Loftssyni fulla kurteisi og viðurkenningu fyrir störf hans. Var ofsókn þessi að kenna öfgafullum flokksbræðrum ráðherrans. En þeg- ar ráðherrann sá, að Skipaútgerðin hafði verið afflutt af fákænum og miður góðgjörnum mönnum, lét hann áróður þeirra móti Pálma Loftssyni eins og vind um eyrun þjóta. Lauk svo endurskoðun Ludvigs C. Magn- ússonar. XIX. Dulsmálssvikin sönnuð. Með stjórnarskiptunum 1932 féll niður í bili öll eftir- grennslan varðandi misfellur loftskeyta, og fór því svo fram, þar til stjórn Framsóknarmanna og Alþýðu- flokksins tók við stjórnartaumunum á miðju ári 1934.. Framkvæmd landhelgisgæzlunnar var þá aftur flutt í Skipaútgerð ríkisins. Meðan við Pálmi Loftsson höfð- um unnið saman að þessum málum, voru gerð- ar allmiklar athuganir á því, hversu dulmálasskeytin væru notuð. Eftir að Pálmi Loftsson tók aftur við daglegri framkvæmd gæzlunnar, hélt hann áfram þess- um rannsóknum, alveg eins og lögregla þingstjórnar- landanna gerir skyldu sína, er hún leitar að gögnum móti þeim landráðamönnum kjarorkufræðinnar, sem láta vitneskju af hendi til óvinanna fyrir fjárhagsleg hlunnindi. Kom þar að lokum, að ýmsar sannanir bár- ust lögreglunni í hendur um dulmálsnotkunina. Hátt- settur trúnaðarmaður í þjóðfélaginu týndi á almanna- færi dulmálslykli, sem hann hafði notað til að leiðbeina togara inn í landhelgina. Enskur togari strandaði hér við land, og við björgun þess skips fannst dulmáls- lykill, sem var miðaður við umboðsmenn skipsins í landi. Snerist dulmál enska skipsins um íslenzku varð- skipin og hreyfingar þeirra. Þá tókst að lokum að uppgötva með einföldum aðferðum grunsamlegt athæfi í landhelgisnjósnum í fari allmargra íslenzkra borg- ara í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Reykjavík og ísa- firði. Þegar nægilegum gögnum hafði verið safnað gegn mönnum þessum, var gerð húsrannsókn hjá þeim öll-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.