Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR 26. júlí 2019
Datt óvart í hagfræði
Ásgeir skráði sig upprunalega
í líffræði í háskóla en hætti
eftir eina önn. Hann ætlaði að
verða læknir eins og langafi
sinn, Páll Kolka, og fékk
vinnu sem aðstoðarmaður á
deild 14G á Landspítalanum,
sem var sérhæfð í gigtar
sjúkdómum.
Saga skeggsins
Eftir að hafa flosnað úr líf
fræðinámi kallaði hagfræðin.
Til þess náms má rekja
uppruna skeggsins sem Ásgeir
skartar. Því byrjaði hann að
safna í prófum á öðru ári í
hagfræði árið 1993 og hefur
ekki rakað það af síðan.
Samfélagsmiðlaseinn
Ásgeir byrjaði ekki á Facebook
fyrr en í fyrra og hélt upp á
fyrsta afmælisdaginn sinn
á Facebook þann 21. júní
síðastliðinn þegar hann varð
49 ára.
Hann hefur gefið út
geisladisk
Ásgeir gaf út geisladiskinn
Jón Arason in Memoriam
árið 2003 ásamt þáver
andi eiginkonu sinni, Gerði
Bolladóttur söngkonu.
Geisladiskurinn innihélt
lög við ljóð Jóns Arasonar
biskups, en Gerður er systir
Jónu Hrannar Bolladóttur
prests.
hlutir sem þú vissir ekki um nýjan seðlabankastjóra
Á þessum degi,
26. júlí
1895 – Eðlis og efnafræðingurinn
Marie Curie giftist efnafræðingnum
Pierre Curie í Sceaux í Frakklandi.
1917 – J. Edgar Hoover var ráðinn
til starfa í bandaríska dómsmála
ráðuneytinu.
1945 – Winston Churchill sagði sig
úr embætti sem forsætisráðherra
Bretlands.
1952 – Eva Perón, forsetafrú
Argentínu, lést úr krabbameini.
Óleikskólagenginn
Ásgeir er sonur Jóns Bjarnasonar, fyrrver
andi þingmanns Vinstri grænna. Ásgeir
ólst upp í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og
á Hólum í Hjaltadal. Vegna þess að hann
sleit barnsskónum í sveit gekk hann aldrei
í leikskóla.
Þriggja daga ganga á Íslandi
til að vekja athygli á mergæxli
„Krabbameinið á mig ekki. Ég
mun halda áfram að lifa mínu
lífi alveg sama hvað verður um þetta
krabbamein.
n John fann skyndilega fyrir bakverk
n Reyndist vera ólæknandi mergæxli
1775 – Bandaríska póstkerfinu komið
á laggirnar, Benjamin Franklin var fyrsti
póstmeistarinn.
Síðustu orðin
„Komdu mér á óvart“
– Bandaríski leikarinn og skemmti
krafturinn Bob Hope aðspurður
af eiginkonu sinni hvar hann vildi
verða jarðaður.
Ásgeir Jónsson var skipaður
seðlabankastjóri í vikunni og tekur
við af Má Guðmundssyni. Ásgeir
er hagfræðingur að mennt, en
hér eru fimm hlutir sem þú vissir
hugsanlega ekki um hann.
M
ergæxli er sjúkdómur
sem á upptök sín í
beinmerg. Krabba
meinið má rekja til
plasmafrumna, hluta ónæmis
kerfisins, sem eru staðsettar í
beinmergnum.
„Þetta bókstaflega truflar alla
starfsemi beinmergjarins,“ segir
Bandaríkjamaðurinn John Klatt
í samtali við The Daily News.
John er greindur mergæxli sem
er þó sem betur fer í rénun.
John Klatt ætlar til Íslands
í ágúst í tæplega þriggja daga
göngu til að vekja athygli á
merg æxli. Hann er hluti af 15
manna hóp sem gengur á veg
um samstarfsverkefnisins Fær
um fjöll fyrir mergæxli, en það er
samstarfsverkefni milli Banda
rísku mergæxlisrannsóknar
stofnunarinnar og fjölmiðilsins
CURE. Markmið verk efnisins er
að afla styrkja og auka meðvit
und og von meðal mergæxlis
sjúklinga.
„Ég hef í gegnum tíðina verið
fremur heilbrigður maður. Ég
var að vesenast í byggingar
framkvæmdum árið 2016 – við
hjónin vorum að gera upp húsið
okkar – þegar ég fór að finna til í
bakinu,“ segir John.
John hélt að hann hefði
fengið tak í bakið við að klífa
stiga eða lyfta einhverju þungu
í framkvæmdunum, og kippti
sér ekki mikið upp við verkinn.
Þarna hafði hins vegar rauðu
blóðkornum hans fækkað mikið
sem leiddi til þess að John
varð verulega þreyttur og bein
in hans brothætt. „Síðan byrj
uðu sprungur að myndast í
hryggjarliðunum. Þaðan kom
sársaukinn þótt ég hafi ekki
komist að því fyrr en nokkru síð
ar.“
Þegar læknir tilkynnti John
að hann væri með mergæxli
voru horfur hans metnar slæm
ar. „Læknirinn var ekki bjart
sýnn og tilkynnti mér að ég ætti
kannski þrjú til fjögur ár eftir
ólifað. En þetta var fyrir þremur
og hálfu ári.“ Krabbamein Johns
er nú í rénun, en það er þó ekki
læknað.
„Mergæxli er svolítið eins og
hlaupabóluvírusinn. Sá vírus er
alltaf í líkama þínum og getur
skotið aftur upp kollinum sem
ristill síðar á lífsleiðinni. Þetta
er eins með mergæxli – það er
þarna ennþá og gæti orðið virkt
aftur. […] Krabbameinsgreining
er hörmuleg og sorgleg. Hins
vegar tel ég það mikilvægt að
láta ekki krabbameinið yfirtaka
líf sjúklingsins. Krabbameinið
á mig ekki. Ég mun halda áfram
að lifa mínu lífi alveg sama hvað
verður um þetta krabbamein.“
Í gönguhópnum eru fjórir
aðrir krabbameinssjúklingar,
læknir og stuðningsfulltrúar.
Gangan mun taka tæplega þrjá
daga. Gengur verður í um 7–8
klukkustundir á dag og svo gist
í fjallakofum. Gönguleiðin hef
ur verið kölluð eldur og ís því
gengið verður bæði á eldvirkni
svæðum og framhjá jöklum. n
John Klatt Mynd TheDailyNews
Göngugarparnir Mynd: TheDailyNews
Færum fjöll fyrir mergæxli