Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 36
36 26. júlí 2019
Lesið í tarotspilin
stjörnurnar
Spáð í Afmælisbörn vikunnar
T
ónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti
Einarsson og fegurðardrottningin
Hugrún Birta Egilsdóttir opinberuðu
nýverið samband sitt, en þau höfðu
farið leynt með það um dálitla hríð. Ham-
ingjan geislar af þeim og því ákvað DV að
spá aðeins í stjörnumerkin og hvernig þau
eiga saman.
Þótt Ásgeir og Hugrún deili afmælis-
mánuði eru þau hvort í sínu merkinu –
hann er krabbi en hún er ljón. Þessi merki
eiga einstaklega vel saman því það sem ein-
kennir þau bæði er trygglyndi og heiðar-
leiki. Krabbinn og ljónið ná að uppfylla tilf-
inningalegar óskir og þarfir hvort annars en
þau leita að nánd af misjöfnum ástæðum.
Krabbinn leitar að stöðugleika og tilfinn-
ingalegu jafnvægi á meðan ljónið þráir að
makinn sé því trúr, blíður og góður.
Krabbinn og ljónið geta vel fyllt upp í
tómarúmið hvort í lífi annars en þar sem
bæði merkin eru viljasterk og ákveðin þurfa
þau að varast að troða ekki hvort öðru um
tær. Hér þarf allt að snúast um samvinnu,
gagnkvæma virðingu og traust. n
L
eikstjórinn Baltasar Kormákur hefur átt
einstaklega góðu gengi að fagna síðustu ár
og hefur náð frábærum árangri á erlendri
grundu í leikstjórastólnum. Baltasar sagði
sig nýverið frá stórmyndinni Deeper sem verður
líklega aldrei af, en þá skapast enn fremur rými
fyrir Baltasar til að kanna nýjar lendur í glys-
heimum. Því fannst okkur forvitnilegt að leggja
fyrir hann tarotspil og sjá hvað framtíðin ber
í skauti sér. Þeir sem hafa áhuga á tarotspilum
geta síðan dregið sín eigin á vef DV.
Yfirstígur hindranir
Fyrsta spilið er einstaklega lýsandi fyrir þá tíma
sem eru nú í fortíðinni en það er spilið 7 sverð.
Það merkir öflugar hindranir sem þó er hægt
að yfirstíga vegna mikilla vitsmuna Baltasars.
Framhaldið verður sniðið að þörfum leikstjór-
ans ef hann leggur sig fram við að skapa sína eig-
in framtíð. Nú þarf Baltasar að standa fast á sínu
og ekki taka hvaða verkefni sem gefst.
Leiðist
Næsta spil táknar persónuleika leikstjórans en
það er spilið Myntgosi. Baltasar er svo vinnu-
samur, skipulagður, duglegur og metnaðarfull-
ur og þrífst best þegar hann stefnir hátt – líkt
og hann hefur gert síðustu ár, ef ekki áratugi.
Baltasar leiðist um þessar mundir þar sem ekk-
ert spennandi hefur rekið á fjörur hans en hann
má alls ekki missa móðinn. Tímabilið núna er
líkt og próf þar til næsti kafli hefst. Það er ver-
ið að þjálfa Baltasar í takast á við mótlæti og
verður næsta skref hans gjöfult ef
hann getur verið þolinmóður.
Flytur til útlanda
Næstur er Stafariddarinn sem
túlkar hið óheflaða sjálf Baltasars.
Hann er villtur og óábyrgur stund-
um og leitar uppi ævintýri. Á hinn
bóginn er hann hlýr, gjafmildur,
skemmtilegur og vinmargur. Í spil-
inu birtist einnig teikn um flutninga
til útlanda og mikið ævintýri framund-
an þar sem fegurðin er fólgin í smáatriðunum.
Baltasar þarf að leggja á sig mikið líkamlegt erf-
iði til að komast á spennandi stað og þarf að gera
það með hraði. Hér gæti
verið nýtt hlutverk þar
sem Baltasar fær ekki að-
eins að leikstýra heldur
einnig að láta leiklistarhæfileika sína skína fyr-
ir framan myndavélina. n
Villtur og óábyrgur í leit
að nýjum ævintýrum
Ásgeir
Fæddur: 1. júlí 1992
krabbi
n hugmyndaríkur
n traustur
n geðþekkur
n þrjóskur
n svartsýnn
n óöruggur
Hugrún
Fædd: 24. júlí, 1995
ljón
n hugmyndarík
n ástríðufull
n örlát
n fyndin
n þrjósk
n ósveigjanleg
Naut- 20. apríl – 20. maí
Fiskur - 19. febrúar – 20. mars
Vatnsberi -
20. janúar – 18. febrúar
Steingeit -
22. desember – 19. janúar
Bogamaður -
22. nóvember – 21. desember
Sporðdreki -
23. október – 21. nóvember
Vog - 23. sept. – 22. október
Meyja- 23. ágúst – 22 .sept.
