Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Side 6
6 15. mars 2019FRÉTTIR LOKAÐIR STURTUKLEFAR MEÐ TOPPI, SPORNA GEGN RAKA OG MYGLU Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið S. 856 5566 Nærmynd: Sigríður Á. Andersen E fst á baugi í liðinni viku var vafalaust ákvörðun Sigríðar Á. Andersen um að segja af sér sem dómsmálaráðherra vegna Landsréttarmálsins. Sigríð- ur hefur glímt við ýmis hitamál á þeim stutta tíma sem hún hefur stýrt dómsmálaráðuneytinu frá árinu 2016. DV bregður hér upp nærmynd af umdeildum ráðherra sem ávallt er kölluð Sigga, ætlaði upphaflega að verða læknir, gekk í Buffaló-skóm sem unglingur og talar reiprennandi spænsku. Hélt pólitískar ræður í barnaskóla Sigríður Ásthildur Andersen er fædd í Reykjavík þann 21. nóvem- ber 1971, dóttir Geirs R. Andersen, fyrrverandi blaðamanns og Bryn- hildar K. Andersen, sem starfaði í aldarfjórðung á skrifstofu hjúkr- unarheimilisins Grundar. Bryn- hildur lést síðastliðinn mánudag, 13. mars, en hún var á sínum tíma virkur félagi í Sjálfstæðisflokkn- um, gegndi til að mynda stöðu for- manns í Félagi sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ Reykjavíkur og sat í stjórn Landssambands sjálf- stæðiskvenna. Bræður Sigríðar eru Ívar And- ersen verslunarmaður og Krist- inn Andersen, prófessor við raf- magns- og tölvuverkfræðideild HÍ og bæjar fulltrúi í Hafnarfirði, en rétt eins og systir hans hefur Krist- inn tekið virkan þátt í starfi Sjálf- stæðisflokksins í gegnum árin. Sjálf gekk Sigríður í Heimdall um leið og hún náði tilskildum aldri. Í viðtali við Fréttablaðið í mars á seinasta ári sagðist Sigríður koma af „frjálslyndu, borgaralega þenkjandi Sjálfstæðisfólki.“ Hún heillaðist mjög snemma af pólit- ískri umræðu. „Ég man eftir mér í barnaskóla að fara með innblásnar ræður um stöðu þjóðmálanna og skráði mig svo í Heimdall um leið og ég hafði aldur til.“ Sigríður ólst upp í Vesturbæn- um í Reykjavík og gekk í Haga- skóla. Þaðan lá leiðin í MR þar sem hún útskrifaðist sem stúdent úr eðlisfræðideild árið 1991, en sam- nemendur hennar í Lærða skólan- um voru meðal annars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Magn- ús Geir Eyjólfsson útvarpsstjóri. Samhliða grunnskóla og mennta- skólanámi starfaði Sigríður á vinnustað móður sinnar, hjúkr- unarheimilinu Grund, og einnig á auglýsingadeild DV. Kasólétt í prófkjöri Sigríður söðlaði um að loknu stúd- entsprófi. Hún stofnaði ásamt fleirum þjóðmálalfélagið Andríki og var í ritstjórn frjálshyggjuvef- miðilsins Vefþjóðviljans. Hún skráði sig upphaflega í nám við læknadeild Háskóla Íslands en komst fljótlega að því að hún var ekki á réttri hillu. Hún skipti því um fag og hóf nám við lagadeildina haustið 1996, en hún lagði einnig stund á nám í spænsku samhliða lögfræðinni. Sigríður var á þessum tíma virk í starfi Heimdallar og var það innan hreyfingarinnar sem leiðir hennar og tilvonandi eiginmanns hennar, Glúms Björns sonar, lágu saman. Sátu þau um tíma bæði í stjórn félagsins og átti Sigríður meðal annars þátt í að koma á fót hinum árlega Skattadegi, en með honum vildu Heimdellingar hvetja til andófs gegn skattheimtu með táknrænum hætti. Árið eftir, veturinn 1997 til 1998, dvaldi Sigríður veturlangt í Madríd í skiptinámi á vegum Erasmus. Hún starfaði sem blaða- maður á DV samhliða laganáminu en hún lauk embættisprófi frá HÍ árið 1999 og útskrifaðist með hdl- réttindi tveimur árum síðar. Hún starfaði sem lögfræðing- ur Verslunarráðs Íslands til ársins 2005 og síðan sem lögfræðingur hjá LEX lögmannsstofu frá 2007 til 2015, en í millitíðinni eignað- ist hún eldri dóttur sína. Skömmu eftir að fæðingarorlofinu lauk gaf Sigríður kost á sér í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins. Á þessum árum var hún enn starfandi fyrir Vef- þjóðviljann og Andríki. Hún lét að sér kveða í þjóðfélagsum- ræðunni með pistlaskrifum í hina ýmsu fjölmiðla, og voru margir þeirra umdeildir. Hún kom síðan nokkrum sinnum inn sem vara- þingmaður Reykjavíkurkjördæm- is á tímabilinu 2008 til 2015. Þegar hún tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í ársbyrjun 2009 vakti það athygli að hún var kasólétt, en hún var þá gengin tæpar 40 vikur með yngri dóttur sína. Í samtali við Fréttablaðið sagði hún það ekki hafa komið til greina að sleppa því að taka þátt í prófkjörinu. „Ég á eina stúlku fyrir, þriggja ára. Sú fæðing og meðganga gekk mjög vel og meðgangan núna hefur sömuleiðis gengið vel. Ég á líka mjög góða fjölskyldu og góða stuðningsmenn að, það fer nátt- úrulega enginn einn í gegnum prófkjörsbaráttu.“ Heldur með KR og drekkur ekki kaffi Sem fyrr segir er Sigríður gift Glúmi Björnssyni efnafræðingi og búa hjónin ásamt dætrum sínum tveimur í Vesturbænum, í næstu götu við æskuheimili Sigríðar. Í viðtali við Ísland í dag á seinasta ári kom fram að Sigríður er með mikla ástríðu fyrir þrifum og Æskan Ólst upp í Vesturbænum.Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Dómsmálaráðherra Sagði af sér eftir dóm Mannréttindadómstólsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.