Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 17
PRESSAN 1726. júlí 2019 Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Ásta María Benónýsdóttir Lögg. fasteignasali, Sími 897-8061 BEITT GRÓFU ÁREITI AF HÁLFU ÍSLENSKS GESTGJAFA Á AIRBNB var eins og það opnaðist einhver flóðgátt. Allt í einu byrjaði ég að skjálfa og gráta stöðugt.“ Alison segir þessa röð at- vika hafa rifið upp gömul sár; minningar af misnotkun í æsku hafi blossað upp. „Þetta opnaði augu mín fyrir öllu ofbeldinu og áreitinu sem ég hafði orðið fyrir sem barn og unglingur og ung kona. Ofbeldi og áreiti sem ég hafði lært að hunsa og grafa nið- ur og gera lítið úr vegna þess að það er einfaldlega það sem kon- ur gera. Ég fór allt í einu að hugsa um öll atvinnuviðtölin sem ég hef farið í þar sem karlar töluðu niður til mín; öll skiptin þegar ég var úti að skemmta mér og það var káfað á mér og ég lét mig bara hafa það.“ Dauðhrædd Alison segir að þegar hún var komin heim til Texas, þar sem hún var búsett, hafi það verið hennar fyrsta verk að hringja í þjónustuver Airbnb og tilkynna manninn. Hún hafi síðan sent þeim ýtarlega lýsingu á hegðun hans. „Sem betur fer brugð- ust stjórnendur síðunnar mjög skjótt við, lokuðu á allar bókan- ir sem hann hafði gert og lokuðu aðganginum hans strax, innan nokkurra mínútna.“ Hún segir manninn hafa brugðist afar illa við eftir að stjórnendur síðunnar lokuðu fyrir aðgang hans. Það hafi kom- ið henni illa að maðurinn var með símanúmerið hennar, enda er venjan að gestir og gestgjafar á Arinbnb skiptist á tengiupplýs- ingum þegar gisting er bókuð. „Hann fékk senda tilkynn- ingu um að ég hefði lagt fram kvörtun. Í kjölfarið byrjaði hann að hringja í mig aftur og aftur og á einum tímapunkti skildi hann eftir 10 skilaboð í talhólfi í sím- anum mínum. Hann úthúðaði mér, sagði að ég hefði eyðilagt líf hans og hótaði að leggja fram kvörtun á hendur mér til baka. Síðan sagðist hann hafa talað við hina gestina sem væru með hon- um í liði. Ég var auðvitað dauð- hrædd. Á endanum þurfti ég að skipta um símanúmer. Í langan tíma leið mér mjög óþægilega innan um ókunnuga, gamla menn, líkaminn á mér hreinlega fraus,“ segir hún enn fremur. Hún segist hafa glímt við mikla áfallastreituröskun eftir að hún kom heim til Bandaríkj- anna. Henni leið stöðugt illa og fékk síendurteknar martraðir. Að lokum leitaði hún sér hjálpar hjá sérfræðingum og byrjaði að hitta ráðgjafa. Í dag líður henni vel. „Ég leitaði ekki til lögreglu og ég gerði lítið úr þessu áreiti fyrst, reyndi að leiða það hjá mér. En mér er mikið í mun um að fólk skilji að rétt eins og nauðgun þá getur gróft kynferðislegt áreiti haft hrikalegar afleiðingar. Ég hugsaði fyrst að þar sem þetta var ekki nauðgun þá væri þetta nú ekkert svo alvarlegt. Sem sýn- ir hvað við konur getum verið ónæmar fyrir þessari hegðun. Þetta er svo rótgróið í menningu okkar.“ Airbnb og ábyrgð Óljóst er hver ábyrgð Airbnb er hér á landi þegar kemur að of- beldi og kynferðisbrotum gagn- vart gestum. Á heimasíðu Airbnb kemur meðal annars fram að gestir geti sett sig í samband við þjónustuver sem er opið allan sólarhringinn. „Upplifun þín af Airbnb hefst um leið og þú opnar þig ævin- týrum. Það gerist einungis ef þú treystir samfélaginu og finnur til öryggis. Við gerum því kröfu um að þú stofnir hvorki öðrum í hættu né ógnir þeim.