Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 22
22 FÓKUS - VIÐTAL 15. mars 2019 Hjónin Ingileif og María í einlægu viðtali um lífið, áföllin, fordómana og ástina MYNDIR: HANNA ANDRÉSDÓTTIR/DV B laðakona kíkti í heimsókn til fjölskyldunnar á björtum laugardegi, fékk að knúsa nýjasta fjölskyldumeðlim- inn, hundinn Míló, og ræddi við þær um lífið og tilveruna. Til að grennslast örlítið nánar um hverj- ar þær eru bað blaðakona hjónin að lýsa hvor annarri. Ingileif: „María er að verða þrí- tug á árinu, hún er á miklu brekku- ári eins og hún segir sjálf. Hún er algjör hugsjóna- og baráttukona sem hefur starfað við ýmislegt sem tengist málefnum sem hún brennur fyrir. Var formaður stúd- entaráðs í háskólanum, talskona druslugöngunnar og starfaði hjá innanríkisráðuneytinu. Hún þarf alltaf að vera með mikinn metn- að fyrir því sem hún er að gera. Hún fór út í pólitík, sem kom eng- um á óvart, og starfar í dag sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrín- ar, formanns Viðreisnar. Hún er algjör neglukona, frábær mamma og eiginkona.“ María: „Ingileif er að verða 26 ára og ég myndi segja að hún sé svona „alt muligt“-mann- eskja; fjölmiðlakona, söngkona, þáttastjórnandi og aktívisiti. Hún hefur sjálf verið mikið í alls kon- ar baráttu og hefur verið virk í hinsegin fræðslu. Stofnaði Hinseg- inleikann og er að mínu mati frá- bær fyrirmynd fyrir allt ungt fólk og hinsegin fólk. Frábær mamma, geggjuð hundamamma og fyrst og fremst rosalega góð manneskja sem má aldrei neitt aumt sjá.“ Ást við fyrstu sýn María og Ingileif kynntust fyrir tilstilli sameiginlegrar vinkonu og má segja að þær hafi orðnar ástfangnar við fyrstu sýn. Ingileif: „Við hittumst fyrst 30. ágúst árið 2013, við vorum búnar að vera í hvor í sínu partíinu og ég var að fara með sameiginlegri vin- konu okkar niður í bæ. Hún ákvað að koma við í partíinu sem Mar- ía var í og kippa henni með okkur niður í bæ. Þannig að við hittumst í fyrsta skiptið í leigubíl. Við áttum svo eitthvert augnablik í leigubíln- um.“ María: „Ég var á þessum tíma algjörlega búin að gefast upp á þessu stefnumótalífi og nennti engan veginn að opna hjarta mitt fyrir einum eða neinum.“ Ingileif: „Svo kem ég og skemmi allt!“ Fljótlega eftir komuna niður í bæ urðu þær viðskila en hittu- st svo í lok kvölds aftur heima hjá umræddri sameiginlegri vinkonu. María: „Við fórum bara að spjalla og enduðum í sleik. Mjög beisik. Eldhússleikur heima hjá vinkonu okkar. Ég vissi ekkert hvort hún var lesbía eða ekki.“ María ræður ekki við hláturinn þegar hún rifjar þetta upp. Sambandið var aldrei spurning Á þessum tíma var Ingileif ekki komin út úr skápnum en hafði yfir sumarið verið að fikra sig nær því. Hún segir að þegar María kom inn í líf hennar hafi hlutirnir smollið saman og að samband þeirra hafi aldrei verið nein spurning í henn- ar huga. María sem þá átti fimm ára gamlan son reyndi að telja Ingileif á að njóta lífsins, en ekki festa sig í sambandi með einstæðri móður. Ingileif: „María var alltaf að segja hvað hún væri mikill pakki, hún ætlaði bara að hrekja mig í burtu. En henni tókst það ekkert sérstaklega vel.“ María: „Nei, sem betur fer ekki. Ég er náttúrlega fjórum árum eldri og var búin að vera út úr skápnum í alveg þrjú ár þegar við kynntumst. Ég ætlaði að hafa eitt- hvert vit fyrir Ingileif; að ég væri svo gömul og ætti barn og að hún þyrfti nú að lifa lífinu. Ég skildi ekki af hverju þessi tvítuga stelpa myndi vilja verða stjúpmamma og taka ábyrgðina á því. En hún bað mig bara vinsamlegast að virða að hún gæti ákveðið þetta sjálf. Svo þetta gekk bara ótrúlega vel, engar flækjur og aldrei nein spurning. Það var í raun Ingileif sem róaði mig svo niður en ekki öfugt.“ Börn fæðast fordómalaus Þorgeir, sonur Maríu, úr fyrra sambandi hefur frá þriggja ára aldri þekkt þekkt móður sína sem lesbíu. Þær segja hann aldrei hafa pælt neitt í því enda fæðist börn fordómalaus. María: „Börn fæðast ekki með fordóma og ef maður kynnir fjöl- breytilekann fyrir þeim þá kippa þau sér minnst upp við þetta. Svo finnst honum líka stórfurðu- leg tilhugsun að ég hafi einhvern tímann verið með karlmanni. Það finnst honum óeðlilegt.“ Ingileif: „Eins og með Þorge- ir, mamma hans hafði átt kær- ustu þegar hann var pínu lítill og svo eignast hún aftur kærustu og honum fannst ekkert óeðlilegt við það. Þegar þau alast upp við eitt- hvað þá skiptir það þau engu máli. En svo var fjöldi krakka, þegar hann byrjaði í skóla, sem að voru ekki alveg að skilja þetta. Hann hefur sem betur fer alltaf svarað því mjög vel og okkur finnst okkar fjölskylda alveg jafn eðlileg og allra Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir eru mörgum Íslendingum kunn. Báðar hafa þær verið ötulir talsmenn fyrir baráttu hinsegin fólks hérlendis, verið áberandi í fjölmiðl- um sem og samfélagsmiðlum í gegnum störf sín og aktívisma ásamt því að taka að sér hlutverk talskonu verðugra málefna. Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.