Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2019, Side 58
58 PRESSAN 15. mars 2019 S kömmu eftir miðnætti þann 8. mars 2014 settust 227 farþegar upp í flugvél frá Malaysian Airlines á flug­ vellinum í Kúala Lúmpúr. Eins og venjan er í flugvélum sá áhöfnin um að settum reglum væri fylgt hvað varðar frágang farms, að far­ þegarnir væru allir komnir um borð, og allt annað sem á henni hvílir að uppfylla áður en haldið er af stað. Að þessu loknu fengu Zaharie Ahmad Shah flugstjóri og Fariq Abdul Hamid flugmað­ ur heimild frá flugturninum til að aka út á flugbraut 32R og undirbúa flugtak. Þetta var ekkert frábrugðið öðrum flugferðum enda reglurn­ ar og vinnuferlarnir nánast alltaf þeir sömu. Klukkan 00.42 hóf vél­ in sig til lofts og hækkaði flugið hratt upp í kolsvartan himininn. Stefnan var tekin á Beijing Capi­ tal International Airport í Kína þar sem vélin átti að lenda klukkan 06.30. Hinsta flug flugs MH370 frá Malaysian Airlines var hafið. Ein stærsta ráðgáta flugsögunnar var í uppsiglingu. Um borð voru 239 manns; 227 farþegar og 12 manna áhöfn. Þar af voru 153 Kínverjar. Í heildina var fólk af 13 þjóðernum um borð. Meðal farþeganna var hópur 19 listamanna sem var á heimleið frá listaráðstefnu í Kúala Lúmpúr, kaupsýslufólk, fjölskyldufólk og einhleypt fólk. „Good night. Malaysian three seven zero“ Svona hljóðuðu síðustu sam­ skiptin við flugmenn flugs MH370 en þá var klukkan 01.19 og vélin var að koma inn í loft­ helgi Víetnam. Hún komst aldrei í fjarskiptasamband við flug­ umferðarstjóra í Víetnam. Síðari rannsóknir hafa leitt í ljós að sjálfvirk samskipti flug­ vélarinnar og flugumferðarstjóra í gegnum hið svokallaða ACARS­ kerfi höfðu verið rofin þegar síð­ ustu samskiptin áttu sér stað. Al­ mennt er talið að samskiptin um ACARS­kerfið hafi verið rofin af ásetningi. Inmarsat­gervihnatta­ kerfið nam sjálfvirkar merkja­ sendingar frá vélinni allt þar til klukkan 08.19. En neyðarkall barst aldrei frá vélinni. Út frá þeim gögnum sem gervihnettir mót­ tóku frá vélinni er ljóst að þegar hún nálgaðist víetnamska loft­ helgi var stefnu hennar breytt til vesturs og síðan til suðurs. Auk þess var flughæð vélarinnar ítrek­ að breytt. Hjá Malaysian Airlines vissi fólk strax um nóttina að eitt­ hvað mikið var að, en þeim upp­ lýsingum var haldið leyndum. Þeir sem biðu eftir vélinni í Pek­ ing sáu bara tilkynningu á upp­ lýsingaskjáum um að vélinni hefði seinkað. Klukkan 07.30 var boðað til fréttamannafundar þar sem til­ kynnt var að flugs MH370 væri saknað og að verið væri að skipu­ leggja leit úr lofti og á sjó. Fréttin barst hratt um heiminn og varð fljótt aðalfrétt flestra fjölmiðla. Litlu nær Aðstandendur fengu enga útskýr­ ingu á hvað hefði komið fyrir flug­ vélina og þá sem voru um borð. Nú, rúmum fimm árum síðar, hafa þeir ekki fengið neinar frek­ ari skýringar. Málið hefur eigin­ lega frekar þróast í hina áttina og orðið enn dularfyllra. Mörgum spurningum er ósvarað og aðeins fáum spurningum um örlög vélar­ innar hefur verið svarað til þessa. Á fyrstu dögunum, vikunum og mánuðunum eftir hvarf vélarinn­ ar var umfangsmikil leit gerð að henni. En þessi leit, eins og síðari leitir, var nánast árangurslaus því flak vélarinnar fannst ekki og hef­ ur ekki enn fundist. Háum verð­ launum var heitið þeim sem gæti fundið flak vélarinnar en það er talin forsenda þess að hægt Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum Stærsta ráðgáta flugsögunnar n 239 manns hurfu sporlaust n Hvað varð um flugvélina og farþegana? „Ég sá flugvélina fara frá vinstri til hægri eins og brotinn dreka Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Flugmennirnir Fariq Abdul Hamid og Zaharie Ahmad Shah.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.