Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Qupperneq 4
4 8. mars 2019FRÉTTIR Hjúskaparstaða og börn? Kvæntur Lilju Karlsdóttur – við eigum saman þrjár dætur. Bók eða bíó? Bækur, eða réttara sagt hljóðbækur, eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. Hvað er skemmtilegt? Lífið. Úti- vist með fjölskyldunni, skíði, golf og hvers konar hreyfing. Fátt slær þó því við að elda góðan mat með góðum vinum og vínum. Mætti þó sjálfsagt vera meiri hreyfing og minni matur. Hvað er leiðin- legt? Hroki. Fátt fer í taugarnar á mér en hrokafullt fólk gerir það svo sannarlega. Sérstak- lega þegar fara saman völd og hroki. Völdum fylgir ábyrgð og ábyrgð mætti svo gjarnan fylgja meiri auðmýkt. Trúir þú á drauga? Nei. Notarðu regnhlíf? Nei – ég gleymi henni alltaf. Áttu gæludýr? Já, við eigum 9 ára gamlan Dverg-Schnauzer sem heitir Glói. Mikill gleðigjafi fyrir fjölskylduna. Hefurðu gengið á Esjuna? Já, geri það reglulega með fjölskyldunni. Fyrsta atvinnan? Fyrsta sumarstarf- ið var þegar ég var 12 ára að tappa Nivea- kremi í dósir hjá S. Helgasyni, fyrirtæki sem móðurafi minn stofnaði. Eftirminnilegast var sennilega þegar ég hellti niður 200 lítrum af Double Douche-sjampói – þóttist ráða við að færa tunnuna en það reyndist rangt mat. Leiðinlegasta húsverkið? Mér finnst ágætt að græja tiltekt, skúra og ryk- suga. Hins vegar leiðist mér mest að þurrka af og pússa spegla. Besta ráð sem þú hefur fengið? Ég hef fengið svo mörg góð ráð í gegnum lífið frá fjölskyldu og vinum að það er erfitt að greina á milli. Á endanum hafa þau flest snúist um að fylgja hjartanu – nokkuð sem ég hef alltaf gert og hefur reynst mér vel í lífi og starfi. Mannkostir þínir? Það er nú kannski annarra að leggja mat á það. Ég held að það hafi alltaf gagnast mér vel að vera frekar róleg og yfirveguð týpa. Ég reyni að koma fram við fólk af virðingu og muna að það eru alltaf fleiri en ein hlið á málunum. Lestir þínir? Var alltaf óstjórnlega óstundvís en það hefur batnað með árunum. Í seinni tíð er það eflaust helst áunninn athyglisbrestur og óhófleg notkun fréttamiðla í símanum mínum. Hver er fyrsta minningin þín? Man eftir forláta rauðum slökkviliðsbíl sem ég átti þegar ég var u.þ.b. tveggja ára og hláturinn hjá föðurafa mínum þegar hann hrasaði með mig í stiga þegar ég var litlu eldri. Hann lést skömmu síðar og mér þykir alltaf vænt um þessa minningu. Það erfiðasta sem þú hefur gert? Að jarða föður minn. Nammi, snakk eða ís? Alltaf nammi. Fyrsti bíllinn? 1978 módel af Saab 96. Eðalbíll, þó svo að dempararnir hafi verið vitaónýtir og nokkurt ryð komi í gripinn. Eitthvað að lokum? Nei, er þetta ekki bara fínt? Konungsblæti Íslendinga F lott er að fá reista af sér brjóstmynd úr graníti eða bronsi. Enn þá flottara að fá heila styttu á áberandi stað í bænum. Ólafur Ragnar Grímsson er flottur karl og veit vel af því. Það kitlar því hégómann að fá brjóst- mynd á Bessastöðum og máske mun stytta í fullri stærð rísa af honum í fyllingu tímans. Sem fyrrverandi ráðherra og forseti er Ólafur ígildi konungs hér á þessu landi, sem sárlega vantar og þráir blátt blóð. Við Íslendingar erum hrifnir af konungum og það sést best á því hvernig við tilbiðjum forseta vorn. Það sama er ekki uppi á ten- ingnum hjá til dæmis Þjóðverjum