Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 29
PRESSAN 2926. júlí 2019 Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is n Hálf öld liðin frá því að Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið n Nokkrar óvæntar staðreyndir sem þú vissir líklega ekki U m síðustu helgi var þess minnst að hálf öld var liðin frá því að Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið. Þetta var auðvitað sögu- legur atburður enda í fyrsta sinn sem maður steig fæti á annan klett en jörðina okkar. Armstrong og Ed- win Aldrin fóru til tunglsins með Apollo 11. Lendingin var hluti af Apollo-verkefni bandarísku geim- ferðastofnunarinnar NASA og var það einnig stór sigur fyrir Banda- ríkin í því mikla áróðurs stríði sem var háð við Sovétríkin á þessum tíma en þá stóð kalda stríðið sem hæst. En það er eitt og annað varð- andi þessa merku ferð Apollo 11 og annarra geimfara til tunglsins sem ekki er á allra vitorði. Geimferðirnar og verkefnið allt í heild sinni var mikil próf- raun fyrir hugrekki manna og hug- vit en mörg vandamál þurfti að leysa og yfirstíga til að allt gengi upp. Margar samsæriskenn- ingar hafa orðið til í tengslum við þetta mikla afrek, misgáfu- legar, og hafa margar þeirra lif- að áratugum saman. Einna hæst ber kannski kenningin um að allt hafi þetta verið sviðsett og að í raun hafi menn aldrei stigið fæti á tunglið, þetta hafi bara verið gert í kvikmyndaveri og heimsbyggð- in blekkt í bak og fyrir. Ef það væri rétt væri það eitt og sér mikið af- rek að hafa fengið þær mörg þús- und manneskjur sem unnu að ver- kefninu til að þegja um það alla tíð og auðvitað hefði það einnig ver- ið ótrúlegt afrek að geta sviðsett þetta allt á þann hátt að fólk trúði þessu. En eins og flestir vita vænt- anlega var ekki um sviðsetningu að ræða heldur var einfaldlega far- ið til tunglsins. Hér á eftir verða nefnd til sögunnar nokkur atriði varðandi Apollo-verkefnið sem ekki eru á allra vitorði. Fyrst ber að nefna að banda- ríska geimferðastofnunin var und- ir það búin að eitthvað gæti farið úrskeiðis á tunglinu sem yrði til þess að geimfararnir kæmust ekki aftur heim. Af þeim sökum var ræða skrifuð fyrir Richard Nixon forseta sem bar heitið „In the Event of Moon Disaster“ (Ef tungl- ferðin mistekst) sem hann átti að lesa upp í sjónvarpi ef geimfararn- ir sætu fastir á tunglinu. Einnig var gerð viðbragðsáætlun. Samkvæmt henni átti að rjúfa samskipti stjórnstöðvar NASA við geimfar- ana. Nixon átti að hringja í verð- andi ekkjur þeirra og síðan flytja eftirfarandi ræðu: „Örlögin hafi skipast þannig að mennirnir sem fóru til tunglsins til að rannsaka það á friðsamlegan hátt munu munu bera beinin þar og hvíla þar. Þessir hugrökku menn, Neil Armstrong og Edwin Aldrin, vita að engin von er til að hægt verði að bjarga þeim. Þeir vita einnig að í fórn þeirra felst von fyrir mannkynið. Þessir tveir menn fórna lífi sínu fyrir göfugasta markmið mann- kynsins: Að leita sannleikans og öðlast skilning. Þeir verða syrgð- ir af fjölskyldum sínum og vinum, þeir verða syrgðir af samlönd- um sínum, þeir verða syrgðir af fólki um allan heim, jörðin okkar mun syrgja þá, jörðin sem þorði að senda tvo syni sína út í það ókunnuga. Í könnunarferð sinni fengu þeir jarðarbúa til að finn- ast þeir vera eitt, með fórn sinni binda þeir bræðralag manna enn sterkari böndum. Áður fyrr horfði fólk til himins og sá hetjur sínar í stjörnumerkj- unum. Í nútímanum gerum við eiginlega það sama en hetjur okk- ar eru hetjur af holdi og blóði. Aðrir munu fylgja í kjölfar þeirra og örugglega snúa heim aftur. Leit okkar verður ekki stöðvuð. En þessir menn voru þeir fyrstu og þeir munu vera fremst í hjört- um okkar. Sérhver manneskja sem horfir til himins að næturlagi í framtíðinni mun vita að þar er smá blettur þar sem mannkynið mun vera til eilífðar.“ Verkefnið sem kom mönnum til Þrír fræknir Neil Armstrong, Michael Collins og Edwin E. Aldrin Jr. Geimsýning Hér má sjá svipmynd af geimsýningu á Smithsonian Air and Space-safninu í Washington. Mynd: Getty Images

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.