Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 20
FRÉTTIR20 26. júlí 2019 Valeriu (lengst til vinstri) og fleiri á leið að mótmæla. É g veit að fáir hafa áhuga á minni hlið, en kannski getur þetta svarað einhverjum spurningum sem fólk kann að hafa.“ Svona hefst pistill sem dæmdur, íslenskur kynferðisaf- brotamaður sendi DV. Maðurinn vill ekki koma fram undir nafni en varpar ljósi á af hverju hann mis- notaði barn kynferðislega fyrir rúmum tveimur áratugum. „Ég er ekki með barnagirnd“ „Æska mín var erfið og gegnsýrð af alkóhólisma þeirra sem stóðu mér næst ásamt miklu einelti alla mína skólagöngu. Ég var misnot- aður þegar ég var barn og stóð sú misnotkun yfir í langan tíma. Ung- lingsárin einkenndust af drykkju og eiturlyfjanotkun í stanslausri leit í að verða viðurkenndur hluti af hópnum og til að deyfa slæm- ar tilfinningar,“ segir maðurinn og heldur áfram. „Mikil geðræn vandamál fóru að gera vart við sig í eiturlyf- janeyslunni þegar ég fór að nálg- ast tvítugsaldurinn. Þrátt fyrir margar meðferðir og margar inn- lagnir á geðdeild tókst mér ekki að ná stjórn á vanda mínum og stjórnleysi neyslunnar tók völdin hjá mér. Ég var ungur og stjórn- laus þegar ég framdi þennan óaf- sakanlega og hræðilega glæp. Ég hef aldrei litið á nokkurt barn sem kynveru. Mín eigin reynsla fyllti mig viðbjóði við að hugsa um barn í þannig aðstæðum. Ég er ekki með barnagirnd. Þrátt fyrir það setti ég saklaust barn í þessar að- stæður.“ Samkennd með þolanda Hann segist enn ekki skilja af hverju hann framdi brotið. „Enn þann dag í dag, meira en tveim áratugum seinna, skil ég ekki hvað það var sem leiddi til þess að ég gerði það sem ég gerði. Voru það afleiðingar neyslunn- ar? Var það einn af mínum geð- sjúkdómum? Var það brengluð þörf fyrir nánd? Var það einhvers konar afskræming af minni eig- in reynslu? Var það blanda af því öllu? Ég veit það ekki. En eitt veit ég og það er það að ég geri þetta aldrei aftur. Það hefur ekki liðið sá dagur síðan sem ég hugsa ekki um hvað ég gerði og ég er enn reiður við sjálfan mig, fullur eftirsjár og finn ég ávallt til samkenndar með þolandanum.“ Hamingjusamlega kvæntur Maðurinn var dæmdur fyrir brotið og sat inni. „Ég leitaði mér hjálpar í fang- elsi og ég leitaði mér hjálpar þegar ég losnaði. Ég vildi gera allt sem ég gæti til að þetta myndi aldrei ger- ast aftur. Ég vann úr mínum mál- um. Ég varð edrú. Ég fékk lyf við geðsýkinni og vann úr sálrænum flækjum æskunnar,“ segir maður- inn og bætir við að hann hafi síðan flutt frá Íslandi. „Ég flutti úr landi sökum stöð- ugs áreitis og kynntist þar góðri konu sem ég er hamingjusamlega kvæntur í dag og eigum við saman tvö börn sem þekkja ekkert nema stöðugt og gott líf. Konan mín þekkir fortíð mína en hvorki hún né börnin mín munu nokkurn tí- mann gjalda fyrir hana. Ég er ekki hættulegur. Ég er ekki skrímsli. Ég legg mitt af mörkum til samfélags manna.