Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 22
Sérblaðið26. júlí 2019 KYNNINGARBLAÐSértæk þjónusta 7. júní 2019KYNNINGARBLAÐ Sóttu stærsta gimstein á Íslandi af hafsbotni Köfunarþjónusta Sigurðar tekur að sér öll verkefni sem snúa að köfun. „Ég stofnaði þetta fyrir 21 ári síðan eða 1998 og hef verið að kafa alla daga síðan. Sjálfur leiddist ég út í þetta af einskærri ævintýra- mennsku eftir að hafa verið í björg- unarsveit og starfað sem sjómaður og vélstjóri. Ég var alltaf heillaður af köfun sem unglingur og tel mig vera heppinn að geta starfað við köfun í dag,“ segir Sigurður Stefánsson, eig- andi Köfunarþjónustu Sigurðar. Vandamálin eru ekki til „Við sjáum um allt milli sjávaryf- irborðs og hafsbotns hvort sem það er björgun skipa af fjölbreyttri stærðargráðu eða viðhaldi hafnar- mannvirkja svo sem á byggingum, flotbryggjum og fleiru. Einnig höfum við þjónustað kvikmynda- og aug- lýsingaiðnaðinn þar sem þarf að ná skotum neðansjávar og fleira. Þegar kemur að hafnarmannvirkj- um erum við yfirleitt að kafa á 5-12 metra dýpi. Oft erum við svo að kafa á rétt undir 30 metra dýpi og svo einstaka sinnum höfum við farið undir 50 metrana. Okkar mottó er að það eru ekki til nein vandamál. Það eru bara verkefni sem þarf að leysa, og við gerum alltaf okkar besta til þess að leysa öll verkefni sem fljóta til okk- ar,“ segir Sigurður. Alltaf nóg að gera „Við erum allajafna sex sem störf- um hjá Köfunarþjónustu Sigurðar og eigum það allir sameiginlegt að vera miklir ævintýramenn. Það sem er svo skemmtilegt við þessa vinnu er að maður veit ekkert hvað maður er að fara að gera þegar maður vaknar á morgnana. Það er alltaf nóg að gera hjá okkur enda er vinnusvæði okkar allt landið, hvort sem það eru Egils- staðir, Raufarhöfn eða Vestmanna- eyjar. Við erum annars allajafna staðsettir á Ásbrú. Þá má það koma fram að við erum að leita að fleiri köfurum til þess að starfa með okkur. Áhugasamir mega endilega hafa samband við okkur.“ Alveg eins og í Titanic Hver man ekki eftir Titanic, stór- myndinni sem skók heiminn árið 1997 og atriðinu þegar kafarinn kemur upp með öryggisskápinn sem átti að innihalda einn verðmætasta skartgrip veraldar, Hjarta hafsins? En það eina sem finnst í skápnum er teikning af fallegri konu með menið um hálsinn. Þeir sem hafa séð myndina vita að steinninn fór aldrei niður með skip- inu heldur faldi aðalpersónan, Rose DeWitt Bukater skartgripinn á sér og kastaði svo í hafið á gamalsaldri. Því fannst gimsteinninn aldrei. Risastór perla á hafsbotni En er þetta eitthvað líkt þeim verk- efnum sem þið hjá Köfunarþjónust- unni hafið verið að starfa við? „Það má reyndar segja að við sóttum stærsta gimstein Íslandssögunnar af hafsbotni Reykjavíkurhafnar fyrir nokkrum árum síðan. Þá á ég ekki við raunverulegan gimstein, heldur sand- dæluskip að nafni Perlan sem sökk í nóvember 2015. Við höfum tekið þátt í bæði litlum og stórum verkefnum þegar kemur að björgun skipa og var Perlan eitt verkefna okkar sem fékk hvað mesta umfjöllun í fjölmiðlum.“ Skipið sökk á hálftíma 2. nóvember í Reykjavíkurhöfn eftir að hafa verið sleppt úr slipp. „Röð óheppilegra mistaka varð til þess að skipið sökk og þar sem hátt í 12 þúsund lítrar af olíu voru í skipinu og 800 lítrar af glussa hófumst við handa, ásamt starfsmönnum Björg- unar við að loka skipinu til að koma í veg fyrir að olía læki úr því og til að undirbúa að hægt yrði að lyfta því. Skipið lá svo á hafsbotni í tvær vikur áður en við náðum að dæla úr því sjó og ná því upp. Þegar svona stór ver- kefni koma á borð hjá okkur fáum við skipaverkfræðinga til þess að vinna með okkur og að þessu sinni unnum við með Navis til þess að reikna út stöðugleika skipsins.“ Mánudaginn 16. nóvember tókst að ná sanddæluskip- inu Perlu af botni Reykjavíkurhafnar. Köfunarþjónusta Sigurðar er stað- sett í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni dive4u.is og á Facebook- síðunni: Köfunarþjónusta Sigurðar ehf. Sími: 899-6345 Netpóstur: siggi@dive4u.is n Björgun á 30 tonna beltagröfu í Kópavogi. Láran komin aftur í slipp. Her er búið að dæla sjó af skipinu. Hér er kafari að vinna við uppsetningu innsiglingarmerkis í Sandgerði. Innsiglinarmerki tilbúið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.