Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 63

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 63
ÖFEIGUR 63 yrt, um annan eiganda fyrirtækisins, sem hafði á áber- andi hátt svift sig lífi eftir að upp komst um brun- ann, að hann væri saklaus, áður en nokkur rann- sókn hafði farið fram. Þá var fjarstæða, að fullyrða nokkuð um sakleysi eða sekt Jóns Guðmundssonar. Allur framsláttur á því stigi hlaut að veikja aðstöðu dómarans og líklegur til að gera málstað hins vinsæla en nýdána manns beinan skaða heldur en gagn. Næsta yfirsjón dómarans var að senda Pétur Pálsson að Kleppi, án þess að bera málið undir dómsmálaráðu- neytið. Á þeim tíma virðist enginn íslenzkur lögfræð- ingur hafa áttað sig á, að slíkar sendiferðir manna, sem eru undir sakamálsrannsókn, eru algerlega í mót- sögn við anda og efni nútíma hegningarlöggjafar. Norð- urálfuþjóðir, með Breta í fararbroddi, hafa algerlega breytt miðaldaviðhorfi manna í þessu efni. I stað þess að fanginn, eða hinn sakfelldi maður, voru áður alger- lega á valdi dómarans og þar áttu oft hlut að máli verstu óvinir fangans, gerir nútíma löggjöf ýtarlegar ráðstafanir til þess að fanginn njóti fyllsta öryggis í fangelsinu, meðan stendur á rannsókn, og dvalar í dýfl- issu að felldum dómi. Fangaklefinn, fæði og öll aðbúð þarf að vera í samræmi við lífskjör frjálsra og heil- brigðra manna. Vandamenn fangans fá að heimsækja hann í fangelsinu. Hann getur útvegað sér aðstoð mál- færslumanna og borið sig upp undan meðferð á sér, ef hún er að einhverju leyti í ósamræmi við fastsettar reglur vestrænna þjóða. Þegar rannsóknardómari úr- skurðar gæzlufanga til vistar á geðveikraspítala, þá er fanginn kominn í aðstöðu, sem líkist réttleysi miðald- anna. I slíku sjúkrahús ríkir einveldi. Sjúkrahúslækn- irinn telur sig í flestum tilfellum færan um að rann- saka fangann, og það gerist með athugunum og yfir- heyrslum, sem eru ólíkar rannsóknum nútíma lögfræð- ings. Kunnáttumaður í geðsjúkdómum telur að lögfræð- ingar, hjúkrunarkonur og venjuleg vitni hafi alls ekk- ert vit á rannsóknarkerfi og vinnuvenjum þeirra. Hér skal ekkert sagt um dvöl Péturs Pálssonar á Kleppi. Ekkert liggur fyrir í því efni, nema bréf Helga Tómas- sonar til dómstólanna eins og þau koma fyrir í máls- skjölunum. En menn, sem hafa verið fyrir rannsókn- arrétti af þessu tagi í öðrum löndum hafa mjög mis- jafnar sögur að segja af aðbúðinni. Þykjast þeir stund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.