Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Qupperneq 5
Þann 22. febrúar sl., strax eftir að sjávarútvegsráðherra hafði tilkynnt, að hann - ríkisstjórnin - myndi leyfa hvalveiðar að nýju - dráp á ekki færri en 2.130 dýrum, á fimm árum - sendi stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, sem auðvitað er langstærsta og þýðingarmesta atvinnugrein landsins, frá sér harðorð mótmæli við þessari ákvörðun, þar sem lýst er vonbrigðum og skilningsleysi samtakanna með þessa ákvörðun og spurningar settar fram um það, á hverju hún byggi eiginlega. Fór þetta nokkuð fram hjá þér, Þórdís Kolbrún? Áður höfðu Hvalaskoðunarsamtök Íslands sent frá sér yfirlýsingu, þar sem fram kom, að höfundar skýrslunnar um „Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“, sem sjávarútvegsráðherra þóttist byggja sín nýju leyfi á, hefðu ekkert samband haft við Samtök ferðaþjónustunnar, Hvalaskoðunarsamtökin eða Íslandsstofu við vinnslu málsins og gerð skýrslunnar. Fannst þér þetta bara í góðu lagi, Þórdís Kolbrún? Eins og þú auðvitað veizt og SAF tekur sérstaklega fram í ályktun sinni, skapar ferðaþjónustan jafn miklar gjaldeyristekjur á einum degi og hvalveiðarnar skapa á einu ári. Er í því glóra, Þórdís Kolbrún, að hætta gífurlegum hagsmunum ferðaþjónustunnar og allra landsmanna í þágu - í þessu samhengi - pínuhagsmuna eins fyrirtækis eða eins manns!? Hvernig getur þú setið þegjandi og hljóðalaus undir þessari illa grunduðu þróun, þessari heimsku og þessari áhættu!? Duga þér þau ummæli skýrsluhöfunda, sem aldrei töluðu við SAF, hvalaskoðunarfyrirtækin eða Íslandsstofu, að „engar vísbendingar séu um að hvalveiðar hafi orðið til þess að margir hafi hætt við Íslandsferð“. Auðvitað fá menn engar vísbendingar, ef þeir kanna ekki málin! Höfundar H.Í. skýrslunnar segja svo, eins og fram kemur í ályktun SAF, að „sennilega hafi hvalveiðar lítil áhrif á ferðamannastraum til landsins“. Skyldu skýrsluhöfundar hafa kastað upp peningi um þetta? Viljum við byggja framtíðina á einhverju „sennilegu“, þegar við getum kynnt okkur málin og öðlast vitneskju um, hvað við erum að gera með okkar fjöregg? Þó að sjávarútvegsráðherra og sú valdaklíka, sem á bak við hann stendur, hafi látið sér þessar ágizkanir skýrsluhöfunda um velferð fjöreggs þjóðarinnar nægja, skal því ekki trúað, að þér, björtum, djörfum og hreinskiptnum ráðherranum, nægi þessi „forkastanlegu vinnubrögð“, eins og segir í yfirlýsingu Hvalaskoðunarsamtakanna. Við beinum hér með þeim eindregnu tilmælum til þín, að þú beitir þér fyrir því, að skoðanakannanir fari fram meðal 5-7 helztu þjóðanna, sem sækja okkur heim og ferðaþjónusta byggir á, um það; 1) hvaða augum þær líta hvalveiðar Íslendinga, 2) hvort veiðarnar muni hafa áhrif á ákvörðun þeirra um það, hvort þeir vilja sækja Ísland heim, og gjarnan má bæta við í leiðinni, 3) hvort hvalveiðarnar muni hafa áhrif á kaup þeirra á íslenzkum vörum. Því miður getum við ekkert traust sett lengur á sjávarútvegsráðherra í þessu máli, okkur til mikilla vonbrigða, fjármálaráðherra virðist innsti koppur í búri þeirrar valdaklíku, sem á bak við þetta gjörræðisverk stendur, og Vinstri grænir hafa svikið sjálfa sig og stuðningsmenn sína og standa rúnir öllu trausti, þannig, Þórdís Kolbrún, að þú virðist ein standa eftir traustsins verð, þó að þú hefðir mátta grípa inn í þetta fyrr. En, enn er lag og enn má leiðrétta feigðarflan sjávarútvegsráðherra, fjármálaráðherra og ærulausra Vinstri grænna. OPIÐ BRÉF TIL ÞÓRDÍSAR KOLBRÚNAR GYLFADÓTTUR, FERÐAMÁLARÁÐHERRA Þórdís Kolbrún; hvernig geturðu setið róleg og hljóð, með hendur í skauti; berð þú ekki ábyrgð á ferðaþjónustunni!? JARÐARVINIR Ole Anton Bieltvedt, formaður VIÐ SETJUM ALLT OKKAR TRAUST Á ÞIG, ÞÓRDÍS KOLBRÚN!!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.