Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 10
10 26. júlí 2019FRÉTTIR Margt smátt gerir eitt stórt n Safnanir og samskot meira áberandi með tilkomu samfélagsmiðla n Lagaumgjörð óskýrn Vafamál hvað skattskyldu varðar M argt smátt gerir eitt stórt,“ eru gjarnan loka­ orð færslna á samfé­ lagsmiðlum þar sem auglýstar eru safnanir að ýmsu tagi, í ýmsum tilgangi. Oft til að safna fé vegna bágrar stöðu einstaklinga eða barna sökum fjárhagserfiðleika, veikinda eða slysa. En hvaða eftirlit er haft með slíkum söfnunum? Engin sérlög hafa verið sett í mála­ flokknum og engar skýrar lín­ ur hafa verið lagðar af löggjafa eða stjórnvöldum. Hér verður gerð tilraun til að varpa ljósi á þá réttarstöðu sem gildir um slík­ ar safnanir sem hér eftir verða nefndar einstaklingssafnanir til að greina frá öðrum opinber­ um söfnunum sem er til dæmis stofnað til af góðgerðafélögum eða íþróttafélögum í margvís­ legum tilgangi. Ríflega fjörtíu ára lagabálkur Árið 1977 voru sett lög um opin­ berar safnanir, en ljóst er að þau lög eru komin nokkuð til ára sinna og gera ekki ráð fyrir til­ vist samfélagsmiðla. Samkvæmt frumvarpi laganna var þeim ætl­ að að ákvarða fyrirkomulag og uppgjör fjársafnana sem væru orðnar nokkuð algengar á sín­ um tíma. „Jafnan fara þær fram í góð­ um tilgangi, og það skal fram tekið, að engin sérstök ástæða til tortryggni liggur að baki þessa frumvarps […] Ekki er það óal­ gengt að fjársafnanir skili millj­ ónum í hendur þeirra, sem fyrir þeim standa, og almenningur, sem þarna leggur fram sína fjár­ muni, á siðferðilega heimtingu á því að vita niðurstöður söfn­ unar og ráðstöfun fjárins. Hverj­ um þeim aðila, er að fjársöfn­ un stendur, á einnig að vera það ljúft að sýna allt á hreinu, svo að enginn blettur geti fellið á að­ standendur eða markmið slíkrar söfnunar. Hér virðist vanta all­ mjög nánari lagafyrirmæli.“ En hvenær er söfnun opin­ ber? Samkvæmt 2. gr. laganna er söfnun opinber „ef henni er beint til annarra en þeirra, sem tengdir eru persónulegum eða félagslegum tengslum við þá, sem fyrir slíkum fjársöfnunum standa, eða standa í sérstöku sambandi við þá.“ Fyrirkomulag safnana samkvæmt lögunum Samkvæmt lögunum ber að afla leyfis fyrir opinberri söfnun hjá sýslumanni áður en söfnunin hefst. Í tilkynningu skal meðal annars taka fram hver stendur fyrir söfnuninni, hvar og hvernig hún fer fram og í hvaða tilgangi. Þeir sem standa að söfnuninni skulu halda nákvæmt reiknings­ hald yfir það fé sem til safnast og öll útgjöld. Söfnunarfé skal lagt inn á reikning sem hefur sérstak­ lega verið stofnaður fyrir söfn­ unina og er óheimilt að verja fénu í öðrum tilgangi en upphaf­ lega var lagt út með nema sýslu­ maður samþykki það sérstak­ lega. Reikningshaldið er svo háð eftirliti endurskoðanda. Í lögun­ um er einnig að finna refsiheim­ ild sem gildir ef ekki er farið að fyrirmælum laganna. Því getur það varðað sektum, ef þeir sem standa fyrir söfnun gæta sín ekki á því að fara eftir lagaákvæðun­ um. Þegar söfnun er lokið skal birta reikningsyfirlit hennar í dagblaði eða með öðrum hætti. Á grundvelli ofangreindra laga var sett reglugerð árið 2008. Þar er opinber fjársöfnun skil­ greind sem starfsemi þar sem al­ menningur er hvattur til að láta fé af hendi rakna í þágu ákveðins málefnis án þess að endur­ gjald komi í staðinn. Þá vaknar kannski spurningin hvort sam­ félagmiðlar séu opinber vett­ vangur. Hæstiréttur Íslands hef­ ur fallist á það að birting mynda og stöðuuppfærsla á samfélags­ miðlum á borð við Instagram og Facebook teljist opinber birting. Út frá því má álykta að yfirgnæf­ andi líkur séu á því að samfélags­ miðlar teljist opinber vettvangur. Samkvæmt svari við fyrirspurn blaðamanns til Sýslumanns­ ins