Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Page 20
20 UMRÆÐA Sandkorn 8. mars 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Látið skoða rassinn ykkar Þ að er orðin árlega hefð að marsmánuður snúist að miklu leyti um að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Svokall- aður Mottumars hefur fest sig í sessi og er það vel. Sá er þessi orð skrifar hefur fylgst með átakinu af aðdáun í gegnum árin. Þátttaka mín hefur þó fyrst og fremst snúist um móralskan, og stundum fjár- hagslegan, stuðning. Ástæðan er sú að ég er taðskegglingur og get því ekki með nokkru móti skartað veglegri mottu nema álímd sé! Eitt af þeim krabbameinum sem hefur verið að færast í aukana hérlendis er krabbamein í ristli. Í hverri viku greinast fjórir einstak- lingar með slíkt krabbamein. Það er umtalsverð fjölgun því ekki fyrir svo löngu voru þrír Íslendingar að greinast með krabbameinið í viku hverri. Þá deyr einn Íslendingur í hverri viku út af ristilkrabbameini. Rétt er að benda á hið augljósa, að ristilkrabbameinið herjar jafnt á bæði kyn. Þetta er sorgleg þróun því ristil- krabbamein er eitt fárra meina sem hægt er að koma í veg fyrir eða finna á byrjunarstigi og auka þar með verulega líkur á lækn- ingu. Það er gert með skimun hjá meltingarfæralæknum. Mælt er með því að allir sem eru 50 ára eða aldri fara í slíka skimun og þróun- in erlendis er á þá leið að ráðlagð- ur aldur fer lækkandi. Einhverra hluta vegna er staðan þó sú að fólk þarf sjálft að hafa frumkvæð- ið að því að hefja þessa vegferð. Því mættu yfirvöld gjarnan breyta. Það þarf að koma upp einhverju kerfi þannig að fólk sé hvatt til þess að panta sér tíma í ristilskimun. Á dögunum fór leiðarahöfundur í slíka skimun, langt fyrir aldur fram. Ástæðan var sú að föður- bróðir minn féll fyrir þessari óværu og í okkar hinsta spjalli hvatti hann mig til þess að undirgangast slíka rannsókn. Ég skal glaður játa að ég var talsvert stressaður fyrir öllu ferlinu, bæði sjálfri aðgerðinni og undirbúningnum. Nauðsynlegt var að borða bara tært og fljótandi fæði í tvo daga fyrir aðgerðina. Eins og vigtin á heimili mínu gef- ur sterklega til kynna þá hef ég ekki misst af máltíð undanfarna ára- tugi og bjóst því við mikilli próf- raun. Þetta reyndist þó vera létt og löður mannlegt verk. Það er í raun- inni öllum hollt að upplifa svengd endrum og eins. Þá var skimunin sjálf mun skárri en ég hafði gert ráð fyrir. Það var þó kannski ekki hápunktur mann- legrar reisnar að klæðast bláum buxum með hlera aftan á. Ég tók skammti af kæruleysislyfi fagn- andi skömmu síðar og síðan vissi ég varla af mér fyrr en skoðuninni var lokið. Þá hysjaði ég upp um mig buxurnar og ég hvet yfirvöld til þess að fylgja fordæmi mínu í þessum málaflokki. Lesendur sem hafa náð 50 ára aldri vil ég ein- dregið hvetja til þess að panta sér tíma í slíka skimun hið fyrsta. n Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Fjölmiðlabann í kjaraviðræðunum Ríkissáttasemjari hefur nú brugðið á það ráð að setja samingafólk í fjölmiðlabann. Ekki hefur farið fram hjá nein- um að aukin harka er komin í kjaraviðræðurnar. Sérstaklega hvað varðar Eflingu og þeirra róttæka formann. Efling hefur boðað verkföll og Samtök atvinnulífsins brugð- ið á það ráð að kæra verkföllin. Ekki er þetta ástand beint til þess fallið að lægja öldurnar. Fjölmiðlabanni hefur áður ver- ið beitt í kjaraviðræðum. Til dæmis eftir að upp úr slitnaði í samningaumleitunum sjó- manna árið 2017. Lilju hyglað Lilja Dögg Alfreðsdóttir kynnti í vikunni aðgerðir til að aðstoða fólk til kennaranáms. Er þetta í samræmi við kosningaloforð Framsóknarflokksins sem Lilja auglýsti hvað mest sjálf. Meðal annars verður hægt að sækja um 800 þúsunda króna náms- styrk til kennaranáms og starfs- námið verður launað. Fær hún nóg af peningum til að setja í sinn málaflokk. Vekur þetta spurningar um aðrar stéttir. Það er ekki aðeins kennaraskortur í landinu. Mik- ið vantar af hjúkrunarfræðing- um, læknum, sálfræðingum og fleiri sérfræðingum innan heil- brigðisgeirans. Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra hlýt- ur að horfa á kynningu Lilju öfundaraugum. Spurning vikunnar Hver ættu lágmarkslaun á Íslandi að vera? „Að minnsta kosti vel yfir 300 þúsund krónur útborgað.“ Dagný Karlsdóttir „250 þúsund krónur.“ Guðjón Smári Smárason „Þannig að þau dugi til framfærslu.“ Guðrún Ágústsdóttir „Pass. Get ekki svarað þessu.“ Gísli Þorsteinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.