Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Qupperneq 14
14 7. júní 2019FRÉTTIR irlestra sem hann hefur áhuga á því að sitja, einnig var salur með básum þar sem starf annarra að- ila var kynnt, allt frá forvörnum til meðferðarúrræða. Hópurinn og þá sérstaklega Andrea, sem er mastersnemi í heilbrigðisvísind- um með áherslu á geðheilbrigði og sérhæfir sig í misnotkun á lyf- seðilsskyldum lyfjum, var fljót- ur að heillast af hugmyndinni að sitja eins marga fyrirlestra og hann mögulega gat og drekka í sig vit- neskju en það sem kom þeim einna helst á óvart voru ekki fyrir- lestrarnir sjálfir heldur básarnir en þeir gáfu hópnum ekki síður þekk- ingu en fyrirlestrarnir. „Á básunum sáum við hvað aðrir voru að gera og áhugavert var að sjá að önnur erlend félög voru með verkefni í gangi sem mörg hver líktust okkar átaki að einhverju leyti, þau verkefni höfðu þó öll verið lengur í þróun og framkvæmd. Við enduðum á löng- um og innihaldsríkum samtölum við sérfræðinga, aðstandendur og aðra sem þekkja til málefnisins og við uppfræddum okkur eins og við gátum. Allir voru tilbúnir til að aðstoða okkur, veita okkur þekk- ingu og deila með okkur þeirra reynslu, kennsluefni og svo fram- vegis. Þvílík samstaða sem maður fann og maður upplifði að við öll værum að vinna að sama mark- miði, það er að segja að sporna við og draga úr misnotkun lyfseðils- skyldra lyfja og annarra fíkniefna. Hvernig fólk vann að því mark- miði, á hvaða þjónustustigi fólk vann, eða eftir því hvaða aðferða- fræði það vann eftir, skipti ekki máli og flokkaði fólk ekki niður heldur voru allir þarna til að læra og sjá hvernig hægt væri að mynda samráð sín á milli. Það fékk okkur líka til að hugsa hversu mikilvægt það er að við Íslendingar stönd- um saman, við höfum nú þegar sýnt gríðarlega samstöðu og var það eitt af því sem fólk hjó eftir og dàðist að þarna úti, hversu mikil samstaða varð með Ég á bara eitt líf-þjóðarátakinu á svona stuttum tíma. En betur má ef duga skal því við eigum verk að vinna og eins og Dr. Frances S. Collins, forstjóri National Institutes of Health, sagði á ráðstefnunni: „Við komumst ekki í þetta ástand á einni nóttu og við leysum þetta ekki á einni nóttu. Þarna þarf „allar hendur á þilfar og brettum upp ermar“-verkefni.“ Þetta á algjörlega við um þann samfélagsvanda sem við stöndum frammi fyrir hér á Íslandi. Við get- um ekki setið og horft á allar þær birtingarmyndir sem misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðr- um fíkniefnum er að skilja eftir sig; dauðsföllin, bílsslysin, geðrænu vandkvæðin og svo framvegis. Því miður hefur þetta ástand ágerst hratt og farið fram úr okkur, tím- inn er ekki að vinna með okkur og þurfa handtökin því að vera snögg en áreiðanleg,“ segir Andrea Ýr. Hópurinn þegar farinn að nýta hugmyndir frá ráðstefnunni Hópurinn segir erfitt að segja í stutt máli hvað stóð uppúr á ráð- stefnunni en er sammála um að nokkur áhersluatriði beri af: Sam- staða, kærleikur, burt með skömm, tala um og viðurkenna vandann, langtíma átak og nýjar áskoranir þýða nýjar leiðir. „Verkefnin sem vöktu einna helst áhuga okkar, voru marg- vísleg og erum við nú þegar að nýta okkur hugmyndir úr þeim sem við munum mögulega inn- leiða í okkar starf. Í einum fyrir- lestri á ráðstefnunni var farið yfir helstu forvarnarverkefnin þar sem náðst hefur að draga úr mis- notkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum. Verkefn- in hafa borið mismikinn árangur, eru margvísleg og fela í sér mis- mikinn kostnað. Þau verkefni sem sýnt hafa fram á virkni hvað varðar að dregið hafi úr notkun ólöglegra fíkniefna að undanskildu kanna- bis, voru Teen Intervene, Positive Action, Towards no drug abuse, Strengthening families og PRO- SPER. Það vekur mikinn áhuga hjá okkur að sjá hvernig þessi ofan- greindu verkefni eru unnin og get- um við vel hugsað okkur að nýta eitthvað af þeirra gagnreyndu að- ferðum en þar sem við erum að einblína á misnotkun á lyfseð- ilsskyldum lyfjum þá vildum við einnig afla upplýsinga um hvað virkaði varðandi þann málaflokk en þar sem slíkur vandi er ekki eins rótgróinn og notkun ólög- legra fíkniefna þá er ekki til eins mikið af verkefnum þar sem búið er að rannsaka virkni vísindalega. Við sáum þó efnileg verkefni, til að mynda Proper use of prescription drugs (Rétt aðferð við notkun lyf- sseðilsskyldra lyfja) sem er starf sem tekið er inn