Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 23
FÓKUS - VIÐTAL 2315. mars 2019 annarra, enda er hún það. Hann hefur líka alltaf verið stoltur af því sem hann á.“ María: „Ingileif kenndi mér líka að verða betri mamma. Ég var bara átján ára þegar ég átti hann og var alls ekki tilbúin. Var gengin næst- um því átján vikur þegar ég komst að því að ég var ólétt og þetta kom upp á mjög erfiðu tímabili í mínu lífi.“ Ingileif: „Hún var að ganga í gegnum málaferli við stjúppabba sinn.“ María: „Já, og þetta gerðist allt saman á sama árinu. Ég sagði frá kynferðisofbeldinu í janúar og komst að því að ég var ólétt í júní. Þetta var stórt og erfitt ár. Ég var með áfallastreituröskun á háu stigi og var rosalega veik. Ég faldi það vel, mætti alltaf í skólann og kláraði stúdentsprófið á réttum tíma. Var alltaf fullkomin út á við en var algjörlega dofin og dáin að innan. Þá er maður auðvitað ekki í besta forminu til þess að sinna barni líka. Ég veit ekkert hvernig ég hefði orðið ef ég hefði ekki haft hann. Ég þurfti að standa mig og vildi standa mig fyrir hann. Gefa honum gott líf. Þess vegna kláraði ég skólann og fór í háskólann. Ég veit ekki hvort ég hefði endilega komist alla leið þangað ef ég hefði ekki haft hann, af því að ég var það veik. Langaði oft ekki til þess að lifa. Þetta var svona tímabil sem ég sé bara í móðu í dag, en var mjög mikilvægt og lærdómsríkt. Fékk flogakast eftir mikið álag Talið berst að núverandi með- göngu þeirra hjóna, en Ingileif gengur nú með þeirra annað barn. Á síðasta ári greindist Ingileif með flogaveiki sem hefur haft mikil áhrif á líf þeirra. Hún þarf því að hugsa vel um sig á meðgöngunni og varast að ofgera sér svo flogin haldist niðri. Ingileif: „Það er auðvitað alls konar sem að María upplifði í gegnum sitt fyrra ferli, sem við þurftum að fara yfir áður en að við fórum út í þetta. Við líka róuðum líf okkar niður í fyrra af því að ég greindist með flogaveiki, svo ég var svolítið þvinguð til þess að taka lífið á annað tempó. Þrátt fyrir að ég hafi aldrei verið mikill djammari þá hef ég samt alltaf sökkt mér aðeins of mikið í vinnu og skóla og haft mikinn metnað fyrir því. Ég ofkeyrði mig á síðasta ári og þá neyddumst við til þess að róa okkur niður. Við hættum báðar að drekka og höfum verið rosalega rólegar síðustu mánuði. Þetta ger- ir það líka að verkum að við erum með allar kjöraðstæður fyrir lítið kríli sem er á leiðinni og við erum alveg tilbúnar í það.“ María: „Já, mann langar líka bara að vera til taks ef eitthvað kemur upp á. Hún má til dæmis ekki keyra svo það var ekki mikil praktík í því að ég væri að drekka. Við erum líka að passa upp á rútínuna okkar. Í rauninni þving- aði þetta okkur í heilbrigðan lífs- stíl sem er ekki svo slæmt. Var bara fínt spark í rassinn. Ef að þetta allt er í lagi og hún tekur lyfin sín þá á þetta ekkert að gerast, en auðvitað ef þú ferð eitthvað að „djöggla“ þá ertu bara að taka áhættu og það er undir manni sjálfum komið.