Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Side 37
Allt fyrir börnin 8. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Leikfélag Flensborgar setur upp söngleikinn SYSTRA AKT í nýjum búningi. Verkið er byggt á samnefndri kvikmynd og er sýningin stútfull af nýrri tónlist, gríni og dönsum. Leikritið er byggt á hinni geysilega vinsælu bíómynd, Sister’s Act, sem Whoopi Goldberg lék aðalhlutverk­ ið í á sínum tíma. Þegar skemmti­ krafturinn Deloris sér kærasta sinn fremja morð verður henni umhugað um sitt eigið líf. Vitnavernd í Saint Katherin­nunnuklaustrinu er það sem tekur næst við. Henni reynist erfitt að vera eins og hinar nunnurnar og til að halda henni frá vandræðum innan klaustursins er henni falið það verk­ efni að taka þátt í kórnum. Þar brýst gleðin út, en ætli það megi? „Sagan er ótrúlega skemmtileg, við vorum fyrst og fremst að leita að kómísku verki og það er afskaplega mikil kómík í þessu verki og svo eru skrautlegir og skemmtilegir karakterar. Síðast en ekki síst er það gospel tónlistin sem er fjarskalega skemmtileg og þar ætlum við að nota salinn og fá áhorfendur með okkur,“ segir Aldís Ósk Davíðsdóttir, formaður Leikfélags Flensborgarskóla. Leikfélagið hefur verið starfandi lengi en sérlega mikil gróska hefur verið í starfinu síðustu ár. „Við höf­ um verið að setja upp mjög stórar sýningar sem hafa orðið vinsælar,“ segir Aldís. 12 manna leikhópur heldur uppi sýningunni en auk hans segir Aldís að um 10 manna hópur sé til aðstoðar á ýmsan hátt auk þess að koma að sviðsmyndinni. Allir 12 leikararnir syngja á sviðinu en auk þess eru spilaðar upptökur með söng þeirra og tónlistarstjórinn er með hljóðfæra­ leikinn á tölvu. Mikil orka fer í sýningu af þessu tagi og leikkonan sem fer í föt Whoopi Goldberg og leikur Deloris er til dæmis á sviðinu allan tímann og fær ekki sekúndu hvíld. Hún heitir Kolbrún María Einarsdóttir. „Það fer mikil vinna í svona sýningu en við erum svo heppin að Flensborg er heilsueflandi skóli sem leggur áherslu á að nemendur hafi svigrúm til að sinna áhugamálum sínum án þess að það komi niður á námi. Það er líka heilmikið nám að taka þátt í þessu ferli,“ Aldís. Sýningar verða í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Fimm sýningar eru skráðar en Aldís segir líklegt að í það minnsta tvær aukasýningar bætist við. Uppselt hefur verið á allar wsýningar leikfélagsins undanfarin ár. Nánari upplýsingar og miðasala eru á vefnum midi.is. Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.