í skóla, sem inni- heldur verkefni, myndbönd og fleira. Annað verkefni heitir This is not about drugs (Þetta snýst ekki um dóp) sem einnig vinnur með myndband/stuttmynd með leið- andi umræðum og verkefnum í kjölfarið,“ segir Andrea Ýr. Samstarf og samstaða er lykilatriði Andrea Ýr segir að hópnum hafi fundist áhugavert að sjá að gegn- umgangandi í öllum átökunum, þar sem tekist hefur að draga úr misnotkun á lyfseðilsskyldum lyf- jum og öðrum fíkniefnum í ríkjum Bandaríkjanna, þá ríkti samstarf og samstaða milli fólks. Á það ekki einungis við innan samfélagsins, heldur einnig á milli þeirra sem unnu við málaflokkinn, það er að segja allt frá fræðslu/forvörn- um til meðferðarúrræða og þá sér í lagi að löggæsla og tollyfirvöld væru elfd og að þau væru í góðu samstarfi við aðra aðila sem mál- ið varðaði. „Þau samfélagslegu vit- undarvakningarátök, sem taka þó einnig að sér fræðslu/forvarnir, sem heilluðu okkur mest voru Fed Up! og Not my kid. Einnig voru ýmis meðferðarúrræði sem vöktu áhuga okkar, stuðningsúrræði eftir meðferð og stóð þar upp úr bata- samfélagssamtök (e. Recovery Community Organization) í fylk- inu Kentucky sem kallast Voices of Hope (Raddir vonarinnar), nafnið eitt og sér gefur manni hlýju í hjartað. Við getum með engu móti talið upp öll þau verkefni sem gáfu og munu halda áfram að gefa okk- ur innblástur í okkar vinnu en ef áhugi er fyrir því að heyra meira um einstök verkefni, tökum við glöð á móti fyrirspurnum. Þau frábæru verkefni sem við fengum að kynnast í básunum og innsýnin inn í hverju þau hafa áorkað veitti manni von og stað- festingu á að við sem komum að átakinu Ég á bara eitt líf erum á réttri leið hvað varðar okkar ver- kefni. Eins og með öll verkefni, hvort sem það er innan félagasam- taka, ríkis, sveitarfélaga eða hvað annað þá getum við ekki staðið ein frekar en erlendu verkefnin, mikil- vægi þess að sem flestir leggi hönd á plóg og allir vinni saman verður aldrei ofmetið. Með þjóðarátak- inu einu þurrkum við ekki þenn- an vanda út, ekki frekar en önnur verkefni eða stofnanir en með því að standa saman og að allir leggist saman á árarnar getum við öll haft áhrif og fundið svar við því hvernig við vinnum bug á þessum vanda. Enginn einn er með algilt svar um hvernig best er að vinna á þess- um vanda og við sem stöndum að Ég á bara eitt líf erum allavega til í að vera með þeim fyrstu til að viðurkenna að við séum ekki með öll svörin en við teljum okkur þó hafa nokkuð mikið til málanna að leggja,“ segir Andrea Ýr. Á bak við hvert andlát eru ótal mörg líf í sárum Samkvæmt Ólafi B. Einarssyni hjá Embætti Landlæknis, eru stað- fest 39 lyfjatengd andlát árið 2018, samanborið við 30 árið 2017. „Eins og við segjum oft, þó við myndum einungis ná að bjarga einu lífi, þá væri öll okkar erfið- isvinna þess virði. Á bak við eitt líf er manneskja; sonur, dóttir, bróð- ir, vinur og svo framvegis, sem skil- ur eftir sig ótal mörg líf í sárum. Við sem stöndum að þjóðarátakinu getum því miður ekki fengið dýr- mætt líf Einars Darra okkar til baka en við getum lagt okkar af mörkum til að annar dýrmætur einstakling- ur fái kannski tækifæri til að upplifa allt sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er heldur betur þess virði að láta reyna á, það finnst okkur alla- vega og við efumst ekki um að þeir sem vinna í þessum málaflokki eru hjartanlega sammála okkur. Við viljum enda á að hrósa öllum þeim sem vinna í þessum erfiða mála- flokki, sama hvort það er í forvörn- um, stuðningi, meðferð, innan rík- is, sveita, samtaka eða annað. Við vonum að í sameiningu getum við fundið lausn. Förum vel með þetta eina líf sem við eigum, hlúum að geðheil- brigði okkar og annarra, valdeflum okkur og aðra í kringum okkur með fræðslu og forvörnum, stöndum með þeim sem þurfa stuðning og aðstoð, styðjum þá sem náð hafa bata og leggjum okkur fram um að sýna hvort öðru virðingu og kær- leika, það skiptir máli.” n Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Hreifst af verkefninu Andrea Ýr ásamt David Brian Laws sem missti dóttur sína 17 ára gamla. „Hann var svo heillaður af Ég á bara eitt líf þjóðarátakinu og kraftinum í hópnum, að hann vill helst gera okkur af sendiherra fyrir Shatterproof.“ Armbönd átaksins Aníta Rún og Óskar með armbönd átaksins LJÓSMYND: DV/HANNA „Ég á bara eitt líf og þú líka“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.