Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 42
26. júlí 2019FÓKUS42
Skrýtnar staðreyndir um landsþekkta Íslendinga
Öll erum við einstök á okkar hátt og lumum á einhverjum
furðulegum venjum eða hefðum, jafnvel skrýtnum sögum sem
gera okkur að þeim manneskjum sem við erum. Við ákváðum að
líta á nokkrar undarlegar staðreyndir um landsþekkta Íslendinga
sem sumar hverjar gætu jafnvel framkallað lítið bros.
n Ragnheiður Gröndal hatar jólin n Arnar Jónsson er ekki með milta
„Það var einu sinni planað að ræna mér held ég!“ sagði söngkonan
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir í viðtali við DV fyrir nokkrum árum. Í við
talinu lýsti hún því hvernig pólskur aðdáandi reyndi að lokka hana til
sín, með því að ljúga að henni að hann væri að skipuleggja stórtón
leika með henni í Póllandi. Með hjálp pólsks blaðamanns komst Jó
hanna Guðrún að því að tónleikarnir og allar upplýsingar frá óprúttna
einstaklingnum væru uppspuni. „Þetta var allt plat, þessi ferð, og það
hefur örugglega verið búið að plana að ræna mér í mansal eða eitt
hvað. Ég allavega átti að fara til Póllands og það voru engir tónleikar,
þetta var bara uppspuni frá grunni. Þetta var alveg rosalegt. Í hjartanu
fannst mér þetta eitthvað skrýtið og það var rétt sem ég hélt,“ sagði
Jóhanna og var mikið niðri fyrir.
Reynt að ræna Jóhönnu í mansal
Leikarinn Arnar Jónsson er mikill
hrakfallabálkur og hefur til að
mynda afrekað það að fara þrisvar
upp á slysavarðstofu sama daginn.
Hann er heldur ekki með neitt
milta, en það var fjarlægt vegna
blóðsjúkdóms.
Hrakfallabálkur
Leikkonan Edda Björgvins dóttir
lærði röntgentækni áður en
leiklistin kallaði.
Í aðra átt
Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir fékk einu sinni tækifæri til að
eiga góða tíma með leikaranum Bruce Willis, en missti af því.„Ég var
stödd í einu kvikmyndaverinu í Hollywood en ég var eitthvað að ves
enast þegar einn gaur kallar á mig hinum megin við götuna og kem
ur labbandi í átt að mér og byrjar að spjalla við mig (daðra) en svo
fattaði ég það ekki fyrr en hann var kominn með andlitið upp að mér
að þetta var Bruce Willis! Mér var alveg fáránlega brugðið og ég fraus
„totally“ og kom ekki upp einu almennilegu orði. Ég vissi varla hvað
ég hét og stamaði upp einhverri vitleysu sem var ekki alveg að virka
og frekar vandræðalegt eftir á fyrir mig! Hann var „big idol“ hjá mér
og ég hefði mjög verið til í að spóla til baka og tækla þetta öðruvísi!“
sagði Ásdís eitt sinn í viðtali við hun.is.
Missti af stefnumóti með Bruce Willis
Íþróttaálfurinn Magnús Scheving lék í aug lýsingum fyrir Pepsi á níunda
áratug síðustu aldar.
Tvöfalt líf íþróttaálfsins
Handboltahetjan Ólafur Stefánsson kann að spila á þverflautu.
Kemur sífellt á óvart
Hatar jólin
Ragnheiður Gröndal er jóla
skröggur og hefur óbeit á
smákökubakstri, jólaskrauti og
jólaundirbúningi.
Slétt tala
Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson
verður að hafa hljóðstyrkinn á
útvarpi og sjónvarpi stilltan á slétta
tölu.
Kvittaði undir
dauðarefsingar
Tónlistarmaðurinn Bubbi
Morthens segir frá því í ævisögu
sinni að hann sé sannfærður um
að hann hafi verið maðurinn
sem kvittaði undir dauðarefs
ingar í fyrra lífi. Því sé hann svo
skrifblindur í þessu lífi.
Sápuópera
Leik og söngkonan Ágústa Eva
Erlendsdóttir fór til útlanda í
keppni í sápuóperuleik sem ung
lingur. Í kjölfarið fékk hún tilboð
um að flytja til New York og leggja
fyrir sig sápuóperuleik en þáði
ekki boðið.Ótrúlegt en satt
Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Haf
liðason borðar ekki tómatsósu.