Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 6
6 15. mars 2019FRÉTTIR LOKAÐIR STURTUKLEFAR MEÐ TOPPI, SPORNA GEGN RAKA OG MYGLU Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið S. 856 5566 Nærmynd: Sigríður Á. Andersen E fst á baugi í liðinni viku var vafalaust ákvörðun Sigríðar Á. Andersen um að segja af sér sem dómsmálaráðherra vegna Landsréttarmálsins. Sigríð- ur hefur glímt við ýmis hitamál á þeim stutta tíma sem hún hefur stýrt dómsmálaráðuneytinu frá árinu 2016. DV bregður hér upp nærmynd af umdeildum ráðherra sem ávallt er kölluð Sigga, ætlaði upphaflega að verða læknir, gekk í Buffaló-skóm sem unglingur og talar reiprennandi spænsku. Hélt pólitískar ræður í barnaskóla Sigríður Ásthildur Andersen er fædd í Reykjavík þann 21. nóvem- ber 1971, dóttir Geirs R. Andersen, fyrrverandi blaðamanns og Bryn- hildar K. Andersen, sem starfaði í aldarfjórðung á skrifstofu hjúkr- unarheimilisins Grundar. Bryn- hildur lést síðastliðinn mánudag, 13. mars, en hún var á sínum tíma virkur félagi í Sjálfstæðisflokkn- um, gegndi til að mynda stöðu for- manns í Félagi sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ Reykjavíkur og sat í stjórn Landssambands sjálf- stæðiskvenna. Bræður Sigríðar eru Ívar And- ersen verslunarmaður og Krist- inn Andersen, prófessor við raf- magns- og tölvuverkfræðideild HÍ og bæjar fulltrúi í Hafnarfirði, en rétt eins og systir hans hefur Krist- inn tekið virkan þátt í starfi Sjálf- stæðisflokksins í gegnum árin. Sjálf gekk Sigríður í Heimdall um leið og hún náði tilskildum aldri. Í viðtali við Fréttablaðið í mars á seinasta ári sagðist Sigríður koma af „frjálslyndu, borgaralega þenkjandi Sjálfstæðisfólki.“ Hún heillaðist mjög snemma af pólit- ískri umræðu. „Ég man eftir mér í barnaskóla að fara með innblásnar ræður um stöðu þjóðmálanna og skráði mig svo í Heimdall um leið og ég hafði aldur til.“ Sigríður ólst upp í Vesturbæn- um í Reykjavík og gekk í Haga- skóla. Þaðan lá leiðin í MR þar sem hún útskrifaðist sem stúdent úr eðlisfræðideild árið 1991, en sam- nemendur hennar í Lærða skólan- um voru meðal annars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Magn- ús Geir Eyjólfsson útvarpsstjóri. Samhliða grunnskóla og mennta- skólanámi starfaði Sigríður á vinnustað móður sinnar, hjúkr- unarheimilinu Grund, og einnig á auglýsingadeild DV. Kasólétt í prófkjöri Sigríður söðlaði um að loknu stúd- entsprófi. Hún stofnaði ásamt fleirum þjóðmálalfélagið Andríki og var í ritstjórn frjálshyggjuvef- miðilsins Vefþjóðviljans. Hún skráði sig upphaflega í nám við læknadeild Háskóla Íslands en komst fljótlega að því að hún var ekki á réttri hillu. Hún skipti því um fag og hóf nám við lagadeildina haustið 1996, en hún lagði einnig stund á nám í spænsku samhliða lögfræðinni. Sigríður var á þessum tíma virk í starfi Heimdallar og var það innan hreyfingarinnar sem leiðir hennar og tilvonandi eiginmanns hennar, Glúms Björns sonar, lágu saman. Sátu þau um tíma bæði í stjórn félagsins og átti Sigríður meðal annars þátt í að koma á fót hinum árlega Skattadegi, en með honum vildu Heimdellingar hvetja til andófs gegn skattheimtu með táknrænum hætti. Árið eftir, veturinn 1997 til 1998, dvaldi Sigríður veturlangt í Madríd í skiptinámi á vegum Erasmus. Hún starfaði sem blaða- maður á DV samhliða laganáminu en hún lauk embættisprófi frá HÍ árið 1999 og útskrifaðist með hdl- réttindi tveimur árum síðar. Hún starfaði sem lögfræðing- ur Verslunarráðs Íslands til ársins 2005 og síðan sem lögfræðingur hjá LEX lögmannsstofu frá 2007 til 2015, en í millitíðinni eignað- ist hún eldri dóttur sína. Skömmu eftir að fæðingarorlofinu lauk gaf Sigríður kost á sér í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins. Á þessum árum var hún enn starfandi fyrir Vef- þjóðviljann og Andríki. Hún lét að sér kveða í þjóðfélagsum- ræðunni með pistlaskrifum í hina ýmsu fjölmiðla, og voru margir þeirra umdeildir. Hún kom síðan nokkrum sinnum inn sem vara- þingmaður Reykjavíkurkjördæm- is á tímabilinu 2008 til 2015. Þegar hún tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í ársbyrjun 2009 vakti það athygli að hún var kasólétt, en hún var þá gengin tæpar 40 vikur með yngri dóttur sína. Í samtali við Fréttablaðið sagði hún það ekki hafa komið til greina að sleppa því að taka þátt í prófkjörinu. „Ég á eina stúlku fyrir, þriggja ára. Sú fæðing og meðganga gekk mjög vel og meðgangan núna hefur sömuleiðis gengið vel. Ég á líka mjög góða fjölskyldu og góða stuðningsmenn að, það fer nátt- úrulega enginn einn í gegnum prófkjörsbaráttu.“ Heldur með KR og drekkur ekki kaffi Sem fyrr segir er Sigríður gift Glúmi Björnssyni efnafræðingi og búa hjónin ásamt dætrum sínum tveimur í Vesturbænum, í næstu götu við æskuheimili Sigríðar. Í viðtali við Ísland í dag á seinasta ári kom fram að Sigríður er með mikla ástríðu fyrir þrifum og Æskan Ólst upp í Vesturbænum.Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Dómsmálaráðherra Sagði af sér eftir dóm Mannréttindadómstólsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.