Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Side 64
8. mars 2019 10. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 522 4600 www.krokur.net Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið Bókabrenna undir Jökli? S öngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og eiginmaður hennar, tón- listarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson, eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga hjónin stúlku sem fædd er árið 2015 og er mikil eftirvænting hjá litlu fjölskyldunni fyrir væntanleg- um fjölskyldumeðlimi. Jóhanna Guðrún var í sviðsljósinu á lokakvöldi undankeppni Ríkis útvarpsins, 2. mars síðastliðinn, fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer í Ísrael í maí. Tók söng konan lagið Is it true, sem heillaði heimsbyggðina fyrir tíu árum og lenti í öðru sæti Eurovision- keppninnar. Frammistaða Jóhönnu Guðrúnar var stór- brotin og í enn eitt skipt- ið minnti hún á sig sem ein besta söngkona sem Ísland hefur alið. Þó duldist fáum að Jóhanna Guðrún var kona ekki einsömul. Jóhanna Guðrún og Davíð gengu í hjónaband þann 21. september á síðasta ári og því er skammt stórra högga á milli hjá parinu. Þau hafa unnið saman að tónlistarsköpun auk þess sem parið treður reglulega upp ásamt valinkunnum hljóð- færaleikurum. Þá stýra þau saman barnakór Vídalínskirkju við góðan orðstír. Eins og áður segir er Jóhanna Guðrún ein þekktasta söngkona landsins en færri vita að Davíð er einn af fram- bærilegustu gítarleikurum landsins. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana því fað- ir hans er gítargoðsögnin Sig- urgeir Sigmundsson sem hefur leikið í hljómsveitunum Start, Gildrunni og Drýsli. Jóhanna Guðrún og Davíð eiga von á barni Síðasti upplestur Elísabetar E lísabet Jökulsdóttir skáld mun lesa upp úr verkum sínum í síðasta skipti föstudaginn 8. mars í  Iðnó. Þar fer fram viðburðurinn Norna- seiður á vegum Rauða skáldahússins í til- efni af Alþjóðadegi kvenna. Konur munu sjá um alla dagskrána, þar á meðal  tón- listarkonurnar  Skaði og  ÍriiS  og spákon- an Snæugla. Elísabet mun lesa ljóð upp úr bókinni Enginn dans við Ufsaklett og verður upp- lesturinn lesinn samhliða af enskum þýð- anda. „Svo hef ég ekki ákveðið nákvæm- lega hvað ég mun gera, það ræðst ekki fyrr en svona klukkutíma fyrir sýninguna.“ Viðburðurinn er gerður að fyrir- mynd frá  New  York, sem ber heitið The Poetry Brothel, og gengur út á einkalestur. „Allt  Iðnó  verður undirlagt. Þarna verða eldgleypar og fólk í búningum og með grímur. Orkubomban Nanna Gunnarsdóttir sér um þetta og tek- ur á móti öllum. Hún hefur áður séð um Fringe Festival í Reykjavík.“ Leiði uppretta afreka Af hverju verður þetta þinn síðasti upp- lestur? „Ég hef verið að lesa í þrjátíu ár. Uppi á fjöllum, í Akraborginni, elliheimilum, í flugvélum og úti um allt. Ég ákvað að það væri kominn tími til að breyta til. Ég hef áður fengið þessa tilfinningu, í upplestri í MH, þá ákvað ég að kveikja í bókinni og lesa á meðan hún brann. Maður á að taka mark á þessum tilfinningum. Leiði getur verið uppspretta mikilla afreka.“ Hvað tekur við hjá þér? „Ég fer á bókamessu í Póllandi þar sem það var verið að þýða Engan dans við Ufsaklett á pólsku. Svo ætla ég að dvelja þar í tveggja vikna fríi. Síðan er ég að skrifa nýja bók sem gefin verður út á þessu ári, um samband mitt við pabba og sjálfa mig. Það eru náttúrlega allir bún- ir að fá leiða á þessari fjölskyldu sem er alltaf að skrifa um Jökul Jakobsson. En ég mun  pönka  þetta upp og síðan brenna upplagið,“ segir Elísabet og hlær. „Og dansa í öskurústunum.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.