Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Page 4
4 15. mars 2019FRÉTTIR
Sadistar hjá Skattinum
S
varthöfði er skattgreiðandi
líkt og aðrir fullveðja Ís-
lendingar. Tekur þátt í sam-
neyslunni og leggur lóð
sitt á vogarskálarnar. Svarthöfði
kveinkar sér ekki yfir sköttum þótt
þeir séu að sjálfsögðu allt of háir.
En Svarthöfði getur ekki varist
þeirri hugsun að hjá Ríkisskatt-
stjóra starfi fólk sem sé haldið
sadisma. Að það hafi gaman af því
að pína venjulega smælingja eins
og Svarthöfða. Þessi hugsun kem-
ur ávallt upp um þetta leyti árs
þegar almenningur er neyddur til
þess að setjast við heimilistölvuna
og skila skattskýrslunni.
Þegar skattframtalið er opnað
blasir við galli á menntakerfinu
okkar. Á Íslandi er skólaskylda og
allir landsmenn neyðast til þess
að læra náttúrufræði, dönsku
og hannyrðir. Aldrei er börnum
kennt neitt um skatta eða skatt-
skil. Skattframtalið er því ekkert
annað en gildra sem ríkisvaldið
leggur fyrir þegnana.
Íslendingar eru frestunargjörn
þjóð og þetta veit ríkisskattstjóri,
eða ríkisskrattstjóri eins og hann
ætti að vera kallaður. Flestir bíða
með þetta kvíðavaldandi verk-
efni fram á síðustu stundu, jafnvel
rétt fyrir miðnætti áður en bjallan
glymur. Fólk veit að það verður að
skila þessu. Annars fær það „áætl-
un.“ Áætlun er það versta sem til
er í augum Íslendingsins. Þá tæm-
ir ríkisskattstjóri alla bankareikn-
inga og tekur bílinn, sjónvarpið
og heimilisköttinn í leiðinni.
Nötrandi á beinunum reyn-
ir fólk að plægja sig í gegnum
framtalið á meðan klukkan tifar.
„Reiknað endurgjald“, „Frádráttur
frá tekjum“, „Staðgreiðsla af laun-
um“, „Starfstengdar greiðslur“,
„Önnur hlunnindi.“ Hvað í and-
skotanum þýðir þetta allt saman?
Síðan er ýtt á „senda“ en þá
kemur iðulega upp villa. Villa er
eins og kaldur og blautur löðr-
ungur. Þá er aðeins tvennt í stöð-
unni.
1. Grátbiðja um nokkurra daga
frest. Borga svo rándýrum endur-
skoðanda fyrir að redda málun-
um.
2. Reyna að krafsa sig fram úr
villunni upp á von og óvon um
að það sem maður sé að senda
sé ekki rugl. Þetta er valkosturinn
sem flestir taka.
Þegar framtalið fer loksins í
gegn hjá Svarthöfða fyllist hann
skömm og ótta. Skömm yfir því að
vera svo heimskur að kunna þetta
ekki og ótta við að skatturinn hirði
aleiguna. Þetta er sjálfsagt sama
tilfinning og fórnarlömb Nígeríu-
svindlara upplifa þegar þau gera
sér grein fyrir að allt var í plati.
Við tekur mest stressandi
partur af framtalinu. Að sjá hvort
Svarthöfði skuldar skattinum eða
öfugt. Þessi stund er eins og að
taka þátt í rúllettu, jafn vel rúss-
neskri. Og það er ekki laust við
að illkvittnishlátur skattstjórans
heyrist í hátölurum heimilistölv-
unnar. n
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Coulrophobia er fræðiheitið yfir
ofsahræðslu við trúða.
Árið 1985 var algengasti giftingaraldur
Íslendinga 20–24 ára, nú er hann 30–34
ára.
Eini sjáanlegi vöðvi líkamans er
tungan.
Svín geta ekki horft upp til himins.
Réttur Cachupa á Grænhöfðaeyjum
minnir mjög á kjötsúpu og framburð-
urinn svipaður.
Hver er
hann
n Sonur Stefáns
Jónssonar, þingmanns
og rithöfundar.
n Var prófessor við
Harvard-háskóla árin
1993 til 1997.
n Ræktar hross.
n Er taugalæknir.
n Forstjóri fyrirtækis í heilbrigðis-
geiranum.
SVAR: KÁRI STEFÁNSSON
YFIRHEYRSLAN
Hjúskaparstaða og börn?
Eingiftur og við hjónin eigum þrjá stráka. Ég
kann ekki að búa til stelpur.
Fyrsta atvinnan?
Það var verkamannavinna hjá Álverinu í
Straumsvík. Ég var þar nokkur sumur.
Hefur þú æft einhverja íþrótt?
Ég er sérstakur áhugamaður um gamla
bíla. Er það ekki bifreiðaíþrótt? Hef skotið
handbolta, fyrir svona 35 árum eða svo, en
hitti ekki á markið.