“ Sálarmorð niðrandi hugtak Maðurinn telur mjög mikilvægt að þolendur kynferðisbrota fái viðeigandi aðstoð eftir slíkt áfall. Hann og þolandi hans hafa talað saman um ofbeldið. „Þrátt fyrir að ég hafi verið beittur kynferðislegu ofbeldi þá varð ég ekki fyrir „sálarmorði“. Mér finnst þetta niðrandi hugtak því ég hef enn sál. Öll fórnarlömb ofbeldis hafa sál. En það þarf að hlúa vel að þeim sálum og veita þeim hjálp til að geta átt ham- ingjusamt líf. Sem betur fer á þol- andinn í mínu máli gott líf. Ég veit það því ég hef átt við hann sam- töl sem hjálpuðu við að græða sár okkar beggja,“ segir maðurinn og bætir við að hann vilji eftirlit með fólki með barnagirnd. „Ég er fylgjandi eftirliti með kynferðisbrotamönnum af því að því miður eru til menn og konur með barnagirnd sem brjóta af sér aftur og aftur. En við erum ekki öll þannig og sem betur fer er ítrek- unartíðni kynferðisbrota lægri en öll önnur afbrot. Fræðið börnin ykkar, hlúið að þeim, verndið þau og hlustið á þau.“ „Ég er dæmdur kynferðisbrotamaður“ n Dæmdur barnaníðingur segir sögu sína n Flutti úr landi vegna áreitis „ Ég er ekki hættulegur. Ég er ekki skrímsli. Ég legg mitt af mörkum til samfélags manna. Í lokaverkefni Signýjar Rúnar Jóhannesdóttur, Barnagirnd og barnaníð eru ekki sam- heiti. Stimplun og kynferð- isbrot gegn börnum, á félags- vísindasviði Háskóla Íslands kemur fram að almennt séu gerendur í kynferðisbrotamál- um gegn börnum líklegri til að glíma við aðrar geðraskanir eða vímuefnavandamál. Þar kemur fram að fimmtíu til sextíu pró- sent gerenda neyti vímuefna í óhófi. Enn fremur segir að níu- tíu prósent þeirra sem brotið hafa á börnum segist sjálfir hafa orðið fyrir kynferðislegri mis- notkun sem barn. Brotin æska gerenda S ilja Dögg Gunnarsdótt- ir, þingkona Framsóknar- flokksins, hefur í tvígang lagt fram frumvarp um hert eftirlit með dæmdum barnaníð- ingum. Frumvarpið hefur ekki enn fengið umræðu, sem gerist hugs- anlega í vetur, en samkvæmt því myndu þeir sem taldir eru hættu- legir umhverfi sínu þurfa að gang- ast undir vissar kvaðir, svo sem bann við búsetu þar sem börn eru, eftirlit með netnotkun þeirra og eftirlit lögreglu með heimili þeirra. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að barnaverndarnefndir og aðrir við- komandi aðilar verði upplýstir þegar dæmdur barnaníðingur flyt- ur búferlum. Hefur í tvígang lagt fram frum- varp um hert eftirlit með barna- níðingum. „Þetta gengur út á að tengja kerfin betur saman. Barnavernd, löggæsluna, dómstólana og alla sem koma að þessum málum. En það yrðu ekki hengd upp plaggöt með myndum af brotamönnum á staðnum. Þetta snýst um sam- vinnu. Núna er þetta þannig að eftir afplánun láta þessir menn sig hverfa, skipta um nafn og flytja til annarra sveitarfélaga. Þannig kaupa þeir sér tíma, halda áfram að brjóta af sér og eyðileggja fjölda fólks, fyrir lífstíð jafnvel. Það sem ég er að leggja fram í þessu frum- varpi er kannski ekki eina rétta leiðin en þetta er tilraun til þess að byrja einhvers staðar. Að taka umræðuna og reyna að finna leið til að koma í veg fyrir þessi brot,“ sagði Silja Dögg í viðtali við DV fyr- ir stuttu. „Það eru til meðferðir fyrir barnaníðinga, lyfjavönun, sam- talsmeðferð og annað. En svo eru aðrir sem segja að þetta sé ólækn- andi. Það sé hins vegar hægt að halda þessu niðri, ef viðkomandi er samstarfsfús og vill berjast gegn þessu. Vandinn er að þessar með- ferðir eru valkvæðar,“ bætti Silja Dögg við og ítrekaði að ekki væri um nornaveiðar að ræða. „Þetta frumvarp brýtur grunn- hugmyndafræði réttarkerfisins sem við að öllu jöfnu göngum út frá. Menn sem falla í þennan hóp verða undir ákveðnu eftirliti eft- ir að afplánun er lokið. En þetta snýst ekki um nornaveiðar, að hús þessara manna séu merkt og þar fram eftir götum.“ Vill hertara eftirlit með barnaníðingum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.