“ Ingileif: „Einmitt í þessi tvö skipti sem ég hef fengið flog þá hefur það verið þannig. Fyrsta flogið fékk ég fyrir ári. Þá vorum við bara sofandi heima og Mar- ía vaknaði upp við það að ég var eins og atriði úr The Exorcist. Þetta var náttúrlega mjög hræði- legt og María hélt að ég væri að deyja. Ég man ekki eftir neinu af því að ég var bara í einhverju meðvitundarleysi á meðan þetta átti sér stað. Þarna var ég búin að vera að „djöggla“ of mörgum bolt- um. Var bæði að skrifa BA-ritgerð og að klára nám, var að gera þætti og gefa út lag. Það var allt of mikið að gera og ég svaf hvorki né borð- aði. Það gerði það að verkum að ég náði einhverjum þröskuldi.“ María: „Við erum öll með floga- þröskuld, ef þú svæfir ekki í viku þá fengir þú líklega flog. Hann er mishár hjá fólki og um leið og þú ert búinn að fá eitt flog þá lækkar hann. Í brúðkaupsferðinni okkar í Mexíkó fékk Ingileif svo seinna flogið. Við vorum í tíu klukku- stunda dagsferð í rútu og það voru tvær klukkustundir búnar af ferðinni. Það var ekki hægt að snúa við og lá hún á lærunum á mér alla ferðina. Við fórum á spít- alann í Mexíkó og fengum lyf og þá áttuðum við okkur á því að þetta væri sjúkdómur. Ég man að ég var alveg pínu pirruð. Fannst líf okk- ar svo gott og skildi ekki af hverju þetta þurfti að koma fyrir okkur. Ég fékk smá áfallastreitu og þurfti að tækla hana núna í haust. Ég átti erfitt með að sofa og var ótrúlega hrædd um að þetta myndi gerast aftur. Ég var alltaf viðbúin.“ Áhugavert að vera „pabba megin“ við línuna Við tók hræðsluástand þar sem Ingileif gekkst undir rannsóknir og grunur um heilaæxli fór vax- andi hjá þeim hjónum. María: „Fyrst náttúrlega vissi ég ekkert hvað var að gerast og það var spurning hvort hún væri með heilaæxli. Í annað skiptið var ég rólegri. Ég er með mjög lágan óvissuþröskuld og fyrir mér er óvissa það versta sem er til. Sem er ekki mjög gott af því að lífið er ein stór óvissa. En ég er alltaf að þjálfa mig í því, þetta er bara partur af minni áfallasögu vegna slæmra uppeldisskilyrða. Það að þetta geti gerst hvenær sem er, er það sem er erfiðast fyrir mig og sérstaklega núna á meðgöngunni og þegar hún verður með lítið barn.“ Til þess að verða barnshafandi leituðu hjónin til frjósemisstof- unnar Livio þar sem tekin var ákvörðun um sæðisgjafa og í kjöl- farið fór Ingileif í uppsetningu. María: „Við fórum í tækni- sæðingu en ekki glasafrjóvgun. Það er svona fyrsta skrefið, þá er í raun bara sprautað inn þessu stöffi. Eitthvað sem við hefðum þess vegna getað gert heima, en það var fínt að gera þetta svona.“ María hlær við tilhugsunina. Ingileif tekur undir hláturinn og segir: „Já, þetta var mjög róm- antísk stund. Ég lá þarna á þess- um bekk og María spurði mig hvort ég vildi að hún héldi í höndina á mér. Við vorum alveg ótrúlega heppnar.“ María: „Það er líka svolítið áhugavert að vera þeim megin sem ég er núna, hafandi geng- ið sjálf með barn áður. Nú er ég á þessari „pabbahlið“ og ég held að margir karlmenn upplifi sig svolítið utangátta í þessu ferli. Ég hef alveg tekið eftir því að það er mjög oft sem fólk óskar bara Ingileif til hamingju þrátt fyrir að ég standi við hliðina á henni. Ég held að þetta sé alveg ótrúlega „María hélt að ég væri að deyja „Þrátt fyrir að við séum samkyn- hneigt par þá þýðir það ekki að við séum slæmir foreldrar.“ Hamingjusöm fjölskylda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.