Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Blaðsíða 57
TÍMAVÉLIN 5715. mars 2019 Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Rangt lík í kistulagningu H austið 1997 urðu vandræðaleg mistök hjá  Útfararstofu  kirkju- garðanna þegar lík víxluð- ust fyrir athöfn. Voru þetta mis- tök sem koma örsjaldan fyrir að sögn útfararstjóra. Mistökin áttu sér stað um miðjan októbermánuð árið 1997 í Fossvogskapellu. Uppgötvuð- ust þau í kistulagningu, það er að rangt lík var í kistunni. DV greindi frá málinu þann 20. október en Ísleifur Jónsson útfararstjóri vildi ekki ræða þetta tiltekna mál. DV hafði heimildir fyrir því að líkleg- asta skýringin væri sú að kistur hinna látnu hafi verið merktar sömu upphafsstöfum. Nöfnin voru hins vegar ekki þau sömu. Ekki rukkað Ísleifur sagði hins vegar að jafn alvarleg mistök sem þessi væru mjög sjaldgæf og gerðust aðeins á margra ára fresti. Einnig sagði hann að hafa bæri í huga að Útfararstofa kirkjugarðanna sæi um allt að eitt þúsund athafnir á ári hverju og heilmikið ferli lægi að baki hverri athöfn. En hver voru viðbrögðin í svona tilfellum? Ísleifur sagði að hið fyrsta væri að halda fund með öllum þeim sem tengdust útför- inni. Þar væri komist til botns í því hvernig mistökin hefðu gerst og unnið að því að koma í veg fyrir að þau endurtækju sig. Einnig væri fundað með að- standendum hins látna og allar rukkanir felldar niður. Fara væri varlega því að málið væri að sjálf- sögðu viðkvæmt. n Fossvogskapella Líkum var víxlað fyrir slysni. Elskaðir og hataðir útvarpsmenn Álitsgjafar Pressunnar völdu árið 1993 S umarið 1993 valdi Pressan lista yfir bestu og verstu útvarps- mennina. Leitað var til nokkurra valinkunnra Ís- lendinga til að gefa álit og kjósa. Sumir útvarpsmennirn- ir enduðu á báðum listum. Elskaðir Illugi Jökulsson – RÚV „Hættir til að hafa einum of neikvæðar skoðanir en tekst þó oftast að koma þeim skemmtilega neyðarlega fyrir.“ Jón Múli Árnason – RÚV „Uppáhaldsútvarpsröddin.“ Pétur Tyrfingsson – RÚV „Þekking, kímni og þægileg rödd í bland við einlægt blústrúboð.“ Snorri Sturluson - RÚV „Einn fárra plötusnúða á launaskrá útvarpsstöðvanna sem kunna bæði að snúa plötum og tala íslensku.“ Stefán Jón Hafstein - RÚV „Sá í nútíma sem rímar við það sem Jón Múli gerði áður.“ Ævar Kjartansson – RÚV „Mjög góður í að laða fram hjá fólki kjarnann í máli þess.“ Stjáni Stuð – Útrás „Slær í gegn með taumlausri gleði yfir að vera í útvarpi.“ Besta par: Radíusbræður ásamt Jakobi Bjarnar „Hafa vit á því að höfða ögn meira til vitsmuna fólks en aðrir sem standa að svipuðum þáttum.“ Hataðir Hataðir og elskaðir Tveir með öllu/Jón Axel og Gulli Helga – Bylgjan „Sjálfumglaðir monthanar.“ Valdís Gunnarsdóttir – FM 957 „Væmin og tilgerðarleg, svo úr hófi keyrir.“ Jónas Jónasson – RÚV „Sumir menn eiga að þekkja sinn vitjunar- tíma.“ Bjarni Dagur Jónsson – Bylgjan „Kemur út sem sífelld kók- og marsípanauglýsing.“ Kristján Þorvaldsson – RÚV „Svo þvoglumæltur að hann færi líklega betur í textavarpi.“ Ingibjörg Gréta Gísladóttir – Bylgjan „Talar jafnverstu íslensku sem heyrst hefur í útvarpi.“ Versta par: Erla Friðgeirs og Siggi Hlö – Bylgjan „Óþolandi rembingur fólks, sem virtist trúa því að breiða mætti yfir húmors- leysi og andleysi með hamagangi og píkuskrækjum.“ Eiríkur Jónsson – Bylgjan „Blæs allur út ef viðmælandinn er feiminn og veður yfir viðkomandi með offorsi.“ Þorsteinn J. – RÚV „Frumlegastur útvarpsmanna“ – „Óþolandi tilgerðarlegur“ Páll Óskar – Aðal- stöðin „Lætur allt flakka“ – „Virðist standa í þeirri trú að útvarp hafi verið fundið upp fyrir hans eigin persónu.“ Sigurður G. Tómasson – RÚV „Mátulega ögrandi“ – „Einhver sá forpokaðasti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.