Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Síða 6
6 8. mars 2019FRÉTTIR ÚRVAL AF HJÁLMUM OG ÚLPUM Faxafen 12 108 Reykjavík Sími 534 2727 alparnir.is HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA Allir barna hjálmar 9.995 kr.- Fullorðins hjálmar frá 19.995 kr.- CMP herra úlpur frá 29.995 kr.- UMHVERFISVÆNI RUSLAPOKINN www.igf.is SEGÐ U NE I VIÐ P LAST I Neita að upplýsa kostnað við Harvard-nám framkvæmdastjóra S eðlabanki Íslands neitar að upplýsa DV um hvort og/eða hversu háa upp- hæð bankinn borgaði fyrir framhaldsnám Ingibjargar Guð- bjartsdóttur, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, við Harvard-skóla í Bandaríkjunum árin 2016 til 2017. Að mati blaðsins er ótækt að æðstu stjórnendur Seðlabank- ans eða annarra stofnana geti út- hlutað verulegum gæðum, eins og skólagjöldum í dýrt háskóla- nám, til undirmanna sinna án þess að almenningur sé upp- lýstur um það og hvort öll- um starfsmönnum standi slíkt til boða. Sjónar- mið bankans eru þau að um persónulegt mál framkvæmdastjórans sé að ræða. Neitun bankans hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál sem mun taka málið fyrir í byrjun næstu viku. Fullkunnugt um að refsiheimildir skorti Mikill styr hefur staðið um starf- semi gjaldeyriseftirlits Seðlabank- ans undanfarin misseri. Ekki síst varðandi umfangsmikla húsleit eftirlitsins hjá Samherja og síð- an 15 milljóna króna stjórnvalds- sekt sem bankinn lagði á fyrirtæk- ið árið 2016. Hæstiréttur Íslands ógilti þá ákvörðun bankans og síðan hefur málið verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum. Meðal annars hefur Þor- steinn Már Vilhelmsson, forstjóri Samherja, gengið hart fram og krafist þess að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og aðrir lykil- stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins. Ingibjörg Guðbjartsdóttir, sem er lögfræðingur að mennt, var ráðin forstöðumaður gjaldeyris- eftirlits Seðlabankans í maí 2009 en síðar varð hún framkvæmdastjóri eftirlitsins. Óhætt er að fullyrða að hún hafi gegnt lykilhlutverki í að móta stefnu og áherslur deildar- innar. Sú stjórnsýsla sem var viðhöfð innan eftirlitsins hefur sætt gríðarlegri gagnrýni undan- farið, meðal annars frá Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Al- þingis. Meðal annars snýr gagn- rýnin að því að eftirlitið hafi haldið áfram að rannsaka einstaklinga og fyrirtæki, með mjög íþyngj- andi hætti, þrátt fyrir að stjórn- endum hafi verið fullkunnugt um að engar nothæfar refsiheimildir hafi verið fyrir hendi vegna gjald- eyrisbrota. Ástæðan var sú að ekki lá fyrir samþykki ráðherra fyrir heimild bankans til að beita þess- um refsingum. Starfar fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn Í júlí 2016 var tilkynnt að Ingi- björg væri farin í leyfi frá Seðla- bankanum til þess að hefja meist- aranám í opinberri stjórnsýslu, MPA, við John F. Kennedy School of Government við Harvard-há- skóla í Bandaríkjunum. Kom fram í tilkynningunni að ráðgert væri að Ingibjörg kæmi aftur til starfa hjá Seðlabankanum ári síðar. Neitun Seðlabankans bendir til þess að háskólanámið ytra hafi verið a.m.k. að hluta greitt af Seðlabankanum enda hafi kostn- aður ekki verið greiddur væri bankanum í lófa lagið að upplýsa þar um. Kostnaður við MPA-nám við Harvard hleypur á milljón- um. Það er ekki óþekkt að fyrir- tæki greiði fyrir slíka framhalds- menntun starfsmanna, en oftar en ekki er gert samkomulag um að viðkomandi starfsmaður vinni hjá fyrirtækinu í tiltekinn tíma annars verði námið endurgreitt að fullu eða hluta. Hvort það sé viðhaft hjá opinberum stofnunum liggur þó ekki fyrir. Ingibjörg kom aftur til starfa árið 2017 en aðeins til skamms tíma. Þá kvaddi hún Seðlabankann og hóf störf hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Eins og áður segir óskaði DV eftir formlegri staðfestingu á því að Seðlabanki Íslands hefði greitt fyrir Harvard-nám Ingibjargar, hversu há upphæðin hefði verið og hvort Ingibjörg hafi verið á launum, að fullu eða hluta, meðan á námsleyfi hennar stóð. Til vara óskaði blaðið eftir upplýsingum um hversu marga slíka námsstyrki Seðlabankinn Íslands hafi veitt frá því að Már Guðmundsson tók við sem seðlabankastjóri árið 2009 og heildarupphæð slíkra náms- styrkja. Eins og áður segir hafnaði Seðlabankinn því alfarið að veita DV þessar upplýsingar og bar fyrir sig persónuverndarsjónarmið. Mun Úrskurðarnefnd upplýsinga- mála úrskurða um málið á næst- unni. n Ingibjörg Guðbjarts- dóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Hús Seðla- bankans við Kalkofnsveg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.