og Ítölum, sem einnig hafa valda- lausa forseta. Það veit enginn hverjir forsetarnir Frank-Walter Steinmeier og Sergio Matterella eru. Ekki einu sinni Þjóðverjar og Ítalir sjálfir. Íslendingar gerðu þau klunna- legu mistök að segja sig úr lög- um við Danakonung og taka upp embætti forseta. Ef við gætum snúið til baka í DeLorean-tímavél myndum við ekki gera sömu mis- tökin heldur halda sambandinu við konung eða í versta falli taka upp eigin konungsætt. Það yrði að sjálfsögðu að vera fín ætt með ættarnafn eins og til dæmis Thors, Buch eða Kjerúlf. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru þær þjóðir sem við Ís- lendingar berum okkur sífellt saman við, fyrir utan Finna með sín háu kinnbein og fimmtán fall- beygingar. Danir, Svíar og Norð- menn eiga sínar konungsfjöl- skyldur sem þeir halda mikið upp á og skarta við öll helstu tækifæri. Þetta eru okkar fyrirmyndir. Við upphefjum okkar forseta á stall með konungum og drottn- ingum Norðurlanda. Setjum hann í kjólföt með borða, nælum í hann orður og komum honum fyrir í litlum kastala langt frá ys og þys miðborgarinnar. Forsetar, og reyndar biskupar líka, eru eina fólkið sem við titlum herra og frú. Forsetar okkar eru ekki ald- ir upp frá blautu barnsbeini til að gegna embættinu og því hafa þeir mismunandi sýn á það. Munur- inn á Ólafi og Guðna gæti ekki verið augljósari. Ólafur lítur á sig sem hálfguð en Guðni er vand- ræðalega alþýðlegur. Þeir þurftu hins vegar ekki að aðlagast emb- ættinu, þjóðin aðlagaðist þeim. Það sést best hversu konung- legan brag forsetaembættið okkar hefur þegar kemur að kosningum. Það er alltaf hitamál þegar nýr for- seti er valinn, en þegar búið er að krýna hann þá er ekki aftur snúið. Það þykir argasti dónaskapur og föðurlandssvik að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Tilraun til valdaráns jafnvel. Það er kominn tími til þess að við Íslendingar hættum þessu hálfkáki og viðurkennum að okk- ur langar sjúklega mikið í kóng og drottningu. Við getum þá leiðrétt mistökin frá 1944 og komið okkur saman um ættlegg til þess að taka við tigninni. Eða þá að biðja Mar- gréti að taka aftur við okkur. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Jólin voru eitt sinn bönnuð á Englandi Neanderdalsflauta er elsta hljóðfærið sem fundist hefur, talin vera um 45 þúsund ára gömul Inngrónar táneglur eru arfgengar Íslenskir karlar eru líklegri til að fá lekanda en konur að fá klamýdíu Það eru bakteríur í rigningu Hver er hann n Er með millinafnið Helgi n Fékk fálkaorðuna árið 2011 n Var valinn poppstjarna ársins árið 1969 n Lék í kvikmyndunum Óðali feðr- anna, Djöflaeyjunni og Villiljósi n Söng fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 1995 SVAR: BJÖRGVIN HALLDÓRSSON „Það er kominn tími til þess að við Íslendingar hættum þessu hálf- káki og viðurkennum að okkur langar sjúk- lega mikið í kóng og drottningu AÐALFUNDUR BÍ 2019 Fimmtudaginn 4. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2019 verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf • Skýrslur frá starfsnefndum • Kosningar* • Lagabreytingar • Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Þorsteinn Víglundsson YFIRHEYRSLAN Þorsteinn Víglundsson 389712
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.