Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Qupperneq 54
54 SPORT 8. mars 2019 OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is SKILTAGERÐ Ljósakassar Ljósaskil 3D stafir Hönnun Ráðgjöf Uppsetning Hvað er að ungu kynslóðinni? ÞAÐ líður að verkefni hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og líkt og undanfarna mánuði stefnir í að nokkra lykilmenn muni vanta vegna meiðsla. Það er áhyggjuefni hversu illa gengur að endurnýja liðið, frá árinu 2013 hefur liðið þurft að treysta meira og minna á sama kjarnann. Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson hafa horfið á braut, en erfiðlega hefur tekist að fá nýja og yngri menn til að taka að sér lykil­ hlutverk og ábyrgð í liðinu. Þannig eru gamlir refir enn á sínum stað, það er ekkert betra í boði. ÞAÐ verður að teljast slæmt ástand, að eðlileg endurnýjun í liðinu hafi ekki átt sér stað. Aðeins Arnór Sigurðsson virðist ætla að geta stimplað sig inn af yngri mönnum í bráð, hann spilar reglulega með CSKA Moskvu í sterkri deild, stendur sig vel og frammistaða hans hefur vakið athygli stærri liða. Arnór er aðeins 19 ára gamall og er vonarstjarna íslenska fótboltans, hann þarf samt meiri hjálp frá yngri mönnum ef gleðin í kringum fótboltann á að halda áfram á næstu árum. Bestu ár lykilmanna eru senn á enda. ÞAÐ fögnuðu því flestir þegar Albert Guðmundsson, einn hæfileika­ ríkasti knattspyrnumaður sem íslenskur fótbolti hefur séð, gekk í raðir AZ Alkmaar. Hann yfirgaf stórlið PSV í Hollandi og færði sig yfir í minna lið, flestir töldu að þarna myndi stj rna Alberts skína skært. Dvöl hans hjá félaginu hefur valdið mér vonbrigðum. Albert verður 22 ára gamall í sumar og hefur aðeins spilað 1.064 mínútur í deildarkeppni með aðalliði. Sem dæmi má nefna að Gylfi Þór Sigurðsson hafði spilað rúmlega fimm sinnum meira í deildarkeppni með aðalliði á sama aldri. ÉG vona að Albert fari að ná flugi með AZ, hann hefur hæfileika til að sigra heiminn, er í sterkri deild og hjá félagi sem er tilbúið til að gefa yngri mönnum tækifærið. Það væru vonbrigði ef Albert þyrfti að fara niður eina tröppu til viðbótar til að spila með aðalliði. Fleiri leikmenn hafa líka valdið vonbrigðum af kynslóðinni sem á að taka við, Jón Dagur Þorsteinsson, Óttar Magnús Karlsson, Kristján Flóki Finnbogason, Alfons Sampsted, Júlíus Magnússon, Viktor Karl Einarsson, og Tryggvi Hrafn Haraldsson eru dæmi um leikmenn sem eru komnir miklu styttra á sinni leið sem knattspyrnumenn. Vonir stóðu til fyrir örfáum árum að þeir yrðu komnir miklu lengra. Ástæða þess að ég dreg Albert meira út fyrir sviga og skrifa meira um hann er að hæfileikarnir þar eru ótrúlegir, þeir skila mönnum þó aðeins hálfa leið, og nú þarf þessi öflugi piltur að hysja upp brækurnar og nýta hæfileikana til fullnustu. Dómarinn: HULDUMAÐUR ÍSLENSKA FÓTBOLTANS GRÆÐIR Á TÁ OG FINGRI n Frederik Lütt hefur aðstoðað KSÍ í fjölda ára n Ekki fæst gefið upp hvað KSÍ hefur greitt honum F rederik Lütt er nafn sem fáir ef nokkur knattspyrnu- áhugamaður á Íslandi vissi af fyrr en Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur fór að nefna hann á nafn og benda á það starf sem hann hefur unnið fyrir KSÍ. Lütt er þýskur viðskiptamað- ur sem hefur víðtæk tengsl í hin- um stóra knattspyrnuheimi. Hann hefur starfað með og fyrir KSÍ í meira en tíu ár, fyrst fyrir fyrirtæk- ið SportFive, sem nú hefur ver- ið lagt niður. Lütt á nú fyrirtækið Pareteo, en þangað hefur runnið mikið af fjármunum frá KSÍ vegna starfa hans. Lütt hefur komið að samning- um um sjónvarpsréttindi, bæði vegna fótboltans á Íslands og landsleikja. Lütt hefur komið að samningum KSÍ við Errea, sem sér um búninga landsliðsins. Flestir af æfingaleikjum Íslands síðustu ár eiga rætur sínar að rekja til Lütt. Lütt hefur þannig náð sambönd- um í Katar og Asíu, og þangað hef- ur landsliðið ferðast reglulega, oft- ar en ekki frítt. Heimildarmaður DV segir að Lütt hafi þénað vel á þeim ferðum. Hann hefur hjálp- að til við markaðsréttindi erlend- is og fleira. Lütt sést iðulega með starfsmönnum KSÍ á landsleikjum og í kringum verkefni liðsins á er- lendri grundu. Allt í „köttum“ Knattspyrnuheimurinn getur verið flókinn, þar snýst allt um að fá „kött“ eins og sagt er á knattspyrnu- máli. Þannig gerist lítið án þess að milliliður fái sinn skerf af kökunni, miklir fjármunir eru í spilinu og Lütt hefur veitt KSÍ þjónustu gegn því að fá „kött“ af þeim upphæðum sem eru í boði. Ekki er hægt að sjá út úr ársreikningum KSÍ hversu há upphæð hefur runnið til Pareteo, fyrirtækis Lütt. Þeir sem þekkja til málanna segja DV að Lütt haf feng- ið tugi milljóna fyrir að hjálpa KSÍ og líklega yfir 100 milljónir. Trúnaður um samninga við Lütt DV sendi fyrirspurn til Klöru Bjart- marz, framkvæmdarstjóra KSÍ, og spurði um samstarf sambands- ins við Lütt en ekki fæst gefið upp hvað sambandið hefur greitt honum. ,,Eins og flest, ef ekki öll, önnur knattspyrnusambönd (og rekstraraðilar almennt) nýtir KSÍ sér aðstoð innlendra og erlendra sérfræðinga í tengslum við ýmis verkefni. Þar á meðal eru umboðs- menn sem taka að sér að finna og semja um vináttuleiki þegar það á við og hefur það fyrirkomulag gef- ist vel, bæði knattspyrnulega og fjárhagslega. Um þessa samninga ríkir trúnaður eins og almennt er um samninga sambandsins og greiðslur vegna þeirra,“ sagði Klara í svari sínu. Geir Þorsteinsson gerði samstarfs- samning við Lütt, sem rann út árið 2017. Síðan þá hefur Guðni Bergs- son, sem tók við starfinu, nýtt starfskrafta Lütt áfram: „Freder- ik Lütt er einn þeirra sérfræðinga sem KSÍ hefur keypt sérfræði- aðstoð af og hefur hann komið að ýmsum verkefnum fyrir KSÍ í gegnum tíðina. Frederik var með samstarfssamning við KSÍ sem rann út 2017 og var ekki endur- nýjaður. Frederik hefur þó frá þeim tíma, ásamt fleiri milliliðum sem KSÍ hefur unnið með, stund- um aðstoðað við skipulagningu vináttuleikja eins og venja er til, en aðkoma hans að þeim verkefn- um er með nokkuð öðrum hætti en áður.“ n Lütt á ferðalagi með landsliðinu á Ítalíu, ásamt Geir Þorsteinssyni, þá formanni KSÍ. Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.