Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 46

Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 46
46 ÖFEIGUR inið af öðrum dugandi borgurum í sveitum og við sjó vildu hafa örugga landhelgisgæzlu og skildu til fulls mikilvægi hennar. Dragnótaveiðar höfðu tíðkazt, en færðust nú í aukana. Frá þeim stafaði landhelginni verulega hætta um rányrkju, þegar farið væri að stunda hana í stórum stíl. Hitt var þó öllu ískyggilegra, þeg- ar fslendingar tóku að stunda botnvörpuveiðar með togbátum. Sú venja færðist mjög í vöxt síðustu árin áður en Hitler hóf heimsstyrjöld sína. Á hið sama við um dragnótaveiði og togveiði vélbáta, að mikil freist- ing er fyrir slíka útgerð að sækja fast á landhelgis- veiðar. Kom þar,, að togþátar og dragnótaþátar urðu öllu hættulegri fyrir uppeldi ungfisksins í landhelginni en sjálfir togararnir. Jafnframt gengu margir af for- ráðamönnum þeirrar útgerðar í lið með andstæðing- um góðrar landhelgisgæzlu. Kom þetta þreytta við- horf fram í átakanlegum og sorglegum myndum. Sam- hliða aukinni ásókn vélbáta til ólöglegra veiða kom ný tækni til hjálpar lögbrjótunum. Meginþorri allra skipa og vélbáta fékk talstöðvar og miðunartæki. Þetta voru að flestu leyti æskilegar og þýðingarmiklar fram- farir í tækni. Sjómannastéttin fékk með þessum tækj- um mjög aukið öryggi á sjónum og stórlega bætta aðstöðu við atvinnureksturinn. En þessa tækni mátti misnota til ólöglegra athafna í landhelginni, og það var líka gert, og það á mjög áberandi hátt, eins og síðar kom í ljós, þegar heilir bátaflotar voru staðnir að ólöglegum veiðum fyrir norðan og sunnan land. Dulmálsskeytin gátu nú horfið hljóðlaust. Forráða- menn skipa og báta gátu nú talað saman að vild til aðstandenda í landi og fengið vitneskju um málefni landhelgisgæzlunnar. Og með miðunartækjum gátu sjó- menn fengið tiltölulega 'glögga vitneskju um hreyfing- ar varðskipa og varðbáta, ef þeir létu til sín heyra með loftskeytum. Pálmi Loftsson tók þá það ráð, að láta varðskip og varðbáta ekki senda skeyti nema brýn nauðsyn krefði, en veita þó á vissum tilteknum tím- um móttöku vitneskju með loftskeytum, sem ekki var svarað frá gæzluliðinu. Þegar hér var komið sögu, hlaut landhelgisvörnin að byggjast að mestu leyti á vopnuðum vélbátum og flugvélum, þegar þeim varð komið við. Bátastefnan fékk nú með hverju ári meiri stuðning í sambandi við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.