Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 48
26. júní 2019 30. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Seðlabankinn – eldum rétt! Bi rt m eð fy rir va ra u m m yn d- o g te xt ab re ng l benni.is Reykjavík Krókhálsi 9 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur Í Opel sportjeppum eru þægindi, hátækni og lúxus staðalbúnaður. Aktiv pakkinn fullkomnar bílinn fyrir íslenskar aðstæður með aukinni veghæð og enn meiri búnaði. SUMAR! Þýsk gæði Þýsk hagkvæmni Þýsk hönnun Fullt verð með aukabúnaði: 4.890.000 kr. GRANDLAND CROSSLAND Opel Aktiv pakki: • Aukin veghæð • Toyo heilsársdekk • Toppgrind Allt þetta til viðbótar sjálfsögðum þægindum, öryggi og einstökum aksturseiginleikum. Aktiv sumarverð: Sjálfskiptur 4.490.000 kr. • Thule farangursbox • Aurhlífar • Útilegukortið 2019Fullt verð með aukabúnaði: 3.290.000 kr. Aktiv sumarverð: Beinskiptur 2.990.000 kr. Miðbær í Grindavík í vinsælli þáttaröð á Netflix H úsið Miðbær sem stendur austur í hverfi í Grindavík kemur fram í bresku sjónvarpsþátt- unum Black Mirror, sem hafa notið mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Þátturinn er sá þriðji í fjórðu þáttaröð, og ber nafnið Crocodile. Þátturinn var að mestu tekinn upp á Íslandi í febrúar árið 2017 og hafði framleiðslufyrirtækið True North aðkomu að gerð hans. Sækja þurfti um leyfi til Um- hverfisstofnunar vegna kvik- myndatöku við Kleifarvatn, en þar er jarðrask óheimilt nema með leyfi stofnunarinnar. Þátt- inn, sem og aðra þætti í þátta- röðinni, má finna á Netflix. n Sveinn fer í Seðlabankann S veinn Kjartansson mat- reiðslumeistari hefur staðið vaktina á veitinga- stað sínum, AALTO Bi- stro í Norræna húsinu, í tæp fimm ár. Sveinn hefur einnig vakið athygli fyrir sjónvarpsþætti sína, hefur verið gestakokk- ur og kennari við UNISG, virt- an Slow Food-skóla á Ítalíu, og gefið út matreiðslubók. Sveinn er þekktur fyrir að fara spennandi og óhefðbundnar leiðir í matreiðslunni og nýta hráefni á frumlegan hátt. Nú er hins vegar komið að tímamótum hjá Sveini, sem hyggst hefja nýtt starf í septem- ber sem forstöðumaður mat- ar- og veitingasviðs Seðlabanka Íslands. Í viðtali við veitinga- geirinn.is segist hann hafa þegið starfið með þökkum, „enda heillandi og spennandi starf.“ Bætir hann við að sam- hentur hópur muni vinna með hjartanu og honum þar til nýr veitingamaður tekur við kefl- inu í Vatnsmýrinni. S ig urður Kjart an Hilm ars- son, sem er oftast kall- aður Siggi skyr, fer yfir listina að búa til skyr í viðtali við vefsíðuna The Kitchn. Siggi ætti að kunna það einna best, en hann stofnaði The Icelandic Milk and Skyr Cor- poration í Bandaríkjunum árið 2006 og hóf fljótlega sölu á skyri undir vörumerkinu Siggi’s skyr. Í byrjun síðasta árs seldi Siggi fyrir tækið til franska mjólkurris- ans Lactalis, en það kemur ein- hverjum hugsanlega á óvart að aðferð Sigga til að búa til skyr er heldur betur kostuleg. Siggi fræðir lesendur The Kitchn um að það sé í raun frekar einfalt að búa til skyr heima; maður einfaldlega hiti mjólk í 110° til 120° Fahrenheit til að brjóta niður próteinin og bæti síðan þétti, skyri úr fyrri framleiðslu, í blönduna. Síðan er hitanum haldið stöðugum svo þéttirinn, sem er sýrumyndandi bakteríur og gersveppir, geti gert sín kraftaverk. Siggi segir að halda verði jöfnum hita í sex til tólf klukkustundir. Gott og vel, en síðan fer Siggi út í hvernig í ósköpunum hann fer að því að halda hitanum jöfn- um og þá kemur margt á óvart. „Flestir eiga ekki ofna sem geta haldið svona lág- um hita. Þannig að ég hita þetta bara upp í rétt hitastig á hellu, tek síðan pottinn af og vef honum í handklæði, baðsloppa, peysur – hvað sem ég finn til að halda hitanum. Þetta er frekar fyndið apparat!“ segir Siggi. n Baðsloppurinn leikur stórt hlutverk í skyrgerð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.