Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Qupperneq 64
8. mars 2019 10. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 522 4600 www.krokur.net Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið Bókabrenna undir Jökli? S öngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og eiginmaður hennar, tón- listarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson, eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga hjónin stúlku sem fædd er árið 2015 og er mikil eftirvænting hjá litlu fjölskyldunni fyrir væntanleg- um fjölskyldumeðlimi. Jóhanna Guðrún var í sviðsljósinu á lokakvöldi undankeppni Ríkis útvarpsins, 2. mars síðastliðinn, fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer í Ísrael í maí. Tók söng konan lagið Is it true, sem heillaði heimsbyggðina fyrir tíu árum og lenti í öðru sæti Eurovision- keppninnar. Frammistaða Jóhönnu Guðrúnar var stór- brotin og í enn eitt skipt- ið minnti hún á sig sem ein besta söngkona sem Ísland hefur alið. Þó duldist fáum að Jóhanna Guðrún var kona ekki einsömul. Jóhanna Guðrún og Davíð gengu í hjónaband þann 21. september á síðasta ári og því er skammt stórra högga á milli hjá parinu. Þau hafa unnið saman að tónlistarsköpun auk þess sem parið treður reglulega upp ásamt valinkunnum hljóð- færaleikurum. Þá stýra þau saman barnakór Vídalínskirkju við góðan orðstír. Eins og áður segir er Jóhanna Guðrún ein þekktasta söngkona landsins en færri vita að Davíð er einn af fram- bærilegustu gítarleikurum landsins. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana því fað- ir hans er gítargoðsögnin Sig- urgeir Sigmundsson sem hefur leikið í hljómsveitunum Start, Gildrunni og Drýsli. Jóhanna Guðrún og Davíð eiga von á barni Síðasti upplestur Elísabetar E lísabet Jökulsdóttir skáld mun lesa upp úr verkum sínum í síðasta skipti föstudaginn 8. mars í  Iðnó. Þar fer fram viðburðurinn Norna- seiður á vegum Rauða skáldahússins í til- efni af Alþjóðadegi kvenna. Konur munu sjá um alla dagskrána, þar á meðal  tón- listarkonurnar  Skaði og  ÍriiS  og spákon- an Snæugla. Elísabet mun lesa ljóð upp úr bókinni Enginn dans við Ufsaklett og verður upp- lesturinn lesinn samhliða af enskum þýð- anda. „Svo hef ég ekki ákveðið nákvæm- lega hvað ég mun gera, það ræðst ekki fyrr en svona klukkutíma fyrir sýninguna.“ Viðburðurinn er gerður að fyrir- mynd frá  New  York, sem ber heitið The Poetry Brothel, og gengur út á einkalestur. „Allt  Iðnó  verður undirlagt. Þarna verða eldgleypar og fólk í búningum og með grímur. Orkubomban Nanna Gunnarsdóttir sér um þetta og tek- ur á móti öllum. Hún hefur áður séð um Fringe Festival í Reykjavík.“ Leiði uppretta afreka Af hverju verður þetta þinn síðasti upp- lestur? „Ég hef verið að lesa í þrjátíu ár. Uppi á fjöllum, í Akraborginni, elliheimilum, í flugvélum og úti um allt. Ég ákvað að það væri kominn tími til að breyta til. Ég hef áður fengið þessa tilfinningu, í upplestri í MH, þá ákvað ég að kveikja í bókinni og lesa á meðan hún brann. Maður á að taka mark á þessum tilfinningum. Leiði getur verið uppspretta mikilla afreka.“ Hvað tekur við hjá þér? „Ég fer á bókamessu í Póllandi þar sem það var verið að þýða Engan dans við Ufsaklett á pólsku. Svo ætla ég að dvelja þar í tveggja vikna fríi. Síðan er ég að skrifa nýja bók sem gefin verður út á þessu ári, um samband mitt við pabba og sjálfa mig. Það eru náttúrlega allir bún- ir að fá leiða á þessari fjölskyldu sem er alltaf að skrifa um Jökul Jakobsson. En ég mun  pönka  þetta upp og síðan brenna upplagið,“ segir Elísabet og hlær. „Og dansa í öskurústunum.“ n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.