Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Page 16
16 8. mars 2019FRÉTTIR É g kom fyrst í fyrra, 2018 í júlí. Strax eftir fyrsta mánuðinn vissi ég að ekki væri allt með felldu.“ Romeo Sarga kom til Íslands í júlí 2018. Hann var kominn hing­ að, með bróður sínum, til að vinna og spara pening. Hann hafði ákveðnar hugmyndir um hvað biði hans við komuna, enda hafði hann hlotið upplýsingar og loforð frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. sem hann var að fara að vinna fyrir. Eftir að hann kom á áfanga­ stað, varð honum þó fljótt ljóst, að þau fögru fyrirheit sem hann hafði fengið, voru í hrópandi ósamræmi við þann veruleika sem tók á móti honum á Íslandi. Hann settist nið­ ur með blaðamanni til að segja frá því af hverju hann hætti hjá starfs­ mannaleigunni Menn í vinnu ehf. og af hverju hann og fleiri fyrrver­ andi starfsmenn eru nú að leita réttar síns með aðstoð Eflingar. Húsnæðið að Hjallabrekku „Fyrst og fremst var það húsnæðis­ vandamál, varðandi gistinguna. Við vorum alltaf of margir í sama herbergi. Þegar það var haft sam­ band við okkur úti, áður en ég kom til Íslands, var okkur tjáð að við myndum búa við góðar aðstæður. Ekkert endilega að við yrðum einir í herbergi. Mér til dæmis var sagt, því ég kom með bróður mínu, að við fengjum að vera tveir einir saman.“ En Romeo og bróðir hans voru ekki í tveggja manna herbergi. Þeir voru yfirleitt 3–4 saman. „Herbergin voru mjög lítil. Við höfðum ekki einu sinni pláss til að leggja frá okkur persónulega muni við hliðina á rúminu. Þetta voru mjög mjög slæmar aðstæð­ ur. Margir sem hafa komið hing­ að endast bara í 1–3 mánuði. Þeir verða óánægðir þegar þeir sjá hvar þeir eiga að búa og hvað launin eru lág og fara því bara heim. Ég er búinn að endast óvenju lengi og með einn hæsta starfsaldurinn.“ DV fjallaði um daginn um málsvarnir starfsmannaleigunnar. Þar greindi fyrirsvarsmaður leig­ unnar, Halla Rut, frá því að Romeo og fleiri hefðu dvalið í flottri ris­ íbúð í Krummahólum þar til þeir fóru í jólafrí heim til Rúmeníu. Romeo segir það rangt, hann hafi bara búið að Hjallabrekku. „Það særði mig að heyra hvaða lygum hún er að dreifa um mig og okkur. Ég hef aldrei verið á öðrum stað eða í annarri íbúð eins og hún heldur fram. Það er ekki satt og ég veit ekki af hverju hún er að halda því fram.“ Sárnaði fréttin Við komuna til landsins fékk Romeo samning til undirritunar sem kvað á um 1.600 króna tíma­ kaup í dagvinnu og 2.800 króna í yfirvinnu. Síðan hafi starfsmanna­ leigan ákveðið að hafa launin 440 þúsund krónur fastar á mánuði fyrir 220 vinnustundir. „Ég veit ekki hvaða samkomu­ lag við eigum að hafa gert, ég fékk aldrei nýjan samning til að skrifa undir. Ég kannast ekki við að hafa samið um föst mánaðarleg laun.“ Eitt ef fyrstu verkefnunum sem Romeo var settur í var að taka til eftir Guns N‘Roses­tónleikana á Laugardalsvelli. Sú vinna hafi verið svört og fengu þeir starfs­ menn sem henni sinntu greidda einhverja fjárhæð sem þeir höfðu enga leið til að sannreyna. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem þeir byrjuðu að fá launaseðla. „Við fengum aldrei launaseðla fyrr en við byrjuðum að ganga á eftir því. Þá fórum við að fá þá raf­ rænt í heimabanka.“ Tungumálaörðugleikar Blaðamaður bar launaseðil fyrir nóvembermánuð undir Romeo sem virtist ekki hafa fengið upp­ lýsingar um hvernig lesa eigi úr launaseðlum. Ýmislegt sem blaðamaður benti honum á varð­ andi frádráttarliði og útreikning launa, kom Romeo á óvart. Til dæmis taldi hann að 10,17% or­ lofsgreiðslur sem bættust við föstu launin væri frádráttarliður sem væri lagður inn á einhvern orlofs­ reikning sem ekki væri til. Frádráttarliðir voru sýndir fyrir hvern mánuð, en einnig samtala um frádráttarliði frá áramótum. Þetta hafði aldrei verið skýrt al­ mennilega út fyrir honum. DV hefur áður greint frá því að starfs­ mannaleigan bæti kjör starfs­ manna eftir vissan reynslu­ tíma. Þetta var ekki skýrt út fyrir starfsmönnum. Um hver mánaða­ mót báru þeir saman launin sín og skildu ekki af hverju þeir fengu mismikið greitt fyrir sömu vinnu. Enda er starfsmannaleigan ekki með túlk á sínum vegum, og því geta tungumálaörðugleikar orðið til vandræða. „Þetta er líka aðalvandamálið. Það koma upp vandamál því það eru alls ekki allir sem tala ensku og svörin eru snörp frá leigunni, ef þau berast yfirhöfuð. Við vorum til dæmis fjórir í sama verki með sama vinnutíma. Ég fékk kannski rúmlega 100 þúsund útborgað á meðan aðrir fengu 20 eða 70 þús­ und. Þá vakna margar spurningar. Til dæmis ég og bróðir minn, við höfum unnið til svona klukkan hálf sex, sex, en aðrir eru kannski til tíu um kvöldið. Svo þegar við berum saman launaseðlana okkar þá var ég að fá miklu meira borg­ að en þeir.“ Peningarnir á bankabók og launamál Romeo segir að samskiptin við Höllu hafi alltaf farið vel fram, en hún hafi stöðugt verið að GRÁTANDI RÚMENINN STÍGUR FRAM n Hafnar málflutningi Menn í vinnu ehf. og vill segja sína hlið n Áttu á hættu að vera sendir fyrirvaralaust úr landi nSagt að það þýddi ekkert að hringja í lögregluna„Það særði mig að heyra hvaða lygum hún er að dreifa um mig og okkur Erla Dóra erladora@dv.is Romeo var hryggur vegna stöðunnar. Mynd/RÚV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.