Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Síða 27
Stóra bílablaðið 15. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Fjölskyldufyrirtæki í 50 ár! Bílaklæðningar Ragnars Vals­sonar er sannkallað fjölskyldu­fyrirtæki sem hefur verið starfandi í hálfa öld, en fyrirtækið stofnaði Ragnar Valsson árið 1968. „Ég rek fyrirtækið með honum föður mínum í dag og hef gert í um 25 ár. Hann er orðinn 75 ára gamall og er hvergi nærri hættur,“ segir Sveinn Ragnarsson. Bílaklæðningar sjá um alls kyns breytingar og viðbætur sem tengj­ ast yfirbyggingu, klæðningu og breytingum á bílum. Hjá fyrirtækinu starfa um 10 manns, allir með mikla reynslu í faginu. „Við erum mikið til að þjónusta fyrirtæki með fyrirtækjabif­ reiðar og vinnubíla, en einnig einstak­ linga. Við erum bæði með staðlaðar lausnir og vinnum að séróskum viðskiptavina okkar, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Flestir okkar viðskiptavina eru fastakúnnar sem koma til okkar þegar þarf að innrétta nýja bíla eða breyta eldri bílum,“ segir Sveinn. Sérhæfðar breytingar Ásamt því að smíða hestakerrur, húsbíla og ýmislegt fleira þá sjá Bílaklæðningar meðal annars um viðgerðir og ísetningu á sætum fyrir ýmiss konar sérhæfðar vinnu­ bifreiðar. Þar á meðal má nefna hjólastólabifreiðar. Þá hafa þeir verið að klæða og einangra bíla sem ætlaðir eru til kæliflutninga á matvörum. Að auki hafa þeir gert breytingar á bifreiðum fyrir iðnaðarmenn og sett upp innréttingar þannig að bílarnir verða þá eins og verkstæði á hjólum. „Nú nýverið vorum við að breyta nýjustu Volkswagen Transporter­ ­lögreglubílunum. Þá smíðuðum við allar innréttingarnar og sáum um ísetningu og frágang á þeim.“ Gert til að endast Bílaklæðningar bjóða einnig upp á heitklæðningu á pöllum á öllum gerðum pallbíla og hestakerrum ásamt sendibílum og farþegabílum. „Heitklæðningin er gúmmíkennd húð sem sprautað er heitri á fleti og hefur gríðarlega viðloðun og styrkleika. Þetta efni er gríðarsterkt og endingargott og lengir líftíma á þeim flötum sem húðin er sett á svo um munar.“ Nánari upplýsingar má nálgast á bkl.is Kársnesbraut 100, 200 Kópavogi. Sími: 554­0040 og 554­6144 Netpóstur: bkl@bkl.is BÍLAKLÆÐNINGAR RAGNARS VALSSONAR: Sérsmíðuð hestakerra smíðuð frá grunni. Byrjuðum að smíða hestakerrur árið 2001. Verkstæði á hjólum. Ferðaþjónustubíll. Sérsmíðaðir pallar á pickup. Lokaður pallur. Hægt að opna allar hliðar. Tókum orginal pallinn og settum nýjan í staðinn. Húsbíll. Settum upp innréttingar og sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.