Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 32
32 26. júlí 2019
Paula Hounslea hvarf án
nokkurra vísbendinga í ágúst
árið 2009, eftir kvöldverð í af-
mælisfagnaði móður sinnar.
Fjölskylda Hounslea hafði keyrt
hana heim til hennar í West Der-
by í Liverpool og kvatt hana þar.
Næsta morgun kom Hounslea
inn í herbergi unglingsdóttur
sinnar, Lois, og sagðist myndu
gista hjá vini í nokkra daga. Hún
skilaði sér aldrei þangað, en
peningaúttektir voru af reikningi
hennar fyrstu tíu dagana eftir
hvarf hennar.
Rannsókn á hvarfi breyttist í
morðrannsókn þegar brunnar
líkamsleifar Hounslea fundust í
pytti. Líkama hennar hafði verið
fleygt rétt hjá ónotuðum lestar-
teinum í Fazakerley í Liverpool.
Lögreglan telur að líkama
hennar hafi verið fleygt þar í
febrúar árið 2012. Lögreglu-
menn fundu gullnisti með and-
liti heilagrar Maríu við hlið lík-
ama hennar og foreldrar hennar
höfðu samband þegar þeir sáu
mynd af nistinu í staðardagblaði.
Lögreglan bar kennsl á bein
Hounslea með því að notast við
tannlæknaskýrslur.
John Webster rannsóknar-
fulltrúi í Merseyside-lögreglunni
segir: „Rannsóknin á morði
Paulu Hounslea er enn opin og
rannsóknarlögreglumenn munu
bregðast við nýjum ábendingum
ef þær berast.“
Kate Bushell, 14 ára, fannst skor-
in á háls innan við 300 metrum
frá heimili hennar á Exwick-
svæðinu í Exeter í Devon 15.
nóvember árið 1997. Bushell var
úti að ganga með terrierhund
sinn, Gemma, um klukkan 17.
Þegar hún skilaði sér ekki heim
fóru foreldrar hennar, Jerry og
Suzanne, að leita að henni og
fann faðir hennar lík Bushell um
klukkan 19. Stóð hundurinn og
beið við hlið hennar.
Rannsóknin á dauða hennar
er dýrasta morðrannsókn lög-
reglunnar í Devon og Cornwall
til þessa og er kostnaður kominn
yfir eina milljón punda. Beiðni
til almennings í fyrra um upp-
lýsingar í málinu gaf af sér tíu
nýjar vísbendingar og í mars
lauk nýrri yfirferð yfir málið af
hálfu lögreglunnar.
Í júní árið 2017 hóf teymi lög-
reglumanna og starfsmanna
endurrannsókn á lykilsönnunar-
gögnum í málinu, þar sem talið
var að morðinginn hefði þekk-
ingu á staðháttum og tengsl við
Exwick-svæðið. Í hópnum voru
bæði starfandi lögreglumenn og
þeir sem hættir voru störfum og
á meðal þeirra nokkrir sem störf-
uðu að upphaflegri rannsókn
málsins.
Á dánarafmæli hennar gaf
lögreglan út opinbera beiðni þar
sem birtar voru myndir af eld-
húshníf sambærilegum þeim
sem notaður var sem morðvopn.
Lögreglan tók á móti 204
símtölum og skilaboðum, sem
leiddu til tíu nýrra vísbendinga,
þar á meðal nafna á hugsanleg-
um gerendum. Enn hefur enginn
verið handtekinn í tengslum við
morðið.
Morðcastið er vinsælasta hlaðvarpið á Íslandi í dag. Það er Unnur Arna Borgþórsdóttir sem hefur veg og vanda að hlaðvarpinu og fær hún til sín góðan gest í hverjum þætti, en nýr þáttur kemur
alla fimmtudaga.
Unnur Arna er 28 ára gömul, lögfræðimenntuð og starfar sem banka-
starfsmaður á Egilsstöðum þar sem hún er fædd og uppalin.
Í hlaðvarpinu tekur Unnur Arna fyrir íslensk og skandinavísk morð og
sakamál á léttari nótum en vaninn er og yfirleitt er ekki um stærstu og
þekktustu mál fyrri tíma og samtímans að ræða.
„Íslensk sakamál hafa líka alltaf heillað mig mikið, sérstaklega þar sem
mér finnst oft sem það sé látið sem þau hafi hreinlega ekki átt sér stað
SAKAMÁL
Þrátt fyrir langar og
ítarlegar rannsóknir lög-
reglunnar, þá eru þessi
óhugnanlegu morðmál,
sum sem ná allt aftur
til áttunda áratugarins,
enn að valda lögreglunni
heilabrotum. Aðstand-
endur eru enn í sárum og
vita ekki hver er ábyrgur
fyrir morðinu á ástvinum
þeirra og möguleiki er á
að morðingjarnir gangi
enn frjálsir sinna ferða.