Ljón - 23. júlí – 22. ágúst
Krabbi - 22. júní – 22. júlí
Tvíburi - 21. maí – 21. júní
Stjörnuspá vikunnar
Gildir frá 28. júlí til 3. ágúst
Þú ert svakalega dugleg/ur og finnur fyrir
auknum krafti þessa vikuna. Allt í einu
klárast öll hálfkláruð verk og skap þitt
hefur sjaldan verið betra. Þú laðar að þér
áhugaverða manneskju sem getur haft
mikil áhrif á líf þitt ef þú hleypir henni
að þér.
Þú ert mjög upptekin/n af því að hafa
röð og reglu á öllu í kringum þig og
fegra heimilið. Sumartiltektin gengur
ofboðslega vel og þú nærð að losa þig
við alls konar drasl sem hefur verið
að pirra þig undanfarið – ekki aðeins
heima fyrir heldur einnig á sálinni.
Þú hefur verið að sökkva þér í vinnu
síðustu vikur en nú verður breyting á. Það
eru hins vegar vandamál heima fyrir sem
þú gætir verið að gera miklu stærri en þau
eru í raun og veru. Ekki halda alltaf það
versta um allt og alla.
Þú skalt hamra járnið á meðan það er
heitt í hvers kyns viðskiptatækifærum
sem gefast. Það gæti gefið mjög vel í aðra
hönd og þú uppgötvar algjörlega nýjan
starfsvettvang sem gæti orðið gjöfull til
framtíðar.
Þú hefur haldið þig til hlés undanfarið
en nú er breyting á. Það eru alls kyns
skemmtilegar skemmtanir framundan og
lífið leikur við þig. Þú skalt samt vara þig
á manneskju sem stendur þér mjög nærri.
Hún er ekki öll þar sem hún er séð.
Þú hefur tekið mjög erfiðar ákvarðanir
upp á síðkastið og það er mjög mikill léttir
að hafa tekist á við þá erfiðleika. Nú eru
bara bjartir tímar framundan, spennandi
ferðalag og virkilega góður gæðatími
með fjölskyldunni.
Hverju langar þig að deila með heiminum,
elsku vog? Nú er þinn tími til að láta ljós
þitt skína því þú getur haft svo mikil áhrif
ef þú setur þér markmið og stefnir að
þeim. Það er eitthvert nettengt tækifæri
handan við hornið sem gæti gert þig
auðuga/n.
Þér finnst þú vera einn á báti um þessar
mundir. Það eru breytingar allt í kringum þig
sem leiða þig að þeirri hugsun að þú vitir í
raun ekkert hvað þú átt að gera við líf þitt.
Heimurinn er samt að öskra á þig að hugsa
um þig sjálfan, ekki láta utanaðkomandi
breytingar koma þér úr jafnvægi og einblína
á það sem skiptir þig mestu máli í lífinu.
Þú virðist vera að jafna þig á ástarsorg eða
að læra að elska á nýjan leik. Þig langar að
elska einhvern af öllu hjarta en þetta er
ekki rétti tíminn. Svo skaltu alls ekki taka
á þig meiri vinnu en þú hefur nú þegar gert.
Þú þarft að fría meiri tíma fyrir sjálfan þig
og einfaldlega hvílast. Ef þú heldur áfram
á sama hraða gætir þú slasað þig, andlega
eða líkamlega.
Þvílíkur hiti hjá steingeitinni í þessari viku.
Rómantík og kynlíf á vikuna og þér líður
eins og unglingi aftur. Hjá einhleypum
steingeitum er það algjörlega ókunnug
manneskja sem kveikir í þessum þrám …
en hún verður ekki ókunnug lengi.
Þér finnst eins og þú sért aðeins búin/n
að missa tökin þegar kemur að ástalífinu.
Hvort sem þú ert einhleyp/ur eða lofuð/
aður þá ertu búin/n að gefa alltof mikið
af þér til hins aðilans. Taktu skref til baka
og spurðu þig einfaldlega: Er ég ekki
meira virði en þetta?
Þú færð heilbrigði og hreysti á heilann og
ætlar nú í eitt skipti fyrir öll að ná tökum
á því. Það gengur mjög vel svo lengi sem
þú setur þig í fyrsta sæti. Vittu til, allir
nánir þér munu líka njóta góðs af nýja þér.
Hrútur - 21. mars – 19. apríl
n 28. júlí: Ágústa Eva Erlendsdóttir, leikkona,
37 ára n 30. júlí: Tryggvi Guðmundsson,
knattspyrnukappi, 45 ára n 31. júlí: Tinna
Alavis, lífsstílsgúrú, 34 ára n 1. ágúst: Vernharð
Þorleifsson, grínari og fasteignasali, 46 ára n 2.
ágúst: Guðni Halldórsson, kvikmyndaklippari,
45 ára n 3. ágúst: Ólafur F. Magnússon,
fyrrverandi borgarstjóri, 67 ára
og Ásgeir Trausti og
Hugrún
fundu
ástina
Svona eiga þau saman