Uppáhaldshljómsveit?
Brimkló, Ríó Tríó, Spilverk þjóðanna,
Savannatríóið og fleira í þeim dúr.
Hvort er skemmtilegra,
veðurfræði eða pólitík?
Ég var svo heppinn að hafa í há-
skólanámi mínu blandað saman
jarðvísindum og veðurfræði og
hef því mjög næringarríka sýn
á náttúruna hvar sem ég er
og það ótrúlega skemmti-
legt, eiginlega ólýsanlega
skemmtilegt. Pólitíkin er
líka skemmtileg. Gaman
að geta haft bein áhrif
á hvernig samfélagið
sem maður býr í þróast
áfram. Pólitíkin er
samt heldur þyngri,
svona almennt séð.
Uppáhalds-
sjónvarps-
efni?
Þættir sem sýna
náttúru Íslands
samtvinnaða við
lífið í landinu. Nátt-
úruvísindaþættir af
ýmsum toga. Þar á eftir
kemur fréttatengt efni.
Trúir þú á guð?
Ég gerði það afdráttarlaust sem
krakki, en með árunum hefur sú trú
dvínað allsvakalega. Ég þarf greinilega
að fá einhverja vitjun svo snúa megi
þessu við.
Hvort heldur þú með
Tomma eða Jenna?
Kettir geta verið yndislegir. Mýs síður.
Þannig að ég segi Tommi.
Mannkostir þínir?
Ég er mikill fjölskyldu-
maður og vil helst að
fjölskyldan sé sem mest
saman. Held að það
megi flokka það sem
mannkosti.
En lestir?
Ég get orðið fjári reiður ef
mér misbýður. Það gerist
sjaldan sem betur fer.
Klukkan hvað vaknar þú á
morgnana?
Það er mjög misjafnt. Virka daga um klukk-
an 7.30 til 9.00. Um helgar sef ég lengur. Var
A-maður framan af ævi en myndi
flokkast B-maður í dag.
Besta ráð sem
þú hefur
fengið?
Það var ráð frá föð-
ur mínum að byrja
aldrei að reykja.
Ég er ævinlega
þakklátur fyrir
það. Mörg ráð sem
hann hefur gefið
mér hafa reynst
heilladrjúg. Svo
er konan mín enn
að ala mig upp og
gefa mér góð ráð. Til
dæmis að þvo buxur
á röngunni.
Búinn að
ná því. Þvo baðkarið eftir notkun. Búinn að
ná því.
Fyrsta utanlandsferðin?
Til Noregs með Sigga afa og Borgu ömmu.
Afi var skipstjóri á millilandaskipum og ég
pjakkurinn fékk að fara með. Það var Bodø í
Noregi sjö ára gamall.
Hvort kanntu betur við þig í
hæð eða lægð?
Þetta tengi ég nú við veðurfræðina frekar
en geðslag. Hæðin er miklu miklu betri.
Miklu betra veður, sólríkara og þurrara. Ég
vil fleiri hæðir í mitt líf.
Fyrsti bíllinn?
Ford Cortina, árgerð 1976, kremgul. Verst
þegar ég lenti í því að halda á gírstönginni
í höndinni á ljósastýrðum gatnamótum í
töluverðri umferð. Neyðarlegt. Gott að vera
ekki Siggi stormur þá.
Hvaða leikari mundi leika þig í
kvikmynd?
Það er einsýnt. Danny DeVito. Hann hefur
allavega hæðina og þyngdina í hlutverkið
en kannski aðeins of gamall … eða Dustin
Hoffman að leika veðurfræðing.
Hoffmann hefur líka hæðina til
að bera og getur verið alvarlegur
sem þarf þegar maður er að
búa til veðurspár í aðdraganda
storms.
Fyrsti stjórnmála-
flokkurinn sem þú
kaust?
Sjálfstæðisflokkurinn. Ég
var mjög virkur þar.
Eitthvað að
lokum?
Núna þegar ég er
orðinn 52 ára er að
brjótast fram í mér
ógurlegur áhugi
á ættfræði. Ég
átti afa sem
hvarf af skipi
sínu Belgaum
við Grimsby á
Englandi 1929 og
fannst aldrei svo
vitað sé. Mig langar
mikið að komast að því
hvort hann hafi einhvern
tímann fundist. En veit ekk-
ert hvernig ég á að snúa mér í
því! Er ekki allt hægt í dag??
Jú, svo elska ég konuna mína, Hólm-
fríði Þórisdóttur, óstjórnlega.
Sigurður var einn ástsælasti veðurfréttamaður
landsins og gengur gjarnan undir viðurnefninu Siggi
stormur. Á síðasta ári söðlaði hann um og komst í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir Miðflokkinn. DV
tók Sigurð í yfirheyrslu.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
389113