MailOnline á vefsíð-
unni DailyMail fór yfir
15 óleyst morðmál í
Bretlandi með það að
markmiði að reyna að
finna og koma lögum
yfir morðingjana. Hér er
síðasti hluti af þremur.
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Billie-Jo Jenkins var aðeins 13 ára
gömul þegar hún fannst í blóðpolli
í bakgarðinum hjá Sion Jenkins,
stjúpföður hennar, í Hastings í East
Sussex þann 15. febrúar árið 1997.
Jenkins hafði verið lamin í höfuðið
oftar en tíu sinnum með 18 tommu
járntjaldhæl, en hún var í garðin-
um að mála dyrnar út á veröndina.
Stjúpfaðir hennar var ákærður
og dæmdur í lífstíðarfangelsi árið
1998, en eftir tvær áfrýjanir var
hann sýknaður af verknaðinum.
Á síðasta ári, á tuttugu ára and-
látsafmæli Jenkins, óskaði móð-
ir hennar, Deborah Barnett, eftir
því að lögreglan opnaði málið að
nýju.
Talið er að heildarkostnaður
rannsóknarinnar, réttarhalds og
áfrýjana sé í kringum ein milljón
punda.
Fjölskylda Jenkins hefur óskað
þess að lögreglan rannsaki Antoni
Imiela, sem á að baki dóm vegna
nauðgunar, vegna dauða Jenkins.
Árið 2017, á tuttugu ára dánar-
afmæli hennar, óskaði Deborah
Barnett móðir hennar eftir því að
lögreglan enduropnaði málið.
Í yfirlýsingu frá lögreglunni
í Sussex segir: „Málið er hluti af
málum sem eru óleyst og eru yf-
irfarin á tveggja ára fresti til að sjá
hvort einhverjar nýjar upplýsingar
hafi komið fram og athuga hvort
framfarir hafi orðið í tæknirann-
sóknum, sem geri það að verkum
að raunhæft sé að taka málið upp
aftur. Eins og staðan er þá hafa
engar nýjar upplýsingar komið
fram í mál-
inu og það eru engar fyrirspurn-
ir útistandandi. Við munum alltaf
skoða nýjar upplýsingar og tækni-
rannsóknir sem leitt geta til nýrra
rannsókna. Þeir sem hafa nýjar
upplýsingar sem leitt geta til frek-
ari rannsókna eru beðnir um að
hafa samband við okkur.“
Billie-Jo Jenkins
Kate Bushell
Paula Hounslea
Nikki Allen, sjö ára gömul, yfir-
gaf heimili ömmu sinnar og afa
í Sunderland í Tyne and Wear.
Þegar hún skilaði sér ekki heim,
en stutt var á milli heimilanna,
var hafin viðtæk leit. Morguninn
eftir fannst lík hennar í yfirgefinni
byggingu nálægt heimili henn-
ar og hafði hún verið stungin 37
sinnum. Allen lá í blóðpolli.
Lögreglan greindi frá því í
október á síðasta ári að framfar-
ir hefðu náðst hvað DNA varð-
aði í málinu. Og í apríl á þessu
ári handtók lögreglan mann
í Teesside og var manninum,
sem talinn var á fimmtugsaldri,
haldið í varðhaldi vegna gruns
um morðið. Í yfirlýsingu frá lög-
reglunni sagði: „Maður var hand-
tekinn vegna gruns um að hafa
myrt Nikki Allan, hann var látinn
laus eftir yfirheyrslur og er málið
enn í rannsókn.“
Vitni segja réttarmeina-
fræðinga hafa eytt átta klukku-
stundum að störfum á vettvangi.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni eru engar nýjar upplýs-
ingar í málinu.
Nikki Allen
Paula Hounslea hvarf eftir fjölskyldu-
máltíð.
Pytturinn þar sem brunnar líkamsleifar Hounslea fundust þremur árum eftir hvarf hennar.
Lík Hounslea fannst við hlið járnbrautarteina í Fazakerley í Liverpool.
Billie-Jo Jenkins var aðeins 13 ára þegar
hún fannst látin.
Jenkins var lamin í höfuðið oftar en tíu
sinnum.
Kate Bushell, 14 ára var, skor-
in á háls rétt hjá heimili sínu.
Paul Burgan rannsóknarlögreglumaður með hníf
sambærilegan þeim sem notaður var sem morðvopn.
Faðir Kate Bushell fann lík hennar rétt hjá
heimili þeirra. Glæpavettvangurinn í Devonshire.
Nikki Allen var stungin 37 sinnum.
Sharon Henderson, móðir Allen, hefur
reynt án árangurs að finna morðingja
dóttur sinnar.
„VIÐ TRÚUM ÞVÍ EINDREGIÐ AÐ
EINHVER VITI SANNLEIKANN“