Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 33
SAKAMÁL 3326. júlí 2019 og umræðan er lítil sem engin um þau. Með Morðcastinu vil ég þess vegna opna um þau umræðuna og gera þeim góð skil,“ sagði Unnur Arna í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu. Í fyrsta þættinum fer Unnur Arna yfir uppáhaldssakamál sitt, mál frá 1978. Mary Vincent, 15 ára gömul, var puttaferðalangur sem þáði far hjá karlmanni. Hann misnotaði hana, hjó af henni báðar hendurnar og skildi hana eftir í gljúfri. Mary náði að leita hjálpar og lifði af. Þættirnir eru aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum eins og iTunes, Apple podcasts, Podbean, Spotify, Podcast Addict, og Pocket casts. Morðcastið má finna á Facebook, Instagram og Twitter. n Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt „HÉR Í FANGELSINU FINNST MÉR ÉG FRJÁLSARI EN ÞEGAR ÉG BJÓ MEÐ MÓÐUR MINNI“ Lík hins sex ára gamla Rikkis Neave fannst í skóglendi nærri heimili hans í Peterborough 29. nóvember árið 1994. Bana- mein hans var kyrking. Föt Neave, gráar skólabuxur, jakki og hvít skyrta, fundust síðar í ruslatunnu stutt frá svæðinu. Síðast sást til Neave þegar hann yfirgaf heimili sitt til að fara í skólann, daginn áður en hann fannst látinn. Ruth móðir hans var seinna ákærð fyrir morðið, en sýknuð. Hún var hins vegar dæmd í sjö ára fangelsi vegna misþyrmingar á börnum sínum og þau sett í fóstur. James Watson, 37 ára, var handtekinn 19. apríl á síð- asta ári grunaður um morðið. Hann greiddi lausnargjald og var látinn laus úr varðhaldi, en stakk af og komst úr landi til Portúgal með því að fela sig aftur í bifreið. Í júní á þessu ári gaf ákæruvaldið út þá yf- irlýsingu að ekki væru næg sönnunargögn til að ákæra hann fyrir morðið. Á sínum tíma sagði Paul Fullwood aðstoðaryfirlög- regluþjónn, sem leiddi rann- sóknina: „Það veldur von- brigðum að á þeim þremur árum sem við höfum rannsak- að málið þá höfum við ekki getað fundið þann eða þá sem ábyrgur/ir eru fyrir dauða Rikki. Við erum þó, þrátt fyr- ir að við höfum á þessu stigi engar virkar vísbendingar í málinu, staðráðin í að finna morðingja hans. Það er pirr- andi að þrátt fyrir þrjú ár af ítarlegri rannsóknarvinnu þá getum við enn ekki sagt fjölskyldu hans hvað gerðist daginn sem hann var myrtur, en við gefum ekki upp vonina um að geta einn daginn gert það. Hvort sem það verða ný sönnunargögn eða framfarir í réttarrannsóknum, þá mun- um við nota hvert tækifæri til að rannsaka þetta morð og koma réttlæti yfir gerand- ann. Við trúum því eindregið að einhver viti sannleikann og vonum að hann gefi sig fram einn daginn.“ Rannsóknarlögreglumenn í Bedfordshire, Cambridges- hire og Hertfordshire hafa tekið yfir 1.200 skýrslur í mál- inu og færslur í því eru yfir 1.300 talsins. Engar nýjar vís- bendingar hafa komið fram í málinu. Rikki Neave Rut, móðir Neave, var ákærð og síðar sýknuð vegna morðsins. James Watson var handtekinn vegna málsins, en ekki fundust næg sönnunargögn til að ákæra hann. Lík Rikkis Neave fannst í skóglendi nálægt heimili hans. Þ ann 14. júní árið 2015 að kvöldlagi fundu lögreglu- menn í Greene County í Missouri í Bandaríkjunum lík Dee Dee Blanchard. Fannst hún á grúfu í rúmi sínu þar sem hún lá í blóðpolli, en á líkama henn- ar var fjöldi stungusára, sem voru nokkurra daga gömul. Blanchard var 38 ára gömul. Nágranni hafði gert lögreglu við- vart eftir að hafa lesið óhugnanlegar Facebook-færslur sem dóttir henn- ar, Gypsy Rose, 24 ára, hafði skrif- að fyrr um kvöldið. Gypsy þjáðist af hvítblæði og astma og var með and- lega færni á við sjö ára gamalt barn vegna heilaskaða sem hún hlaut við fæðingu, ásamt fleiri kvillum, auk þess sem hún var bundin við hjóla- stól. Þar sem hjólastóll og lyf dóttur- innar voru á heimilinu en hún ekki, var í fyrstu talið að henni hefði ver- ið rænt. Annað kom þó á daginn og var Gypsy handtekin, ásamt kærasta hennar, Nicholas Godejohn, á heimili foreldra hans. Hafði hann myrt Blanchard að beiðni Gypsy. Parið hlaut dóm fyrir morðið, Gyp- sy fékk 10 ára dóm með möguleika á náðun, en Godejohn var dæmd- ur í lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun, auk 25 ára. Í ljós kom að Blanchard þjáðist af Münchausen by proxy-sjúkdómn- um, sem felur í sér að þeir sem þjást af þessum sjúkdómi (yfirleitt konur) ljúga til um veikindi barna sinna og jafnvel framkalla sjúkdómseinkenni hjá þeim, líkt og í tilfelli Blanchard sem dældi lyfjum í dóttur sína, rak- aði af henni hárið og lét hana notast við hjólastól alla daga, þótt hún væri fullfær um að ganga. Gerir foreldrið þetta til að fá athygli sem það telur sig eiga skilið. Málið vakti heimsathygli og varð efni að þáttaröðinni The Act, sem kom út núna í ár, þar sem Pat- ricia Arquette og Joey King leika mæðgurnar. Þættirnir hafa hlot- ið einróma lof áhorfenda og gagn- rýnenda, þá sérstaklega fyrir leik leikkvennanna, sem báðar hlutu nú í júlí tilnefningu til EMMY-verð- launa fyrir hlutverk sín. Gypsy Rose sagði í viðtali við E! Online að hún væri hrifin af King og ánægð með túlkun hennar á sér, en að öðru leyti væri hún óánægð með þáttaröðina, sem hún hefur þó ekki horft á. Segir hún það ósanngjarnt og ófagmann- legt að framleiðendur hafi notað rétt nafn hennar og sögu án hennar leyf- is, og að gripið verði til lagalegra að- gerða gegn framleiðendum. Gypsy Rose unir hag sínum vel í fangels- inu, þar sem hún er að mennta sig og er trúlofuð manni sem hún á í bréfasambandi við. Segir hún fang- elsið sem hún dvelur nú í betra en það sem móðir hennar lét hana ganga í gegnum. Þrátt fyrir það seg- ist hún sjá eftir morðinu. „Hér í fangelsinu finnst mér ég frjálsari en þegar ég bjó með móð- ur minni, því nú má ég lifa eins og venjuleg kona,“ sagði Gypsy í viðtali við ABC News. n Gypsy Rose í dag og með móður sinni Dee Dee Gypsy Rose og Nicholas Godejohn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.