Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Side 42
42 8. mars 2019 Þ ann 23. ágúst árið 1989 greindi DV frá því að lög­ reglan í Hafnarfirði hefði lagt hald á mikið magn af skotvopnum. Alls fimmtán hólka af ýmsum stærðum og gerðum. Sumar byssurnar voru einhleyp­ ur, aðrar tvíhleypur og sumar marghleypur. Reyndar var um að ræða svo­ kallaðar túttubyssur og hinir seku voru hópur af börnum úr Hafnarfirði og Garðabæ. Voru gerendurnir flestir á aldrinum tíu til tólf ára og höfðu verið í stríðsleikjum í Garðabæ. Túttubyssur eru alls ekki meinlausar en úr þeim er yfir­ leitt skotið steinum eða berjum. Vel er hægt að brjóta rúður eða blinda fólk með þeim. Byssurnar sjálfar eru yfirleitt gerðar úr hvít­ um plaströrum, sem afklipptur „putti“ eða „tútta“ af uppþvotta­ hanska er límd á með einangr­ unarlímbandi. Umræddir krakkar höfðu einmitt skotið á bíl og skemmt hann töluvert. Þetta voru fyrstu skemmdirnar sem lögreglan í Hafnarfirði var vör við af völdum túttubyssa. „Þetta getur verið stórhættu­ legt,“ sagði einn lögregluþjónn­ inn við DV. „Ef hörðum hlut­ um er skotið úr þessum byssum af stuttu færi er eflaust hægt að skaða fólk, ég tala nú ekki um ef það sem skotið er úr þessu fer í augu fólks. Við höfum grun um að krakkarnir skjóti mest smá­ steinum úr þessum byssum.“ Skutu gogginn af önd Þessi vopnafundur varð ekki til í tómarúmi. Eiginlegur túttubyssu­ faraldur hófst á níunda áratugn­ um hjá krökkum landsins. Oft var skipt í fylkingar og barist á hentugum svæðum, til dæmis í kirkjugörðum eða lystigörðum. Var þetta nokkurs konar litabolti (paintball) síns tíma. En börn notuðu túttubyssurn­ ar einnig á málleysingja. Árið 1986 greindi DV frá því að ung­ lingar á Akureyri hefðu drepið tvær endur með því að skjóta þær í höfuðið með túttubyssum. Gerð­ ist þetta með nokkurra daga milli­ bili á andapollinum, fyrir neðan sundlaugina. Þorsteinn Þorsteinsson, sund­ laugarvörður og formaður um­ hverfismálanefndar bæjarins, sagði: „Öndin, sem fannst í fyrradag, var skotin í hausinn þannig að goggurinn rifnaði. Öndin gat ekk­ ert étið og veslaðist því upp og drapst að lokum. Það er komið inn til okkar í sundlaugina annað slagið og okkur sagt frá krökkum við andapollinn með túttubyssur.“ Hin öndin drapst samstundis. Má ætla að þessir unglingar hafi ekki notað ber við skotleiki sína. Lýðheilsulegur vágestur Beinar lýðheilsulegar tölur liggja fyrir um afleiðingar túttubyssu­ æðisins. Túttubyssur orsökuðu 20,6 prósent augnmars reyk­ vískra barna á árunum 1984 til 1993. Var greint frá þessu í Læknablaðinu árið 1995 og tölurnar fengnar frá Landakots­ spítala. Á þessu tímabili voru 133 börn lögð inn á spítalann vegna augnslysa, 109 drengir og 24 stúlkur. Rúmur helmingur þeirra var með augnmar og langflest slysanna urðu við leik. Í þessari rannsókn sást að túttubyssuæðið var í rénun. Á fyrri hluta tímabils­ ins höfðu 26,7 prósent augnmars hlotist af völdum túttubyssa en aðeins 8,7 prósent á seinni hlut­ anum. Túttubyssur eru nú nánast horfnar úr menningu barna og unglinga á Íslandi. En þó stinga þær annað slagið upp kollin­ um. n LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Allir posar frá Verifone taka við snertilausum greiðslum með farsímum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060 Efasemdir um ágæti bílbelta F raman af 20. öldinni var engin bílbelta­ skylda á Íslandi, frekar en annars stað­ ar í heiminum. Árið 1981 voru slík lög sett í fyrsta sinn á Íslandi en þá án viðurlaga og héldu margir lands­ menn áfram að sitja beltislausir í bílum. Þegar byrjað var að sekta árið 1988 breytt­ ist það. Hinar Norður­ landaþjóðirnar settu bílbeltisskyldu á um miðjan áttunda ára­ tuginn. Á þeim tíma hófst mikil umræða um bílbeltanotkun og sitt sýndist hverj­ um. Töldu sumir að bílbeltin heftu frelsi öku mannsins, yllu innilokunarkennd og vanlíðan. Þar að auki voru efasemdir uppi um að beltin björguðu mannslífum. Vísir spurði veg­ farendur hvort lög­ leiða ætti bílbelta­ notkun, einn ágústdag árið 1975 og svörin eru mörg nútímafólki framandi. n Vopnabúr gert upp- tækt í Garðabæ n Túttubyssuæði íslenskra barna og unglinga Marghleypa Túttubyssugerð var frumlegt sport. Andapollurinn á Akureyri Unglingar stútuðu tveimur öndum. 15 byssur Lögreglan í Hafnarfirði gerði vopnabúrið upptækt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.