á höfuðborgarsvæðinu geta einstaklingssafnanir fallið und­ ir áðurnefnd lög og reglugerð. Sýslumaðurinn á Suðurlandi sér um leyfisveitingar. Undanþágur frá lögum og reglugerð Undanþegnar lögum og reglu­ gerðinni eru safnanir á borð við stuðningstónleika eða ­samkom­ ur sem og fjársafnanir á vegum fjölmiðla í góðgerðaskyni. Jafn­ vel þótt einstaklingssafnanir á samfélagsmiðlum verði taldar til safnana á vegum fjölmiðla þá er samt sem áður farið fram á að fjölmiðill birti skrá yfir framlag allra gefenda og birti jafnframt viðurkenningu þess aðila sem við fénu tekur. Verði einstak­ lingssafnanir á samfélagsmiðl­ um hins vegar taldar til opin­ berra safnana verða þær að fara eftir ofangreindum skilyrðum um leyfi og gagnsæi í reiknings­ haldi. Samkvæmt fyrirspurnum blaðamanns virðist lítið eftirlit vera haft með slíkum söfnun­ um. Til að mynda fengust þær upplýsingar frá Ríkisskattstjóra að slíkar safnanir og samskot væru undanskildar tekjuskatti ef til þeirra er stofnað vegna veik­ inda og slysa og skatturinn hefði ekki sérstakt eftirlit með þeim. Þarna er þó um að ræða eina af undantekningum frá megin­ reglu skattaréttar um að styrkir teljist til tekna, svo þarna gætu þeir sem taka við söfnunarfé lent í vandræðum ef undatekningin nær ekki yfir þeirra tilvik. Greiðslur frá kerfinu Grétu finnst miður að sjá safn­ anir á netinu þar sem ekki er sögð öll sagan Gréta Ingþórsdóttir, formað­ ur Styrktarfélags krabbameins­ sjúkra barna, SKB, segir að þegar kemur að einstaklings­ söfnunum virðist stundum gef­ ið á röngum forsendum. Oft eigi einstaklingar rétt á greiðslum frá kerfinu, sem gleymist í um­ ræðunni. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um félög til almannaheilla, en verði það samþykkt mun vonandi traust almennings á almannaheillafé­ lögum aukast til muna. „Frumvarp um almanna­ heillafélög fer vonandi í gegnum þingið og verður að lögum sem fyrst. SKB og önnur félög, sem hafa lýðræðislega kjörna stjórn, halda bókhald og skila ársreikn­ ingi til Ríkisendurskoðunar, fá við það stöðu sem viðurkennd almannaheillafélög og þeir sem gefa fjármuni til þeirra vita þá í hvað þeir fara. Því er ekki alltaf að heilsa þegar einstaklingssafn­ anir eru annars vegar. Það sem hefur farið fyrir brjóstið á okkur í SKB og fleirum sem til þekkja er þegar safnað er á röngum forsendum, til dæmis þegar því er haldið fram að foreldrar þurfi að greiða sjálfir fyrir hluti sem kerfið greiðir, eða lætur ógetið aðstoðar sem það fær. Það er þó í einhverjum tilfellum frekar við fjölmiðla að sakast sem ekki hafa fyrir því að kanna hvaða greiðsl­ ur fólk fær eða hvaða rétt það á í þeirri stöðu sem það er. Ég fagna umfjöllun um þetta efni og vona að hún verði til að setja þrýsting á Alþingi um að ljúka lagasetn­ ingu um almannaheillafélög.“ Löggjafinn þarf að skerpa á lagaumgjörð Það er sælla að gefa en þiggja. En sælla væri að gefa gjöf sem viðtakandi getur tekið við í fullu samræmi við lögin. Þó svo að stjórnvöld og skattyfirvöld virð­ ist ekki hafa beitt sér af neinni teljanlegri hörku, eða yfirhöf­ uð, gegn einstaklingssöfnunum á samfélagsmiðlum þá er erfitt að ætla að treysta á að tómlætið sé varanlegt. Löggjafinn þarf að skerpa á ákvæðum um þessi mál til að réttarstaða þiggjenda sé tryggari og til að kveða niður tor­ tryggni. Annars gætu þiggjend­ ur átt það á hættu að söfnunarfé verði talið þeim til tekna, og jafn­ vel gætu þeir sem standa að slík­ um söfnunum átt yfir höfði sér sekt fyrir að fara ekki eftir lögum um opinberar fjársafnanir. n Frumvarp til laga um félög til almannaheilla liggur nú fyrir Alþingi Grétu finnst miður að sjá safnanir á netinu þar sem ekki er sögð öll sagan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.