Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR 26. júlí 2019 Datt óvart í hagfræði Ásgeir skráði sig upprunalega í líffræði í háskóla en hætti eftir eina önn. Hann ætlaði að verða læknir eins og langafi sinn, Páll Kolka, og fékk vinnu sem aðstoðarmaður á deild 14G á Landspítalanum, sem var sérhæfð í gigtar­ sjúkdómum. Saga skeggsins Eftir að hafa flosnað úr líf­ fræðinámi kallaði hagfræðin. Til þess náms má rekja uppruna skeggsins sem Ásgeir skartar. Því byrjaði hann að safna í prófum á öðru ári í hagfræði árið 1993 og hefur ekki rakað það af síðan. Samfélagsmiðlaseinn Ásgeir byrjaði ekki á Facebook fyrr en í fyrra og hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn á Facebook þann 21. júní síðastliðinn þegar hann varð 49 ára. Hann hefur gefið út geisladisk Ásgeir gaf út geisladiskinn Jón Arason in Memoriam árið 2003 ásamt þáver­ andi eiginkonu sinni, Gerði Bolladóttur söngkonu. Geisladiskurinn innihélt lög við ljóð Jóns Arasonar biskups, en Gerður er systir Jónu Hrannar Bolladóttur prests. hlutir sem þú vissir ekki um nýjan seðlabankastjóra Á þessum degi, 26. júlí 1895 – Eðlis­ og efnafræðingurinn Marie Curie giftist efnafræðingnum Pierre Curie í Sceaux í Frakklandi. 1917 – J. Edgar Hoover var ráðinn til starfa í bandaríska dómsmála­ ráðuneytinu. 1945 – Winston Churchill sagði sig úr embætti sem forsætisráðherra Bretlands. 1952 – Eva Perón, forsetafrú Argentínu, lést úr krabbameini. Óleikskólagenginn Ásgeir er sonur Jóns Bjarnasonar, fyrrver­ andi þingmanns Vinstri grænna. Ásgeir ólst upp í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og á Hólum í Hjaltadal. Vegna þess að hann sleit barnsskónum í sveit gekk hann aldrei í leikskóla. Þriggja daga ganga á Íslandi til að vekja athygli á mergæxli „Krabbameinið á mig ekki. Ég mun halda áfram að lifa mínu lífi alveg sama hvað verður um þetta krabbamein. n John fann skyndilega fyrir bakverk n Reyndist vera ólæknandi mergæxli 1775 – Bandaríska póstkerfinu komið á laggirnar, Benjamin Franklin var fyrsti póstmeistarinn. Síðustu orðin „Komdu mér á óvart“ – Bandaríski leikarinn og skemmti­ krafturinn Bob Hope aðspurður af eiginkonu sinni hvar hann vildi verða jarðaður. Ásgeir Jónsson var skipaður seðlabankastjóri í vikunni og tekur við af Má Guðmundssyni. Ásgeir er hagfræðingur að mennt, en hér eru fimm hlutir sem þú vissir hugsanlega ekki um hann. M ergæxli er sjúkdómur sem á upptök sín í beinmerg. Krabba­ meinið má rekja til plasmafrumna, hluta ónæmis­ kerfisins, sem eru staðsettar í beinmergnum. „Þetta bókstaflega truflar alla starfsemi beinmergjarins,“ segir Bandaríkjamaðurinn John Klatt í samtali við The Daily News. John er greindur mergæxli sem er þó sem betur fer í rénun. John Klatt ætlar til Íslands í ágúst í tæplega þriggja daga göngu til að vekja athygli á merg æxli. Hann er hluti af 15 manna hóp sem gengur á veg­ um samstarfsverkefnisins Fær­ um fjöll fyrir mergæxli, en það er samstarfsverkefni milli Banda­ rísku mergæxlis­rannsóknar­ stofnunarinnar og fjölmiðilsins CURE. Markmið verk efnisins er að afla styrkja og auka meðvit­ und og von meðal mergæxlis­ sjúklinga. „Ég hef í gegnum tíðina verið fremur heilbrigður maður. Ég var að vesenast í byggingar­ framkvæmdum árið 2016 – við hjónin vorum að gera upp húsið okkar – þegar ég fór að finna til í bakinu,“ segir John. John hélt að hann hefði fengið tak í bakið við að klífa stiga eða lyfta einhverju þungu í framkvæmdunum, og kippti sér ekki mikið upp við verkinn. Þarna hafði hins vegar rauðu blóðkornum hans fækkað mikið sem leiddi til þess að John varð verulega þreyttur og bein­ in hans brothætt. „Síðan byrj­ uðu sprungur að myndast í hryggjarliðunum. Þaðan kom sársaukinn þótt ég hafi ekki komist að því fyrr en nokkru síð­ ar.“ Þegar læknir tilkynnti John að hann væri með mergæxli voru horfur hans metnar slæm­ ar. „Læknirinn var ekki bjart­ sýnn og tilkynnti mér að ég ætti kannski þrjú til fjögur ár eftir ólifað. En þetta var fyrir þremur og hálfu ári.“ Krabbamein Johns er nú í rénun, en það er þó ekki læknað. „Mergæxli er svolítið eins og hlaupabóluvírusinn. Sá vírus er alltaf í líkama þínum og getur skotið aftur upp kollinum sem ristill síðar á lífsleiðinni. Þetta er eins með mergæxli – það er þarna ennþá og gæti orðið virkt aftur. […] Krabbameinsgreining er hörmuleg og sorgleg. Hins vegar tel ég það mikilvægt að láta ekki krabbameinið yfirtaka líf sjúklingsins. Krabbameinið á mig ekki. Ég mun halda áfram að lifa mínu lífi alveg sama hvað verður um þetta krabbamein.“ Í gönguhópnum eru fjórir aðrir krabbameinssjúklingar, læknir og stuðningsfulltrúar. Gangan mun taka tæplega þrjá daga. Gengur verður í um 7–8 klukkustundir á dag og svo gist í fjallakofum. Gönguleiðin hef­ ur verið kölluð eldur og ís því gengið verður bæði á eldvirkni­ svæðum og framhjá jöklum. n John Klatt Mynd TheDailyNews Göngugarparnir Mynd: TheDailyNews Færum fjöll fyrir mergæxli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.