“ Á öðrum stað segir: „Þú mátt ekki ógna öðrum með ofbeldi, beita kynferðislegu ofbeldi, áreitni eða misnotkun, vera gerandi í heimilisofbeldi, ræna, stunda mansal, beita öðru ofbeldi eða halda neinum gegn vilja sínum. Meðlimir í hættu- legum samtökum, þ.á m. hryðju- verkasamtökum, skipulögðum glæpasamtökum og hópum um kynþáttafordóma, eru ekki vel- komnir í þessu samfélagi. Air- bnb hefur skuldbundið sig til að vinna með löggæsluyfirvöldum eins og við á og bregst við gild- um beiðnum löggæsluyfirvalda.“ „Þessi maður á að sjálfsögðu ekki að vera skráður á þessa síðu. Ég efast um að ég sé fyrsti gesturinn sem hefur neikvæða reynslu af honum og ég er al- veg örugglega ekki fyrsta kon- an sem hann áreitir. Það gefur auðvitað augaleið að deilihag- kerfi á borð við Airbnb laða að sér kynferðis brotamenn, þeir sjá erlenda ferðamenn sem auð- velda bráð,“ segir Alison. „Öfugt við það þegar þú gistir á hóteli, þar þurfa starfsmenn að uppfylla ákveðin skilyrði.“ Alison segist jafnframt velta fyrir sér hver sé lagaleg ábyrgð Airnb í málum eins og þessum. „Mér finnst það mjög óþægi- leg tilhugsun að hugsanlega sé þessi maður búinn að búa til nýjan aðgang á síðunni og haldi áfram uppteknum hætti. Mér skilst að það sé mjög auðvelt að búa til nýjan aðgang á Airbnb.“ Á heimasíðu Airbnb segir: „Ef við erum með nægar upp- lýsingar (vanalega að minnsta kosti eiginnafn, kenninafn, fæðingardag og -ár) til að stað- festa deili á gesti eða gestgjafa með búsetu í Bandaríkjunum berum við þær saman við til- teknar opinberar sakaskrár ríkja og sýslna ásamt skrám um kyn- ferðisbrotamenn í ríkjum og fyrir allt landið til að athuga hvort viðkomandi hafi verið sakfelldur í refsimáli eða hvort hann sé skráður kynferðisbrotamaður.“ Þetta á hins vegar eingöngu við ef viðkomandi gestur eða gestgjafi eru staðsettir í Banda- ríkjunum. Á heimasíðu Airbnb segir að fyrirtækið áskilji sér rétt til að nálgast upplýsingar um viðkom- andi notanda, en hvergi kemur fram að bakgrunnur viðkomandi sé kannaður við skráningu. Fordæmi Árið 2017 lagði Leslie Lapa- yowker fram kæru á hendur Air- bnb og krafðist miskabóta vegna kynferðisbrots af hálfu gestgjafa. Hafði hún bókað gistingu í stúd- íóíbúð í Los Angeles. Sagði hún gestgjafann hafa brotist inn íbúð- ina á meðan hún dvaldi þar, dreg- ið hana inn í herbergi og beitt hana grófu kynferðislegu áreiti. Síðar kom í ljós að gestgjafinn, Del Olmo, hafði nokkrum árum áður verið handtekinn fyrir of- beldisbrot. Nafn hans kom ekki upp þegar stjórnendur Airbnb renndu nafni hans í gegnum við- eigandi gagnagrunna, þar sem hann var ekki dæmdur vegna brotsins á sínum tíma. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kom fram að „atvikið yrði ekki liðið“ og að reynt hefði ver- ið af fremsta megni að styðja Lapayowker og koma til móts við hana. Þá kom fram að gest- gjafinn hefði verið fjarlægður af síðunni. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.